Lífið

Daði Freyr klár að keppa í Eurovision 2021 ef RÚV gefur grænt ljós

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það verður spennandi að fylgjast með hvernig RÚV tæklar þessa stöðu sem komin er upp.
Það verður spennandi að fylgjast með hvernig RÚV tæklar þessa stöðu sem komin er upp.

Í gær greindi Vísir frá því að Daði Freyr gæti ekki hugsað sér að taka þátt í Söngvakeppninni á næsta ári en ákveðið hefur verið að öll þau lög sem komust í gegnum undankeppnir Evrópulandanna í ár verða ekki gjaldgeng í keppnina í Rotterdam 2021.

„Nei, ég mun ekki taka þátt í Söngvakeppninni. Við erum búin að vinna þessa keppni einu sinni og ef ég myndi fara aftur þá myndi manni finnast eins og fólk ætti bara að kjósa mann út af því að við vorum búin að vinna einu sinni og fórum ekki í keppnina,“ sagði Daði Freyr í Reykjavík síðdegis í gær.

Í morgun sendi hann aftur á móti frá sér tíst þar sem hann útilokar aftur á móti ekki að koma fram í Eurovision fyrir Íslands hönd á næsta ári.

„Svo það komi skýrt fram þá væri það mikill heiður að keppa fyrir Íslands hönd með Gagnamagninu í Eurovision ef Rúv hefur áhuga á því að bjóða okkur að semja nýtt lag. Það væri aftur á móti skrýtið fyrir okkur að taka aftur þátt í Söngvakeppninni. Sama hvað gerist, ég mun halda áfram að gera tónlist og það mun ekki breytast.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×