Rannsaka dauðsfall á réttargeðdeild Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. desember 2020 18:31 Ungur karlmaður á sjálfsvígsgát á réttargeðdeild svipti sig lífi á jóladag. Málið er í rannsókn lögreglu og óháður aðili verður fenginn til að fara yfir verkferla. Yfirlæknir segir að harmleikur sem þessi eigi ekki að geta gerst. Maðurinn var talinn í bráðri sjálfsvígshættu og því á svokallaðri sólarhringsvöktun á sjálfsvígsgát á réttargeðdeild Landspítalans. Um er að ræða afar strangt eftirlit sem felur í sér vöktun með viðkomandi á fimm til fimmtán mínútna fresti, og samkvæmt upplýsingum frá yfirlækni á deildinni á svona harmleikur ekki að geta gerst. Hann gat hins vegar ekki tjáð sig nánar um málið að svo stöddu. Málið er á borði lögreglunnar og hafa ekki fengist upplýsingar um hvort eftirliti hafi verið ábótavant, en fenginn verður óháður aðili innan Landspítalans til að fara yfir verkferla. Ráðist var í talsverðar úrbætur á geðdeild Landspítalans árið 2017 eftir að tveir einstaklingar sviptu sig lífi með aðeins tíu daga millibili. Greining á geðdeildum spítalans leiddi í ljóst að ástandið var verra en talið var í upphafi og því ákveðið að gera breytingar á starfseminni. Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Pieta samtakanna, segir það þyngra en tárum taki að heyra svona fregnir. Draga þurfi lærdóm af málum sem þessum. „Sjálfsvíg er harmleikur, og sjálfsvíg er slys. Slys geta gerst alls staðar. Ég get ekki ímyndað mér annað en að allir þeir sem sem að þessum einstakling koma, starfsfólk réttargeðdeildar og aðrir, séu gjörsamlega miður sín og í öngum sínum,” segir Kristín. Hún segir að sjálfsvígum hafi því miður fjölgað í ár, þó ástæðurnar séu óvitaðar. Mikilvægt sé að ræða málefnið, halda áfram forvörnum og að upplýsa fólk um að aðstoð sé til staðar. „Það sem gerist þegar einstaklingur tekur lífið sitt er að það hefur áhrif á svo marga. Sorgin flyst yfir á aðra og oft eru heilu kynslóðirnar litaðar af sjálfsvígi sem varð einhvern tímann og fólk er enn að glíma við afleiðingarnar. Þannig að okkur er mjög mikilvægt að fólk viti að það séu til leiðir til að vinna úr sálrænum sársauka, meðal annars hjá okkur í Pieta, og fjöldanum öllum af góðum samtökum sem eru að vinna starf í því að finna vonina.” Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218. Landspítalinn Fangelsismál Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fleiri fréttir Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Sjá meira
Maðurinn var talinn í bráðri sjálfsvígshættu og því á svokallaðri sólarhringsvöktun á sjálfsvígsgát á réttargeðdeild Landspítalans. Um er að ræða afar strangt eftirlit sem felur í sér vöktun með viðkomandi á fimm til fimmtán mínútna fresti, og samkvæmt upplýsingum frá yfirlækni á deildinni á svona harmleikur ekki að geta gerst. Hann gat hins vegar ekki tjáð sig nánar um málið að svo stöddu. Málið er á borði lögreglunnar og hafa ekki fengist upplýsingar um hvort eftirliti hafi verið ábótavant, en fenginn verður óháður aðili innan Landspítalans til að fara yfir verkferla. Ráðist var í talsverðar úrbætur á geðdeild Landspítalans árið 2017 eftir að tveir einstaklingar sviptu sig lífi með aðeins tíu daga millibili. Greining á geðdeildum spítalans leiddi í ljóst að ástandið var verra en talið var í upphafi og því ákveðið að gera breytingar á starfseminni. Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Pieta samtakanna, segir það þyngra en tárum taki að heyra svona fregnir. Draga þurfi lærdóm af málum sem þessum. „Sjálfsvíg er harmleikur, og sjálfsvíg er slys. Slys geta gerst alls staðar. Ég get ekki ímyndað mér annað en að allir þeir sem sem að þessum einstakling koma, starfsfólk réttargeðdeildar og aðrir, séu gjörsamlega miður sín og í öngum sínum,” segir Kristín. Hún segir að sjálfsvígum hafi því miður fjölgað í ár, þó ástæðurnar séu óvitaðar. Mikilvægt sé að ræða málefnið, halda áfram forvörnum og að upplýsa fólk um að aðstoð sé til staðar. „Það sem gerist þegar einstaklingur tekur lífið sitt er að það hefur áhrif á svo marga. Sorgin flyst yfir á aðra og oft eru heilu kynslóðirnar litaðar af sjálfsvígi sem varð einhvern tímann og fólk er enn að glíma við afleiðingarnar. Þannig að okkur er mjög mikilvægt að fólk viti að það séu til leiðir til að vinna úr sálrænum sársauka, meðal annars hjá okkur í Pieta, og fjöldanum öllum af góðum samtökum sem eru að vinna starf í því að finna vonina.” Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.
Landspítalinn Fangelsismál Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fleiri fréttir Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Sjá meira