Gefa Landspítala 50 þúsund skammta af malaríulyfi til meðferðar á veirusýktum Eiður Þór Árnason skrifar 31. mars 2020 07:52 Róbert Wessmann, forstjóri Alvogen. Alvogen Lyfjafyrirtækið Alvogen hyggst gefa Landspítalanum 50 þúsund skammta af malaríulyfinu Hydroxychloroquine. Lyfið hefur verið gefið COVID-19 sjúklingum víða um heim og þar á meðal á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Fréttastofa RÚV greindi fyrst frá þessu en von er á lyfinu til landsins á næstu dögum. Lyfið kemur frá lyfjaframleiðanda á Indlandi. Útgöngubann flækti flutninginn úr landinu Róbert Wessmann, forstjóri Alvogen, ræddi um framtakið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. „Eins og kannski margir vita þá tekur um það bil tíu ár að þróa ný lyf og koma á markað og þess vegna skiptir miklu máli að skoða þau veirulyf sem eru nú þegar á markaði og virka." Hann segir að nú standi yfir stór rannsókn á lyfinu á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í 45 löndum. Það hafi fram að þessu verið notað í fjölmörgum löndum og þar á meðal í Kína. Umrætt lyf er meðal annars framleitt í Indlandi en stjórnvöld þar í landi eru nú búin að setja útflutningsbann á Hydroxychloroquine og hyggjast nýta eigin framleiðslu innanlands. „Ég reikna með að Hydroxychloroquine verði illfáanlegt eða ófáanlegt tiltölulega fljótlega svo það skiptir miklu máli að geta tryggt þessa 50 þúsund pakka til Íslands.“ Skammturinn ætti að duga fyrir 25 þúsund sjúklinga. Hann reiknar með því að lyfið komi hingað til lands á næstu fimm dögum. Það sé keypt af samstarfsaðila Alvogen á Indlandi sem átti það til á lager. „Það er búið að vera þrautinni þyngri að koma þessu til Íslands því að daginn sem að við tókum á móti þessu í flutning þá var sett útgöngubann á Indlandi, þannig það er búið að taka okkur um viku bara að koma þessu til flutningsaðila á Indlandi.“ Bendir til þess að sjúklingar losi sig við veiruna fyrr Fyrstu gögn og rannsóknir benda til þess að malaríulyfið nýtist gegn COVID-19 sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur. Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir á Landspítala sagði í Bítinu síðasta miðvikudag að beðið væri eftir frekari staðfestingu á virkni lyfsins en byrjað er að nota það eins og fyrr segir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. „Við höfum verið að fylgjast með bæði upplýsingum sem eru að koma frá Evrópu og Bandaríkjunum og það eru svona skiptar skoðanir um það hversu gott þetta lyf er. Þetta er mjög lítil rannsókn sem allir eru að tala um.“ Hún segir að niðurstöður þeirrar rannsóknar bendi til þess að sjúklingar sem fái lyfið losi sig við veiruna fyrr en ella. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Lyf Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Sjá meira
Lyfjafyrirtækið Alvogen hyggst gefa Landspítalanum 50 þúsund skammta af malaríulyfinu Hydroxychloroquine. Lyfið hefur verið gefið COVID-19 sjúklingum víða um heim og þar á meðal á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Fréttastofa RÚV greindi fyrst frá þessu en von er á lyfinu til landsins á næstu dögum. Lyfið kemur frá lyfjaframleiðanda á Indlandi. Útgöngubann flækti flutninginn úr landinu Róbert Wessmann, forstjóri Alvogen, ræddi um framtakið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. „Eins og kannski margir vita þá tekur um það bil tíu ár að þróa ný lyf og koma á markað og þess vegna skiptir miklu máli að skoða þau veirulyf sem eru nú þegar á markaði og virka." Hann segir að nú standi yfir stór rannsókn á lyfinu á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í 45 löndum. Það hafi fram að þessu verið notað í fjölmörgum löndum og þar á meðal í Kína. Umrætt lyf er meðal annars framleitt í Indlandi en stjórnvöld þar í landi eru nú búin að setja útflutningsbann á Hydroxychloroquine og hyggjast nýta eigin framleiðslu innanlands. „Ég reikna með að Hydroxychloroquine verði illfáanlegt eða ófáanlegt tiltölulega fljótlega svo það skiptir miklu máli að geta tryggt þessa 50 þúsund pakka til Íslands.“ Skammturinn ætti að duga fyrir 25 þúsund sjúklinga. Hann reiknar með því að lyfið komi hingað til lands á næstu fimm dögum. Það sé keypt af samstarfsaðila Alvogen á Indlandi sem átti það til á lager. „Það er búið að vera þrautinni þyngri að koma þessu til Íslands því að daginn sem að við tókum á móti þessu í flutning þá var sett útgöngubann á Indlandi, þannig það er búið að taka okkur um viku bara að koma þessu til flutningsaðila á Indlandi.“ Bendir til þess að sjúklingar losi sig við veiruna fyrr Fyrstu gögn og rannsóknir benda til þess að malaríulyfið nýtist gegn COVID-19 sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur. Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir á Landspítala sagði í Bítinu síðasta miðvikudag að beðið væri eftir frekari staðfestingu á virkni lyfsins en byrjað er að nota það eins og fyrr segir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. „Við höfum verið að fylgjast með bæði upplýsingum sem eru að koma frá Evrópu og Bandaríkjunum og það eru svona skiptar skoðanir um það hversu gott þetta lyf er. Þetta er mjög lítil rannsókn sem allir eru að tala um.“ Hún segir að niðurstöður þeirrar rannsóknar bendi til þess að sjúklingar sem fái lyfið losi sig við veiruna fyrr en ella.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Lyf Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Sjá meira