Innlent

Úrvinnslusóttkví felld niður í Húnaþingi vestra

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá Hvammstanga sem er í Húnaþingi vestra.
Frá Hvammstanga sem er í Húnaþingi vestra. Vísir/Getty

Úrvinnslusóttkví í Húnaþingi vestra sem sett var á þann 21. mars verður fellt niður á miðnætti í kvöld. Í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra segir að almennar reglur um samkomubann gildi í staðinn. Beint er til almennings að gæta almennra sóttvarna og virða reglur og viðmið sem hafa verið gefin út af sóttvarnalækni.

Gripið var til úrvinnslusóttkvíar vegna grunsemda um víðtækt smit í sveitarfélaginu. Þetta er tímabundin ráðstöfun sem beitt var á meðan unnið var að smitrakningu. Hún fól í sér að einungis einn aðili af hverju heimili gat yfirgefið það í hvert sinn til að kaupa mat og aðrar nauðsynjar.

Sjá einnig: Allir í­búar í Húna­þingi vestra í úr­vinnslu­sótt­kví

Í tilkynningu á Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra er íbúum Húnaþings vestra færðar sérstakar þakkir fyrir að „hafa sýnt skilning, þolinmæði, samvinnu og að hafa brugðist vel við þeim aðstæðum sem úrvinnslusóttkví hefur haft í för með sér fyrir íbúa svæðisins og starfsemi innan sveitarfélagsins.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.