Blöskrar 45 prósenta hækkun hjá þeim sem minna mega sín á Seltjarnarnesi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. september 2019 16:38 Seltjarnarnesbær hefur á síðastliðnum tveimur árum skilað rúmlega 400 milljón króna tapi og aukið skuldir sveitarfélagsins um tæplega 3 milljarða. Vísir/Vilhelm Formaður Landsamtakanna Þroskahjálp segir ólíðandi vinnubrögð hjá Seltjarnarnesbæ að reyna að rétta af halla bæjarins með því að hækka íbúðaleigu þeirra sem standi höllum fæti í samfélaginu. Ekki síst þegar bærinn innheimti ekki einu sinni lágmarksútsvar auk þess sem bærinn veiti ekki einu sinni lágmarks félagsþjónustu. 160 milljóna króna halli varð á rekstri bæjarins á fyrri hluta ársins. Á bæjarstjórnarfundi í gær var samþykkt að hækka húsaleigu í félagslegum leiguíbúðum á Seltjarnarnesi um 45 prósent í áföngum á næsta hálfa ári. Kjarninn greindi fyrst frá og hefur eftir félagsmálafulltrúa Seltjarnarness að sautján félagslegar íbúðir séu í bænum auk tveggja framleiguíbúða.Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar.Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, er afar ósátt við breytingarnar. „Það eru ekki nema 3,5-4 félagslegar íbúðir á eitt þúsund íbúðir á Seltjarnarnesi á meðan það eru tuttugu á eitt þúsund íbúðir í Reykjavík,“ segir Bryndís. Það sé mjög lágt hlutfall hjá Seltjarnarnesbæ. Íbúðirnar eru af ólíkum stærðum. Eftir breytingarnar verður leigan í mars um 76 þúsund krónur fyrir eins herbergja íbúð, 118 þúsund fyrir tveggja herbergja íbúð, 148 þúsund fyrir þriggja herbergja og 174 þúsund fyrir fjögurra herbergja samkvæmt útreikningum Kjarnans. „Okkur finnst að sveitarfélag sem innheimtir ekki hámarksútsvar geti ekki byrjað á að hækka hjá þeim sem minnst hafa. Það er ólíðandi,“ segir Bryndís.Ásgerður Halldórsdóttir er bæjarstjóri Seltjarnarness.Fréttablaðið/GVA„Það er umhugsunarvert að þau skuli leyfa sér það að mæta hallarekstri bæjarins svona. Þeir sem eru í félagslegu húsnæði eru þeir sem eru verst settir.“ Bæjarstjórn samþykkti breytingarnar sem gerðar voru að tillögu fjármálastjóra bæjarins. Tveir fulltrúar Samfylkingarinnar sátu hjá. „Þó að við styðjum við að félagslegar íbúðir séu ekki reknar með halla þá teljum við að 45% heildarhækkun á leigu félagslegra íbúða eigi ekki að koma til án mótvægisaðgerða til að minnka fjárhagsleg áhrif fyrir viðkvæman hóp,“ segir í bókun bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar sem lesa má í fundargerðinni. Félagsmál Seltjarnarnes Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Formaður Landsamtakanna Þroskahjálp segir ólíðandi vinnubrögð hjá Seltjarnarnesbæ að reyna að rétta af halla bæjarins með því að hækka íbúðaleigu þeirra sem standi höllum fæti í samfélaginu. Ekki síst þegar bærinn innheimti ekki einu sinni lágmarksútsvar auk þess sem bærinn veiti ekki einu sinni lágmarks félagsþjónustu. 160 milljóna króna halli varð á rekstri bæjarins á fyrri hluta ársins. Á bæjarstjórnarfundi í gær var samþykkt að hækka húsaleigu í félagslegum leiguíbúðum á Seltjarnarnesi um 45 prósent í áföngum á næsta hálfa ári. Kjarninn greindi fyrst frá og hefur eftir félagsmálafulltrúa Seltjarnarness að sautján félagslegar íbúðir séu í bænum auk tveggja framleiguíbúða.Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar.Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, er afar ósátt við breytingarnar. „Það eru ekki nema 3,5-4 félagslegar íbúðir á eitt þúsund íbúðir á Seltjarnarnesi á meðan það eru tuttugu á eitt þúsund íbúðir í Reykjavík,“ segir Bryndís. Það sé mjög lágt hlutfall hjá Seltjarnarnesbæ. Íbúðirnar eru af ólíkum stærðum. Eftir breytingarnar verður leigan í mars um 76 þúsund krónur fyrir eins herbergja íbúð, 118 þúsund fyrir tveggja herbergja íbúð, 148 þúsund fyrir þriggja herbergja og 174 þúsund fyrir fjögurra herbergja samkvæmt útreikningum Kjarnans. „Okkur finnst að sveitarfélag sem innheimtir ekki hámarksútsvar geti ekki byrjað á að hækka hjá þeim sem minnst hafa. Það er ólíðandi,“ segir Bryndís.Ásgerður Halldórsdóttir er bæjarstjóri Seltjarnarness.Fréttablaðið/GVA„Það er umhugsunarvert að þau skuli leyfa sér það að mæta hallarekstri bæjarins svona. Þeir sem eru í félagslegu húsnæði eru þeir sem eru verst settir.“ Bæjarstjórn samþykkti breytingarnar sem gerðar voru að tillögu fjármálastjóra bæjarins. Tveir fulltrúar Samfylkingarinnar sátu hjá. „Þó að við styðjum við að félagslegar íbúðir séu ekki reknar með halla þá teljum við að 45% heildarhækkun á leigu félagslegra íbúða eigi ekki að koma til án mótvægisaðgerða til að minnka fjárhagsleg áhrif fyrir viðkvæman hóp,“ segir í bókun bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar sem lesa má í fundargerðinni.
Félagsmál Seltjarnarnes Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira