Lífið

Tvö hundruð fermetra tveggja hæða bílskúr í Kópavoginum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðmundur Árni Pálsson byggði skúrinn fyrir nokkrum árum. 
Guðmundur Árni Pálsson byggði skúrinn fyrir nokkrum árum. 

Fimm manna fjölskylda í Kópavogi hefur undanfarin ár innréttað um tvö hundruð fermetra bílskúr. Faðirinn hefur smitað alla fjölskylduna af bíladellu.

Ekki er um neinn venjulegan bílskúr að ræða. Hann er á tveimur hæðum. Á efri hæðinni er tvöfaldur bílskúr, úr 60 fermetrar að stærð. Svo er bílalyfta niður í kjallarann sem er 150 fermetrar. Á neðri hæðinni er poolborð, píluspjald og stórt sjónvarp.

„Við byggðum sem sagt húsið og ákváðum að hafa þennan kjallara. Svo leiddi eitt að öðru og þetta endaði bara sem einhver dótakassi,“ segir Guðmundur Árni Pálsson, eigandi bílskúrsins.

Á gólfum eru sérstakar amerískar bílskúrsgólfflísar og veggirnir eru skreyttir með veggspjöldum og varahlutum sem fjölskyldan kaupir á ferðalögum sínum um heiminn. Guðmundur hefur verið með bíladellu frá unga aldri, og segir hana aðeins aukast með árunum.

Honum hefur tekist að smita alla fjölskyldu sína af bílaaáhuganum.

„Ég fékk alltaf að vera á öllum bílum að keyra, þannig já, maður smitast náttúrulega. En ég er ekki með eins mikla dellu,“ segir María Höbbý Sæmundsdóttir, eiginkona Guðmundar og annar eigandi bílskúrsins.

Elsti sonur þeirra hjóna er sá eini sem er kominn með bílpróf en skúrinn var byggður þegar hann var sex ára.

„Maður áttaði sig ekki á því hvað þetta var stórt fyrr en maður fór í önnur hús. Þetta er algjör geðveiki, skemmtileg geðveiki,“ segir Andri Páll Guðmundsson.

Hér að neðan má sjá umfjöllun fréttastofu Stöðvar 2 um skúrinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.