Innlent

„Þetta ár má eiga sig“

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Þórhallur Friðjónsson hjá Björgunarsveitinni Ársæli hefur staðið vaktina fyrir þessi áramót.
Þórhallur Friðjónsson hjá Björgunarsveitinni Ársæli hefur staðið vaktina fyrir þessi áramót. Vísir/Einar

Flugeldasala hefur verið með besta móti í ár en í dag er stærsti dagur ársins á sölustöðum björgunarsveitanna.

Það hefur verið annasamt á flugeldasölum um land allt síðustu daga og í morgun var nóg að gera hjá starfsmönnum flugeldasölu Björgunarsveitarinnar Ársæls í Lágmúla við að fylla á fyrir daginn. Sölustaðir björgunarsveitanna eru opnir til fjögur og er búist við að margir mæti til að kaupa sér flugelda.

Þórhallur Friðjónsson sölustjóri í Lágmúla hjá Björgunarsveitinni Ársæl segir söluna á flugeldum hafa gengið vel. 

„Vonum framar. Við erum að prófa núna nýtt í ár sem er netsala. Það hefur gengið bara mjög vel og landsmenn búnir að taka mjög vel við sér. Koma fyrr á svæðið og við selt vel en stóri dagurinn er náttúrulega í dag“.

Hann segir jafnan mest að gera á sölustöðunum á gamlársdag. „Við seljum langmest núna eftir hádegi.“ 

Stór hluti allra þeirra flugelda sem seldir eru eru seldir á gamlársdag. „Það er um tveir þriðju sko. Það rýkur mjög hratt út á sölustöðunum okkar eftir hádegi í dag.“

Ýmsar skotkökur eru vinsælar í ár og segir Þórhallur marga ætla að klára árið með stæl. „Við ætlum að skjóta þessu ári vel upp. Ég ætla nú ekki blóta hérna en þetta ár má eiga sig.“


Tengdar fréttir

Skotglaðir trufluðu í öllum hverfum

Mjög bar á tilkynningum um hávaða eða ónæði vegna flugeldasprenginga í öllum hverfum höfuðborgarsvæðisins í gærkvöldi og í nótt, að því er segir í dagbók lögreglu. Hið sama var uppi á teningnum í fyrrinótt.

Allt að tíu stiga frost í dag

Í kvöld er útlit fyrir mjög hægan vind víðast hvar á landinu. Það hefur í för með sér að flugeldaryk safnast auðveldlega upp og loftgæði dvína hratt, að því er segir í athugasemd veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands um veðrið á gamlárskvöld.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.