Heimilisköttur í Belgíu greindur með kórónuveiruna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. mars 2020 17:09 COVID-19 greindist í heimilisketti í Belgíu. Getty/Frank Rumpenhorst „Sjúkdómar sem geta snert okkur mannfólkið geta farið í dýr og öfugt en í þessu tilfelli þá eru dýrin ekki neinn verulegur partur af smitkeðjunni heldur virðist í ákveðnum einstaklingum ná að fara yfir í dýrið,“ sagði Hanna Arnórsdóttir, dýralæknir á dýraspítalanum í Garðabæ, en heimilisköttur í Belgíu greindist með kórónuveirusmit um helgina og er þetta ekki fyrsta skipti sem kórónuveiran greinist í gæludýri. Rætt var við Hönnu í Reykjavík Síðdegis í gær. „Í þessu tilfelli, þó það hafi ekki verið hjá hundunum sem hafa fundist, þá virðist kötturinn allavega hafa verið með einkenni, bæði í öndunar- og meltingarvegi. Hann greindist í kring um 18. mars og það er ennþá verið að fylgjast með þessum ketti. Miðað við þær upplýsingar sem ég hef er hann á batavegi en það finnst ekki smit frá honum,“ sagði Hanna og sagði að veiran hafi ekki fundist í vessum kattarins þannig að hann smiti ekki út frá sér. Hún sagði að svipaða sögu væri hægt að segja um SARS veiruna sem reið yfir Kína árið 2003. Þá hafi veiran fundist í heimilisdýrum en þau hafi ekki smitað út frá sér. Þetta er ekki fyrsta tilfelli þess að kórónuveiran finnst í gæludýri en erfðaefni vírussins fannst í tveimur hundum í Hong Kong en þeir eru báðir gæludýr einstaklinga sem voru með veiruna og voru veikir. Hún segir að gæludýraeigendur sem greindir eru með COVID-19 sjúkdóminn ættu að einangra sig að mestu frá dýrunum, það er að ef þeir eru með klínísk einkenni ættu þeir að fá aðra til að sjá um dýrin. Hún tekur það þó fram að bæði heilbrigðisyfirvöld mannfólks og dýra hafi ráðlagt fólki að hafi það engan annan að en dýrin ætti það að hafa dýrin hjá sér. Tilfelli COVID meðal gæludýra þeirra sem veikir væru væru svo fá að ólíklegt sé að dýrin veiktust sjálf. Þó tók hún fram að gætu gæludýraeigendur fengið aðra til að sinna dýrunum væri það ráðlagt. Þá sé lang mikilvægast að gæta almenns hreinlætis í kring um dýrin, þvo sér vel bæði áður en fólk snertir dýrin og eftir það sömuleiðis. Hún segir engan hafa komið til þeirra til að fá gæludýrin sín greind en þó hafi einhverjir spurt út í þann möguleika. Hún ítrekaði þó að ekki væri víst hvort dýrin gætu smitað út frá sér: „Við erum enn að læra á þessa veiru og við erum ennþá að læra á hvað hún getur skilið eftir sig. Á meðan svo er verðum við bara að vera varkár og gera ráð fyrir hinu ómögulega líka án þess að vera með einhver ofsafengin viðbrögð og einhverja ofsahræðslu. Það er engin ástæða til þess í þessu.“ Dýr Dýraheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Belgía Gæludýr Tengdar fréttir Margir einmana í vinnunni Fleiri karlmenn segjast einmana í vinnunni en konur og fólk yngri en fertugt upplifir einmanaleika í vinnunni hvað mest. Rýnt í niðurstöður rannsókna frá árinu 2019. 31. mars 2020 13:35 Fleiri en 1.100 manns nú smitaðir og einn bætist við á gjörgæslu Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.135 hér á landi. Þeim hefur fjölgað um 49 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær. 31. mars 2020 13:00 Strætó dregur úr akstri á höfuðborgarsvæðinu Strætó mun draga tímabundið úr akstri á höfuðborgarsvæðinu til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Breytingarnar munu taka gildi á morgun, þriðjudaginn 31. mars, en ekki liggur fyrir hvenær þjónusta Strætó falli í eðlilegt horf. 30. mars 2020 21:20 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Sjá meira
„Sjúkdómar sem geta snert okkur mannfólkið geta farið í dýr og öfugt en í þessu tilfelli þá eru dýrin ekki neinn verulegur partur af smitkeðjunni heldur virðist í ákveðnum einstaklingum ná að fara yfir í dýrið,“ sagði Hanna Arnórsdóttir, dýralæknir á dýraspítalanum í Garðabæ, en heimilisköttur í Belgíu greindist með kórónuveirusmit um helgina og er þetta ekki fyrsta skipti sem kórónuveiran greinist í gæludýri. Rætt var við Hönnu í Reykjavík Síðdegis í gær. „Í þessu tilfelli, þó það hafi ekki verið hjá hundunum sem hafa fundist, þá virðist kötturinn allavega hafa verið með einkenni, bæði í öndunar- og meltingarvegi. Hann greindist í kring um 18. mars og það er ennþá verið að fylgjast með þessum ketti. Miðað við þær upplýsingar sem ég hef er hann á batavegi en það finnst ekki smit frá honum,“ sagði Hanna og sagði að veiran hafi ekki fundist í vessum kattarins þannig að hann smiti ekki út frá sér. Hún sagði að svipaða sögu væri hægt að segja um SARS veiruna sem reið yfir Kína árið 2003. Þá hafi veiran fundist í heimilisdýrum en þau hafi ekki smitað út frá sér. Þetta er ekki fyrsta tilfelli þess að kórónuveiran finnst í gæludýri en erfðaefni vírussins fannst í tveimur hundum í Hong Kong en þeir eru báðir gæludýr einstaklinga sem voru með veiruna og voru veikir. Hún segir að gæludýraeigendur sem greindir eru með COVID-19 sjúkdóminn ættu að einangra sig að mestu frá dýrunum, það er að ef þeir eru með klínísk einkenni ættu þeir að fá aðra til að sjá um dýrin. Hún tekur það þó fram að bæði heilbrigðisyfirvöld mannfólks og dýra hafi ráðlagt fólki að hafi það engan annan að en dýrin ætti það að hafa dýrin hjá sér. Tilfelli COVID meðal gæludýra þeirra sem veikir væru væru svo fá að ólíklegt sé að dýrin veiktust sjálf. Þó tók hún fram að gætu gæludýraeigendur fengið aðra til að sinna dýrunum væri það ráðlagt. Þá sé lang mikilvægast að gæta almenns hreinlætis í kring um dýrin, þvo sér vel bæði áður en fólk snertir dýrin og eftir það sömuleiðis. Hún segir engan hafa komið til þeirra til að fá gæludýrin sín greind en þó hafi einhverjir spurt út í þann möguleika. Hún ítrekaði þó að ekki væri víst hvort dýrin gætu smitað út frá sér: „Við erum enn að læra á þessa veiru og við erum ennþá að læra á hvað hún getur skilið eftir sig. Á meðan svo er verðum við bara að vera varkár og gera ráð fyrir hinu ómögulega líka án þess að vera með einhver ofsafengin viðbrögð og einhverja ofsahræðslu. Það er engin ástæða til þess í þessu.“
Dýr Dýraheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Belgía Gæludýr Tengdar fréttir Margir einmana í vinnunni Fleiri karlmenn segjast einmana í vinnunni en konur og fólk yngri en fertugt upplifir einmanaleika í vinnunni hvað mest. Rýnt í niðurstöður rannsókna frá árinu 2019. 31. mars 2020 13:35 Fleiri en 1.100 manns nú smitaðir og einn bætist við á gjörgæslu Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.135 hér á landi. Þeim hefur fjölgað um 49 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær. 31. mars 2020 13:00 Strætó dregur úr akstri á höfuðborgarsvæðinu Strætó mun draga tímabundið úr akstri á höfuðborgarsvæðinu til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Breytingarnar munu taka gildi á morgun, þriðjudaginn 31. mars, en ekki liggur fyrir hvenær þjónusta Strætó falli í eðlilegt horf. 30. mars 2020 21:20 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Sjá meira
Margir einmana í vinnunni Fleiri karlmenn segjast einmana í vinnunni en konur og fólk yngri en fertugt upplifir einmanaleika í vinnunni hvað mest. Rýnt í niðurstöður rannsókna frá árinu 2019. 31. mars 2020 13:35
Fleiri en 1.100 manns nú smitaðir og einn bætist við á gjörgæslu Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.135 hér á landi. Þeim hefur fjölgað um 49 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær. 31. mars 2020 13:00
Strætó dregur úr akstri á höfuðborgarsvæðinu Strætó mun draga tímabundið úr akstri á höfuðborgarsvæðinu til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Breytingarnar munu taka gildi á morgun, þriðjudaginn 31. mars, en ekki liggur fyrir hvenær þjónusta Strætó falli í eðlilegt horf. 30. mars 2020 21:20