Djúp lægð nálgast landið Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. mars 2020 08:06 Gular viðvaranir eru í gildi víða á landinu á morgun. Skjáskot/veðurstofan Búast má við suðvestanátt og kólnandi veðri í dag, víða verður strekkingsvindur og éljagangur þegar kemur fram á daginn en léttir til austanlands í kvöld. Á morgun nálgast svo djúp lægð úr suðvestri og það gengur í sunnan- og suðaustan hvassviðri eða storm, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Þessu fylgir slydda eða snjókoma og síðar talsverð rigning sunnan- og vestantil á landinu með tilheyrandi leysingum. Hiti verður eitt til sex stig síðdegis. Gular viðvaranir eru í gildi víða á landinu á morgun, sunnudag. Þær taka fyrst gildi á Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði og Miðhálendinu um og laust eftir hádegi. Síðdegis bætast viðvaranir við á Ströndum, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. Búast má við stormi eða hvassviðri allt að 23 m/s og snörpum vindhviðum við fjöll. „Hækkandi hitastig, aukið afrennsli og vatnavextir í ám og lækjum. Mikilvægt er að hreinsa frá niðurföllum ti lað forðast vatsntjoń vegna rigningar og leysingavatns. Fólk er hvatt til að sýna aðgát.“ Þá er fólki víða ráðið frá ferðalögum á meðan viðvaranir eru í gildi en þær ganga flestar yfir annað kvöld. Á mánudag er útlit fyrir nokkuð hvassa suðvestanátt. Skúrir eða él, en þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. Á vef Vegagerðarinnar segir að vetrarfærð sé í flestum landshlutum. „Unnið er að mokstri víðast hvar um landið. Allvíða vantar vegstikur eða þær eru á kafi í snjó.“ Hægt er að fylgjast með færð á vegum í rauntíma á vef Vegagerðarinnar. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á sunnudag: Gengur í sunnan hvassviðri eða storm, fyrst SV-lands. Snjókoma eða slydda, en síðar hláka um allt land með talsverðri rigningu S- og V-til. Úrkomulítið á NA-verðu landinu. Hiti 1 til 6 stig síðdegis. Á mánudag: Suðvestanátt með hvössum skúrum eða éljum, en þurrt á NA- og A-landi. Hiti 0 til 5 stig. Á þriðjudag og miðvikudag: Suðvestanátt og él, en bjartviðri á N- og A-landi. Víða vægt frost. Á fimmtudag og föstudag: Vestlæg átt og dálítil él, en léttir víða til á föstudag. Veður Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira
Búast má við suðvestanátt og kólnandi veðri í dag, víða verður strekkingsvindur og éljagangur þegar kemur fram á daginn en léttir til austanlands í kvöld. Á morgun nálgast svo djúp lægð úr suðvestri og það gengur í sunnan- og suðaustan hvassviðri eða storm, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Þessu fylgir slydda eða snjókoma og síðar talsverð rigning sunnan- og vestantil á landinu með tilheyrandi leysingum. Hiti verður eitt til sex stig síðdegis. Gular viðvaranir eru í gildi víða á landinu á morgun, sunnudag. Þær taka fyrst gildi á Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði og Miðhálendinu um og laust eftir hádegi. Síðdegis bætast viðvaranir við á Ströndum, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. Búast má við stormi eða hvassviðri allt að 23 m/s og snörpum vindhviðum við fjöll. „Hækkandi hitastig, aukið afrennsli og vatnavextir í ám og lækjum. Mikilvægt er að hreinsa frá niðurföllum ti lað forðast vatsntjoń vegna rigningar og leysingavatns. Fólk er hvatt til að sýna aðgát.“ Þá er fólki víða ráðið frá ferðalögum á meðan viðvaranir eru í gildi en þær ganga flestar yfir annað kvöld. Á mánudag er útlit fyrir nokkuð hvassa suðvestanátt. Skúrir eða él, en þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. Á vef Vegagerðarinnar segir að vetrarfærð sé í flestum landshlutum. „Unnið er að mokstri víðast hvar um landið. Allvíða vantar vegstikur eða þær eru á kafi í snjó.“ Hægt er að fylgjast með færð á vegum í rauntíma á vef Vegagerðarinnar. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á sunnudag: Gengur í sunnan hvassviðri eða storm, fyrst SV-lands. Snjókoma eða slydda, en síðar hláka um allt land með talsverðri rigningu S- og V-til. Úrkomulítið á NA-verðu landinu. Hiti 1 til 6 stig síðdegis. Á mánudag: Suðvestanátt með hvössum skúrum eða éljum, en þurrt á NA- og A-landi. Hiti 0 til 5 stig. Á þriðjudag og miðvikudag: Suðvestanátt og él, en bjartviðri á N- og A-landi. Víða vægt frost. Á fimmtudag og föstudag: Vestlæg átt og dálítil él, en léttir víða til á föstudag.
Veður Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira