Konur eiga ekki að bera sig saman við aðrar konur fyrir launaviðtal Stefán Árni Pálsson skrifar 17. mars 2020 12:32 Tobba Marínós fer um víðan völl í þættinum. Athafnarkonan Tobba Marinósdóttir stofnaði á dögunum nýtt fyrirtæki sem ber heitið Náttúrulega gott og framleiðir hún handgert granóla ásamt móður sinni Guðbjörgu Birkisdóttur. Tobba hefur komið víða við á sínum ferli og starfaði hún í áraraðir í fjölmiðlum. Hún hefur í gengum tíðina aldrei verið í vandræðum með að fá fín störf og hefur sannarlega komið víða við á sínum starfsferli. Tobba var gestur síðustu viku í Einkalífinu og hefur hún miklar og harðar skoðanir á launum kvenna í samfélaginu. „Ég hef alltaf verið frekar hátt launuð og verið í stjórnendastöðum og verið mjög vel sett og það er því frekar erfitt að taka þá ákvörðun að vera með 25% af þínum venjulegu launum,“ segir Tobba sem varð að taka á sig mikla launalækkun þegar hún fór út í granólabransann. Í dag er hún á frumkvöðlastyrk frá Nýsköpunarsjóði. „Þú skeinir þér á svona þynnsta klósettpappírnum þá mánuði sem þú ert á honum. Ég er ekki dottin í Slots bjórinn en það er stutt í það.“ Eins og áður segir hefur Tobba miklar skoðanir á launum kvenna. „Ég hef mikið skrifað um það og lokaritgerð mín í mastersnáminu fjallaði meðal annars um það hvað þetta er sturlað. Fyrsta dæmið er að við konur viljum fá sömu laun og karlmenn en hvað gerum við þegar við förum í launaviðtal, við berum okkur saman við hvor aðra. Þá er ég aldrei að fara fá sömu laun og karlmaður ef ég er alltaf að spyrja aðrar guggur. Ég ætti frekar að spyrja karlmann hvað hann væri með í laun. Við berum okkur saman og höldum því kannski ómeðvitað hvor annarri niðri.“ Hún segir að það virðist vera þannig að almennt þurfi konur að biðja oftar um launahækkun en karlmenn. „Og þurfa að biðja með meiri þunga á meðan karlmenn virðast bara fá launin. Nú hef ég tekið þónokkur launaviðtöl við karlmenn og konur og alltaf biðja strákarnir um hærri laun sem er svo svekkjandi.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Tobba einnig um upphaf fjölmiðlaferilsins, móðurhlutverkið, fæðingar, brúðkaupið á Ítalíu síðasta sumar, nýja fyrirtækið, álagið að vera ofurkona, hvernig hún tekst á við áföll en hún missti systur sína fyrir nokkrum árum og margt fleira. Rekinn úr draumadjobbinu Sér eftir síðustu orðunum við föður sinn Einkalífið Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Fleiri fréttir Aron Kristinn og Lára búin að eiga Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira
Athafnarkonan Tobba Marinósdóttir stofnaði á dögunum nýtt fyrirtæki sem ber heitið Náttúrulega gott og framleiðir hún handgert granóla ásamt móður sinni Guðbjörgu Birkisdóttur. Tobba hefur komið víða við á sínum ferli og starfaði hún í áraraðir í fjölmiðlum. Hún hefur í gengum tíðina aldrei verið í vandræðum með að fá fín störf og hefur sannarlega komið víða við á sínum starfsferli. Tobba var gestur síðustu viku í Einkalífinu og hefur hún miklar og harðar skoðanir á launum kvenna í samfélaginu. „Ég hef alltaf verið frekar hátt launuð og verið í stjórnendastöðum og verið mjög vel sett og það er því frekar erfitt að taka þá ákvörðun að vera með 25% af þínum venjulegu launum,“ segir Tobba sem varð að taka á sig mikla launalækkun þegar hún fór út í granólabransann. Í dag er hún á frumkvöðlastyrk frá Nýsköpunarsjóði. „Þú skeinir þér á svona þynnsta klósettpappírnum þá mánuði sem þú ert á honum. Ég er ekki dottin í Slots bjórinn en það er stutt í það.“ Eins og áður segir hefur Tobba miklar skoðanir á launum kvenna. „Ég hef mikið skrifað um það og lokaritgerð mín í mastersnáminu fjallaði meðal annars um það hvað þetta er sturlað. Fyrsta dæmið er að við konur viljum fá sömu laun og karlmenn en hvað gerum við þegar við förum í launaviðtal, við berum okkur saman við hvor aðra. Þá er ég aldrei að fara fá sömu laun og karlmaður ef ég er alltaf að spyrja aðrar guggur. Ég ætti frekar að spyrja karlmann hvað hann væri með í laun. Við berum okkur saman og höldum því kannski ómeðvitað hvor annarri niðri.“ Hún segir að það virðist vera þannig að almennt þurfi konur að biðja oftar um launahækkun en karlmenn. „Og þurfa að biðja með meiri þunga á meðan karlmenn virðast bara fá launin. Nú hef ég tekið þónokkur launaviðtöl við karlmenn og konur og alltaf biðja strákarnir um hærri laun sem er svo svekkjandi.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Tobba einnig um upphaf fjölmiðlaferilsins, móðurhlutverkið, fæðingar, brúðkaupið á Ítalíu síðasta sumar, nýja fyrirtækið, álagið að vera ofurkona, hvernig hún tekst á við áföll en hún missti systur sína fyrir nokkrum árum og margt fleira. Rekinn úr draumadjobbinu Sér eftir síðustu orðunum við föður sinn
Einkalífið Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Fleiri fréttir Aron Kristinn og Lára búin að eiga Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira