Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar

Ríkisstjórnin fundaði um hertar aðgerðir vegna kórónuveirunnar til síðdegis. Búið er að takmarka enn fremur fjölda þeirra sem mega koma saman og loka tiltekinni starfsemi þar sem nánd er mikil. Nýtt hámark er nú 20 manns, en það var áður 100.

Rætt verður við heilbrigðisráðherra um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Metfjöldi kórónuveirusmita greindist hér á landi síðasta sólarhringinn en yfir níutíu ný smit voru skráð. Sóttvarnarlæknir segir þetta sýna að faraldurinn sé í uppsveiflu. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum. Þá verður rætt við sveitastjóra Húnaþings vestra en allt sveitafélagið hefur verið sett í svokallaða úrvinnslusóttkví þar sem einungis einn í einu má yfirgefa heimilið.

Þá verður farið yfir stöðuna á erlendri grundu en flest ríki hafa um helgina hert aðgerðir sínar til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar. Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunra, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×