Blöskrar 45 prósenta hækkun hjá þeim sem minna mega sín á Seltjarnarnesi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. september 2019 16:38 Seltjarnarnesbær hefur á síðastliðnum tveimur árum skilað rúmlega 400 milljón króna tapi og aukið skuldir sveitarfélagsins um tæplega 3 milljarða. Vísir/Vilhelm Formaður Landsamtakanna Þroskahjálp segir ólíðandi vinnubrögð hjá Seltjarnarnesbæ að reyna að rétta af halla bæjarins með því að hækka íbúðaleigu þeirra sem standi höllum fæti í samfélaginu. Ekki síst þegar bærinn innheimti ekki einu sinni lágmarksútsvar auk þess sem bærinn veiti ekki einu sinni lágmarks félagsþjónustu. 160 milljóna króna halli varð á rekstri bæjarins á fyrri hluta ársins. Á bæjarstjórnarfundi í gær var samþykkt að hækka húsaleigu í félagslegum leiguíbúðum á Seltjarnarnesi um 45 prósent í áföngum á næsta hálfa ári. Kjarninn greindi fyrst frá og hefur eftir félagsmálafulltrúa Seltjarnarness að sautján félagslegar íbúðir séu í bænum auk tveggja framleiguíbúða.Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar.Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, er afar ósátt við breytingarnar. „Það eru ekki nema 3,5-4 félagslegar íbúðir á eitt þúsund íbúðir á Seltjarnarnesi á meðan það eru tuttugu á eitt þúsund íbúðir í Reykjavík,“ segir Bryndís. Það sé mjög lágt hlutfall hjá Seltjarnarnesbæ. Íbúðirnar eru af ólíkum stærðum. Eftir breytingarnar verður leigan í mars um 76 þúsund krónur fyrir eins herbergja íbúð, 118 þúsund fyrir tveggja herbergja íbúð, 148 þúsund fyrir þriggja herbergja og 174 þúsund fyrir fjögurra herbergja samkvæmt útreikningum Kjarnans. „Okkur finnst að sveitarfélag sem innheimtir ekki hámarksútsvar geti ekki byrjað á að hækka hjá þeim sem minnst hafa. Það er ólíðandi,“ segir Bryndís.Ásgerður Halldórsdóttir er bæjarstjóri Seltjarnarness.Fréttablaðið/GVA„Það er umhugsunarvert að þau skuli leyfa sér það að mæta hallarekstri bæjarins svona. Þeir sem eru í félagslegu húsnæði eru þeir sem eru verst settir.“ Bæjarstjórn samþykkti breytingarnar sem gerðar voru að tillögu fjármálastjóra bæjarins. Tveir fulltrúar Samfylkingarinnar sátu hjá. „Þó að við styðjum við að félagslegar íbúðir séu ekki reknar með halla þá teljum við að 45% heildarhækkun á leigu félagslegra íbúða eigi ekki að koma til án mótvægisaðgerða til að minnka fjárhagsleg áhrif fyrir viðkvæman hóp,“ segir í bókun bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar sem lesa má í fundargerðinni. Félagsmál Seltjarnarnes Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Formaður Landsamtakanna Þroskahjálp segir ólíðandi vinnubrögð hjá Seltjarnarnesbæ að reyna að rétta af halla bæjarins með því að hækka íbúðaleigu þeirra sem standi höllum fæti í samfélaginu. Ekki síst þegar bærinn innheimti ekki einu sinni lágmarksútsvar auk þess sem bærinn veiti ekki einu sinni lágmarks félagsþjónustu. 160 milljóna króna halli varð á rekstri bæjarins á fyrri hluta ársins. Á bæjarstjórnarfundi í gær var samþykkt að hækka húsaleigu í félagslegum leiguíbúðum á Seltjarnarnesi um 45 prósent í áföngum á næsta hálfa ári. Kjarninn greindi fyrst frá og hefur eftir félagsmálafulltrúa Seltjarnarness að sautján félagslegar íbúðir séu í bænum auk tveggja framleiguíbúða.Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar.Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, er afar ósátt við breytingarnar. „Það eru ekki nema 3,5-4 félagslegar íbúðir á eitt þúsund íbúðir á Seltjarnarnesi á meðan það eru tuttugu á eitt þúsund íbúðir í Reykjavík,“ segir Bryndís. Það sé mjög lágt hlutfall hjá Seltjarnarnesbæ. Íbúðirnar eru af ólíkum stærðum. Eftir breytingarnar verður leigan í mars um 76 þúsund krónur fyrir eins herbergja íbúð, 118 þúsund fyrir tveggja herbergja íbúð, 148 þúsund fyrir þriggja herbergja og 174 þúsund fyrir fjögurra herbergja samkvæmt útreikningum Kjarnans. „Okkur finnst að sveitarfélag sem innheimtir ekki hámarksútsvar geti ekki byrjað á að hækka hjá þeim sem minnst hafa. Það er ólíðandi,“ segir Bryndís.Ásgerður Halldórsdóttir er bæjarstjóri Seltjarnarness.Fréttablaðið/GVA„Það er umhugsunarvert að þau skuli leyfa sér það að mæta hallarekstri bæjarins svona. Þeir sem eru í félagslegu húsnæði eru þeir sem eru verst settir.“ Bæjarstjórn samþykkti breytingarnar sem gerðar voru að tillögu fjármálastjóra bæjarins. Tveir fulltrúar Samfylkingarinnar sátu hjá. „Þó að við styðjum við að félagslegar íbúðir séu ekki reknar með halla þá teljum við að 45% heildarhækkun á leigu félagslegra íbúða eigi ekki að koma til án mótvægisaðgerða til að minnka fjárhagsleg áhrif fyrir viðkvæman hóp,“ segir í bókun bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar sem lesa má í fundargerðinni.
Félagsmál Seltjarnarnes Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira