Gefa Landspítala 50 þúsund skammta af malaríulyfi til meðferðar á veirusýktum Eiður Þór Árnason skrifar 31. mars 2020 07:52 Róbert Wessmann, forstjóri Alvogen. Alvogen Lyfjafyrirtækið Alvogen hyggst gefa Landspítalanum 50 þúsund skammta af malaríulyfinu Hydroxychloroquine. Lyfið hefur verið gefið COVID-19 sjúklingum víða um heim og þar á meðal á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Fréttastofa RÚV greindi fyrst frá þessu en von er á lyfinu til landsins á næstu dögum. Lyfið kemur frá lyfjaframleiðanda á Indlandi. Útgöngubann flækti flutninginn úr landinu Róbert Wessmann, forstjóri Alvogen, ræddi um framtakið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. „Eins og kannski margir vita þá tekur um það bil tíu ár að þróa ný lyf og koma á markað og þess vegna skiptir miklu máli að skoða þau veirulyf sem eru nú þegar á markaði og virka." Hann segir að nú standi yfir stór rannsókn á lyfinu á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í 45 löndum. Það hafi fram að þessu verið notað í fjölmörgum löndum og þar á meðal í Kína. Umrætt lyf er meðal annars framleitt í Indlandi en stjórnvöld þar í landi eru nú búin að setja útflutningsbann á Hydroxychloroquine og hyggjast nýta eigin framleiðslu innanlands. „Ég reikna með að Hydroxychloroquine verði illfáanlegt eða ófáanlegt tiltölulega fljótlega svo það skiptir miklu máli að geta tryggt þessa 50 þúsund pakka til Íslands.“ Skammturinn ætti að duga fyrir 25 þúsund sjúklinga. Hann reiknar með því að lyfið komi hingað til lands á næstu fimm dögum. Það sé keypt af samstarfsaðila Alvogen á Indlandi sem átti það til á lager. „Það er búið að vera þrautinni þyngri að koma þessu til Íslands því að daginn sem að við tókum á móti þessu í flutning þá var sett útgöngubann á Indlandi, þannig það er búið að taka okkur um viku bara að koma þessu til flutningsaðila á Indlandi.“ Bendir til þess að sjúklingar losi sig við veiruna fyrr Fyrstu gögn og rannsóknir benda til þess að malaríulyfið nýtist gegn COVID-19 sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur. Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir á Landspítala sagði í Bítinu síðasta miðvikudag að beðið væri eftir frekari staðfestingu á virkni lyfsins en byrjað er að nota það eins og fyrr segir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. „Við höfum verið að fylgjast með bæði upplýsingum sem eru að koma frá Evrópu og Bandaríkjunum og það eru svona skiptar skoðanir um það hversu gott þetta lyf er. Þetta er mjög lítil rannsókn sem allir eru að tala um.“ Hún segir að niðurstöður þeirrar rannsóknar bendi til þess að sjúklingar sem fái lyfið losi sig við veiruna fyrr en ella. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Lyf Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Lyfjafyrirtækið Alvogen hyggst gefa Landspítalanum 50 þúsund skammta af malaríulyfinu Hydroxychloroquine. Lyfið hefur verið gefið COVID-19 sjúklingum víða um heim og þar á meðal á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Fréttastofa RÚV greindi fyrst frá þessu en von er á lyfinu til landsins á næstu dögum. Lyfið kemur frá lyfjaframleiðanda á Indlandi. Útgöngubann flækti flutninginn úr landinu Róbert Wessmann, forstjóri Alvogen, ræddi um framtakið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. „Eins og kannski margir vita þá tekur um það bil tíu ár að þróa ný lyf og koma á markað og þess vegna skiptir miklu máli að skoða þau veirulyf sem eru nú þegar á markaði og virka." Hann segir að nú standi yfir stór rannsókn á lyfinu á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í 45 löndum. Það hafi fram að þessu verið notað í fjölmörgum löndum og þar á meðal í Kína. Umrætt lyf er meðal annars framleitt í Indlandi en stjórnvöld þar í landi eru nú búin að setja útflutningsbann á Hydroxychloroquine og hyggjast nýta eigin framleiðslu innanlands. „Ég reikna með að Hydroxychloroquine verði illfáanlegt eða ófáanlegt tiltölulega fljótlega svo það skiptir miklu máli að geta tryggt þessa 50 þúsund pakka til Íslands.“ Skammturinn ætti að duga fyrir 25 þúsund sjúklinga. Hann reiknar með því að lyfið komi hingað til lands á næstu fimm dögum. Það sé keypt af samstarfsaðila Alvogen á Indlandi sem átti það til á lager. „Það er búið að vera þrautinni þyngri að koma þessu til Íslands því að daginn sem að við tókum á móti þessu í flutning þá var sett útgöngubann á Indlandi, þannig það er búið að taka okkur um viku bara að koma þessu til flutningsaðila á Indlandi.“ Bendir til þess að sjúklingar losi sig við veiruna fyrr Fyrstu gögn og rannsóknir benda til þess að malaríulyfið nýtist gegn COVID-19 sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur. Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir á Landspítala sagði í Bítinu síðasta miðvikudag að beðið væri eftir frekari staðfestingu á virkni lyfsins en byrjað er að nota það eins og fyrr segir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. „Við höfum verið að fylgjast með bæði upplýsingum sem eru að koma frá Evrópu og Bandaríkjunum og það eru svona skiptar skoðanir um það hversu gott þetta lyf er. Þetta er mjög lítil rannsókn sem allir eru að tala um.“ Hún segir að niðurstöður þeirrar rannsóknar bendi til þess að sjúklingar sem fái lyfið losi sig við veiruna fyrr en ella.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Lyf Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira