Lífið

Skilaboð úr Friends til ársins 2020

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skemmtileg skilaboð til Emmu frá árinu 2002.
Skemmtileg skilaboð til Emmu frá árinu 2002.

Þættirnir Friends hófu göngu sína árið 1994 og gengu í tíu þáttaraðir til ársins 2004.

Á dögunum staðfesti bandaríska sjónvarpsveitan HBO að framleiddur verði sérþáttur af Friends gamanþáttaröðinni. Allir leikararnir sex úr upphaflegu þáttunum hafa staðfest að þeir taki þátt.

Leikararnir sex, þau Jennifer Aniston, Courteney Cox, Lisa Kudrow, Matt LeBlanc, Matthew Perry og David Schwimmer eru sögð fá 2,5 milljónir dollara, jafnvirði um 320 milljóna íslenskra króna, hvert fyrir að leika í sérþættinum.

Árið 2002 fór í loftið þáttur þar sem verið var að fagna fyrsta afmæli Emmu, dóttur Ross og Rachel, og tók gengið upp skilaboð til hennar sem átti að horfa á 2020.

Í tilefni af því hefur Netflix sent atriðið frá sér á YouTube þar sem sjá má umrædd skilaboð og má þar sjá að Phoebe Buffay hélt að heimurinn yrði töluvert öðruvísi en hann varð í raun og veru.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.