„Ég fer ekki aftur í Söngvakeppnina“ Stefán Árni Pálsson skrifar 25. mars 2020 16:46 Daði ætlar ekki að taka þátt í Söngvakeppninni aftur. Hann getur aftur á móti hugsað sér að semja lag. „Fyrir mig persónulega er þetta ekkert rosalega svekkjandi þannig séð en mér finnst leiðinlegt að hafa misst af tækifærinu að prófa þetta og taka þátt í þessu brjálæði sem Eurovision er,“ segir Daði Freyr í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Í síðustu viku var tilkynnt að lög sem höfðu verið valin til þátttöku í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár verða ekki gjaldgeng þegar keppnin verður að haldin að ári liðnu. Fáir misstu af því þegar tilkynnt var að ekkert verði af Eurovision í ár, sem átti að fara fram í Rotterdam í maí. Framlagi Íslands, laginu Think About Things í flutningi Daða Freys Péturssonar og Gagnamagnsins, hafði verið spáð góðu gengi í keppninni og var jafnan í efstu sætum hjá veðbönkum. „Fyrir minn ferill hefur þetta verið rosalega mikill stökkpallur og því get ég ekki kvartað mikið. Nú er ég kominn með bókara og er að tala við útgáfufyrirtæki og það eru öll plötufyrirtækin að reyna ná í mig,“ segir Daði sem var því næst spurður hvort hann væri til í að taka aftur þátt í Söngvakeppninni. „Nei, ég mun ekki taka þátt í Söngvakeppninni. Við erum búin að vinna þessa keppni einu sinni og ef ég myndi fara aftur þá myndi manni finnast eins og fólk ætti bara að kjósa mann út af því að við vorum búin að vinna einu sinni og fórum ekki í keppnina. Það myndi síðan ekki koma vel út fyrir mig að taka aftur þátt og vinna ekki keppnina.“ Vangaveltur hafa verið í samfélaginu um það hvort rétt væri að leyfa Daða Frey að semja lag eða lög fyrir keppnina á næsta ári. Mögulega gæti þjóðin kosið á milli slíkra laga sem myndi þýða breytt fyrirkomulag hjá Ríkissjónvarpinu með Söngvakeppnina. „Ég er mögulega til í að semja lag en ég fer ekki aftur í Söngvakeppnina,“ segir Daði Freyr. Eurovision Tónlist Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Menning Fleiri fréttir „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Sjá meira
„Fyrir mig persónulega er þetta ekkert rosalega svekkjandi þannig séð en mér finnst leiðinlegt að hafa misst af tækifærinu að prófa þetta og taka þátt í þessu brjálæði sem Eurovision er,“ segir Daði Freyr í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Í síðustu viku var tilkynnt að lög sem höfðu verið valin til þátttöku í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár verða ekki gjaldgeng þegar keppnin verður að haldin að ári liðnu. Fáir misstu af því þegar tilkynnt var að ekkert verði af Eurovision í ár, sem átti að fara fram í Rotterdam í maí. Framlagi Íslands, laginu Think About Things í flutningi Daða Freys Péturssonar og Gagnamagnsins, hafði verið spáð góðu gengi í keppninni og var jafnan í efstu sætum hjá veðbönkum. „Fyrir minn ferill hefur þetta verið rosalega mikill stökkpallur og því get ég ekki kvartað mikið. Nú er ég kominn með bókara og er að tala við útgáfufyrirtæki og það eru öll plötufyrirtækin að reyna ná í mig,“ segir Daði sem var því næst spurður hvort hann væri til í að taka aftur þátt í Söngvakeppninni. „Nei, ég mun ekki taka þátt í Söngvakeppninni. Við erum búin að vinna þessa keppni einu sinni og ef ég myndi fara aftur þá myndi manni finnast eins og fólk ætti bara að kjósa mann út af því að við vorum búin að vinna einu sinni og fórum ekki í keppnina. Það myndi síðan ekki koma vel út fyrir mig að taka aftur þátt og vinna ekki keppnina.“ Vangaveltur hafa verið í samfélaginu um það hvort rétt væri að leyfa Daða Frey að semja lag eða lög fyrir keppnina á næsta ári. Mögulega gæti þjóðin kosið á milli slíkra laga sem myndi þýða breytt fyrirkomulag hjá Ríkissjónvarpinu með Söngvakeppnina. „Ég er mögulega til í að semja lag en ég fer ekki aftur í Söngvakeppnina,“ segir Daði Freyr.
Eurovision Tónlist Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Menning Fleiri fréttir „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Sjá meira