Innlent

Heitavatnslaust í vesturhluta Reykjavíkur

Samúel Karl Ólason skrifar
Bilunin tengist stórum leka sem varð í desember.
Bilunin tengist stórum leka sem varð í desember. Vísir/Vilhelm

Uppfært 23:00: Í ljós hefur komið að skemmdirnar eru umfangsmeiri en talið var í fyrstu. Því sé ekki hægt að veita heitu vatni til íbúa með öðrum leiðum og verður heitavatnslaust þar til í fyrramálið, það er 26. mars.

Heitavatnslaust er í stórum hluta Reykjavíkur, eða vesturhlutanum. Meðal annars á það við miðbæinn, Hlíðarnar og Vesturbæinn og er það vegna bilunar. Við viðgerð á stofnæð hitaveitunnar við Valsheimiliið fór lögnin í sundur.

Starfsmenn Veitna vinna að viðgerð og að því að setja vatn aftur á kerfið með öðrum leiðum.

Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna, segir að vonast sé til að viðgerðum verði lokið upp úr miðnætti.

Í tilkynningu frá Veitum er fólki bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Í kuldatíð er ráðlegt að hafa glugga lokaða og útidyr ekki opnar lengur en þörf krefur til að koma í veg fyrir að það kólni.

Bilunin tengist stórum leka sem varð á svipuðum stað í desember. Svo virðist sem að sá leki hafi valdið skemmdum á lögninni og verður hún tekin úr rekstri.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.