Einn maður var handtekinn á vettvangi brunans á skemmtistaðnum Pablo Discobar við Ingólfstorg. Ekki hefur fengist staðfest hjá lögreglu hvort maðurinn sé grunaður um aðild að brunanum.
Rétt eftir klukkan ellefu í kvöld barst tilkynning um að kviknað væri í efstu hæð skemmtistaðarins Pablo Discobar við Veltusund. Eldurinn er að mestu staðbundinn við þakið og rýkur mikið úr því.

Slökkviliðið vinnur nú að því að rífa þak hússins en einnig beinast aðgerðir slökkviliðs að því að hindra að eldurinn breiðist út til nærliggjandi húsa. Slökkviliðsmenn frá öllum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu eru á staðnum.