Lífið

Daði Freyr segir að ást James Corden sé endurgoldin

Stefán Árni Pálsson skrifar
Daði Freyr segist einnig elska James Corden.
Daði Freyr segist einnig elska James Corden.

Breski spjallþáttstjórnandinn endurtísti í morgun myndbandi Garrett Williams á Twitter. Það sem gerir tístið merkilegt er að myndbandið er af vinahópi að dansa við Think about things með Daða Frey og Gagnamagninu.

Hópurinn er skemmtilega klæddur og nær að fanga stemmninguna með einstaklega skemmtilegum dansi.

„Ég elska þetta, ég elska þetta svo mikið,“ skrifar Corden við tístið.

 Daði Freyr hefur nú svarað Corden á Twitter og segir hann:

„Oh James, ég elska þig líka.“

Daði Freyr átti að stíga á svið fyrir Íslands hönd í Eurovision í Rotterdam í maí . Keppninni hefur verið aflýst og mun hann því ekki geta keppt fyrir Ísland með lagið Think about things. Eurovision hefur upplýst að lögin í ár verði ekki gjaldgeng í keppnina á næsta ári.

Daði Freyr hefur sagt að hann geti ekki hugsað sér að taka þátt í Söngvakeppninni á næsta ári. Hann sé hins vegar tilbúinn að keppa fyrir Íslands hönd, með nýtt lag, gefi RÚV grænt ljós á það.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.