„Ég fer ekki aftur í Söngvakeppnina“ Stefán Árni Pálsson skrifar 25. mars 2020 16:46 Daði ætlar ekki að taka þátt í Söngvakeppninni aftur. Hann getur aftur á móti hugsað sér að semja lag. „Fyrir mig persónulega er þetta ekkert rosalega svekkjandi þannig séð en mér finnst leiðinlegt að hafa misst af tækifærinu að prófa þetta og taka þátt í þessu brjálæði sem Eurovision er,“ segir Daði Freyr í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Í síðustu viku var tilkynnt að lög sem höfðu verið valin til þátttöku í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár verða ekki gjaldgeng þegar keppnin verður að haldin að ári liðnu. Fáir misstu af því þegar tilkynnt var að ekkert verði af Eurovision í ár, sem átti að fara fram í Rotterdam í maí. Framlagi Íslands, laginu Think About Things í flutningi Daða Freys Péturssonar og Gagnamagnsins, hafði verið spáð góðu gengi í keppninni og var jafnan í efstu sætum hjá veðbönkum. „Fyrir minn ferill hefur þetta verið rosalega mikill stökkpallur og því get ég ekki kvartað mikið. Nú er ég kominn með bókara og er að tala við útgáfufyrirtæki og það eru öll plötufyrirtækin að reyna ná í mig,“ segir Daði sem var því næst spurður hvort hann væri til í að taka aftur þátt í Söngvakeppninni. „Nei, ég mun ekki taka þátt í Söngvakeppninni. Við erum búin að vinna þessa keppni einu sinni og ef ég myndi fara aftur þá myndi manni finnast eins og fólk ætti bara að kjósa mann út af því að við vorum búin að vinna einu sinni og fórum ekki í keppnina. Það myndi síðan ekki koma vel út fyrir mig að taka aftur þátt og vinna ekki keppnina.“ Vangaveltur hafa verið í samfélaginu um það hvort rétt væri að leyfa Daða Frey að semja lag eða lög fyrir keppnina á næsta ári. Mögulega gæti þjóðin kosið á milli slíkra laga sem myndi þýða breytt fyrirkomulag hjá Ríkissjónvarpinu með Söngvakeppnina. „Ég er mögulega til í að semja lag en ég fer ekki aftur í Söngvakeppnina,“ segir Daði Freyr. Eurovision Tónlist Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Fleiri fréttir Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni Sjá meira
„Fyrir mig persónulega er þetta ekkert rosalega svekkjandi þannig séð en mér finnst leiðinlegt að hafa misst af tækifærinu að prófa þetta og taka þátt í þessu brjálæði sem Eurovision er,“ segir Daði Freyr í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Í síðustu viku var tilkynnt að lög sem höfðu verið valin til þátttöku í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár verða ekki gjaldgeng þegar keppnin verður að haldin að ári liðnu. Fáir misstu af því þegar tilkynnt var að ekkert verði af Eurovision í ár, sem átti að fara fram í Rotterdam í maí. Framlagi Íslands, laginu Think About Things í flutningi Daða Freys Péturssonar og Gagnamagnsins, hafði verið spáð góðu gengi í keppninni og var jafnan í efstu sætum hjá veðbönkum. „Fyrir minn ferill hefur þetta verið rosalega mikill stökkpallur og því get ég ekki kvartað mikið. Nú er ég kominn með bókara og er að tala við útgáfufyrirtæki og það eru öll plötufyrirtækin að reyna ná í mig,“ segir Daði sem var því næst spurður hvort hann væri til í að taka aftur þátt í Söngvakeppninni. „Nei, ég mun ekki taka þátt í Söngvakeppninni. Við erum búin að vinna þessa keppni einu sinni og ef ég myndi fara aftur þá myndi manni finnast eins og fólk ætti bara að kjósa mann út af því að við vorum búin að vinna einu sinni og fórum ekki í keppnina. Það myndi síðan ekki koma vel út fyrir mig að taka aftur þátt og vinna ekki keppnina.“ Vangaveltur hafa verið í samfélaginu um það hvort rétt væri að leyfa Daða Frey að semja lag eða lög fyrir keppnina á næsta ári. Mögulega gæti þjóðin kosið á milli slíkra laga sem myndi þýða breytt fyrirkomulag hjá Ríkissjónvarpinu með Söngvakeppnina. „Ég er mögulega til í að semja lag en ég fer ekki aftur í Söngvakeppnina,“ segir Daði Freyr.
Eurovision Tónlist Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Fleiri fréttir Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni Sjá meira