Allar flugleiðir til landsins gætu lokast næstu mánaðamót Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. mars 2020 09:00 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm Utanríkisráðherra hvetur Íslendinga erlendis til að snúa heim strax vegna þess að um næstu mánaðamót gætu allar flugleiðir hafa lokast vegna kórónuveirunnar. Þetta kemur fram í Facebook-færslu ráðherra sem birt var í gærmorgun. „Nú þegar eru flugsamgöngur afar takmarkaðar. Þeir Íslendingar sem hyggja á heimkomu þurfa að snúa heim strax, skrá sig í grunn borgaraþjónustunnar og hafa beint samband ef þeir verða strandaglópar. Um mánaðamótin gætu allar flugleiðir hafa lokast,“ skrifar Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra á Facebook-síðu sinni. Þá kvað hann símafund með utanríkisráðherrum hinna Norðurlanda sem haldinn var á föstudag hafa gengið vel. Þar hafi verið lýst yfir sérstakri ánægju með samkomulag sem tekist hefði milli ríkjanna um enn frekara samstarf um borgaraþjónustu til að koma þeim Norðurlandabúum til aðstoðar sem eiga á hættu að verða strandaglópar. Eins og áður segir hvetur ráðherra Íslendinga erlendis til að hafa samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins. Mikið hafi mætt á henni undanfarnar vikur. „Borgaraþjónustan veitir Íslendingum vernd og aðstoð í neyðartilfellum erlendis og er ein af grunnstoðum utanríkisþjónustunnar. Frá því um síðustu helgi hefur borgaraþjónusta utanríkisþjónustunnar svarað um 2 þúsund erindum og miðlað upplýsingum til rúmlega 9 þúsund manns sem skráðir eru í gagnagrunn borgaraþjónustunnar sem fór í loftið 25. febrúar vegna COVID-19.“ Utanríkismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flestum flugferðum aflýst og sárafáir ferðamenn að koma Sárafáir ferðamenn koma til landsins þessa dagana og segir ferðamálastjóri fjölda þeirra sem fara um Leifsstöð vera allt niður í fjórðung af því sem áður var. Hann vonar að landsmönnum sem ferðast innanlands fjölgi í sumar. 21. mars 2020 16:30 Tæplega 3.000 Íslendingar komust heim frá Spáni Tæplega 3.000 Íslendingar sem voru í ferðum á Spáni vegum þriggja ferðaskrifstofa komu fyrr heim vegna kórónuveirufaraldursins. Síðasta beina flugið frá Spáni er á morgun. 20. mars 2020 18:28 Ísland tekur þátt í ferðabanni ESB Ísland mun taka þátt í ferðabanni ásamt öðrum Schengen ríkjum. Þetta segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. 20. mars 2020 13:40 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Utanríkisráðherra hvetur Íslendinga erlendis til að snúa heim strax vegna þess að um næstu mánaðamót gætu allar flugleiðir hafa lokast vegna kórónuveirunnar. Þetta kemur fram í Facebook-færslu ráðherra sem birt var í gærmorgun. „Nú þegar eru flugsamgöngur afar takmarkaðar. Þeir Íslendingar sem hyggja á heimkomu þurfa að snúa heim strax, skrá sig í grunn borgaraþjónustunnar og hafa beint samband ef þeir verða strandaglópar. Um mánaðamótin gætu allar flugleiðir hafa lokast,“ skrifar Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra á Facebook-síðu sinni. Þá kvað hann símafund með utanríkisráðherrum hinna Norðurlanda sem haldinn var á föstudag hafa gengið vel. Þar hafi verið lýst yfir sérstakri ánægju með samkomulag sem tekist hefði milli ríkjanna um enn frekara samstarf um borgaraþjónustu til að koma þeim Norðurlandabúum til aðstoðar sem eiga á hættu að verða strandaglópar. Eins og áður segir hvetur ráðherra Íslendinga erlendis til að hafa samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins. Mikið hafi mætt á henni undanfarnar vikur. „Borgaraþjónustan veitir Íslendingum vernd og aðstoð í neyðartilfellum erlendis og er ein af grunnstoðum utanríkisþjónustunnar. Frá því um síðustu helgi hefur borgaraþjónusta utanríkisþjónustunnar svarað um 2 þúsund erindum og miðlað upplýsingum til rúmlega 9 þúsund manns sem skráðir eru í gagnagrunn borgaraþjónustunnar sem fór í loftið 25. febrúar vegna COVID-19.“
Utanríkismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flestum flugferðum aflýst og sárafáir ferðamenn að koma Sárafáir ferðamenn koma til landsins þessa dagana og segir ferðamálastjóri fjölda þeirra sem fara um Leifsstöð vera allt niður í fjórðung af því sem áður var. Hann vonar að landsmönnum sem ferðast innanlands fjölgi í sumar. 21. mars 2020 16:30 Tæplega 3.000 Íslendingar komust heim frá Spáni Tæplega 3.000 Íslendingar sem voru í ferðum á Spáni vegum þriggja ferðaskrifstofa komu fyrr heim vegna kórónuveirufaraldursins. Síðasta beina flugið frá Spáni er á morgun. 20. mars 2020 18:28 Ísland tekur þátt í ferðabanni ESB Ísland mun taka þátt í ferðabanni ásamt öðrum Schengen ríkjum. Þetta segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. 20. mars 2020 13:40 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Flestum flugferðum aflýst og sárafáir ferðamenn að koma Sárafáir ferðamenn koma til landsins þessa dagana og segir ferðamálastjóri fjölda þeirra sem fara um Leifsstöð vera allt niður í fjórðung af því sem áður var. Hann vonar að landsmönnum sem ferðast innanlands fjölgi í sumar. 21. mars 2020 16:30
Tæplega 3.000 Íslendingar komust heim frá Spáni Tæplega 3.000 Íslendingar sem voru í ferðum á Spáni vegum þriggja ferðaskrifstofa komu fyrr heim vegna kórónuveirufaraldursins. Síðasta beina flugið frá Spáni er á morgun. 20. mars 2020 18:28
Ísland tekur þátt í ferðabanni ESB Ísland mun taka þátt í ferðabanni ásamt öðrum Schengen ríkjum. Þetta segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. 20. mars 2020 13:40