Lífið

Stjörnurnar sungu fyrir eldri borgara í Mörkinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jóhanna Vigdís og Jón Ólafsson sungu fallega með hópnum. 
Jóhanna Vigdís og Jón Ólafsson sungu fallega með hópnum. 

Sönghópurinn Lóurnar ásamt fleiri komu fram fyrir heimilisfólk á hjúkrunarheimilinu Mörkin en aðstandendur þeirra hafa ekki mátt koma í heimsókn síðustu misseri.

Heimilisfólkið fékk að fylgjast með tónleikunum úti á svölum en þar er hvert tíu manna heimili með stórar svalir og eru alls ellefu slíkt heimili í Mörkinni.

Tónleikarnir hófust klukkan 15:00 og voru í beinni hér á Vísi.

Sönghópinn skipa m.a. Selma Björns, Hildur Vala, Jóhanna Vigdís, Erna Þórarins og fleiri. Einnig voru þeir Jón Ólafsson og Pétur Örn Guðmundsson mættir á svæðið og lék sá síðarnefndi á gítar. Selma Björnsdóttir stýrði sönghópnum í kuldanum í Mörkinni í dag en hér að neðan má sjá hvernig þetta fór allt saman fram.

Klippa: Stjörnurnar sungu fyrir eldri borgara í Mörkinni


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.