Meirihluti fylgjandi því að bólusetning gegn Covid-19 verði skylda Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. desember 2020 06:51 Frá afhendingu fyrstu bóluefnaskammtanna frá Pfizer í gær. Alls komu 10 þúsund skammtar sem rúmast í kössunum tveimur sem sjást á myndinni. Vísir/Egill Sex af hverjum tíu sem tóku afstöðu í nýrri könnun sem Zenter rannsóknir unnu fyrir Fréttablaðið vilja að bólusetning gegn Covid-19 eigi að vera skylda hér á landi. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag en bólusetning gegn Covid-19 hefst klukkan níu í dag þegar fjórir heilbrigðisstarfsmenn verða bólusettir. Fram hefur komið að fólk verði ekki skyldað í bólusetningu en stjórnvöld vonast til að sem flestir láti bólusetja sig til að ná upp hjarðónæmi gegn sjúkdómnum. Samkvæmt könnun Zenter rannsókna eru 34 prósent þeirra sem svar mjög fylgjandi því að gera bólusetningu að skyldu og 24 prósent eru frekar sammála. Tæplega fjórðungur er ósammála því að bólusetning gegn Covid-19 eigi að vera skylda; tíu prósent eru mjög ósammála og fjórtán prósent frekar ósammála. Þá eru fjórtán prósent sem segjast hvorki sammála né ósammála og fjögur prósent taka ekki afstöðu. Að því er segir í frétt Fréttablaðsins eru íbúar á landsbyggðinni líklegri en höfuðborgarbúar til þess að vera sammála því að bólusetningin eigi að vera skylda eða 65 prósent á móti 58 prósentum. Þá eru einstaklingar 65 ára og eldri líklegastir til að vera fylgjandi bólusetningarskyldu eða alls 70 prósent. Mesta andstaðan við bólusetningarskyldu er hins vegar í aldurshópnum 45 til 54 ára. Þar eru 30 prósent á móti en 53 prósent fylgjandi. Andstaðan meiri eftir því sem menntunarstig er hærra Eina mynstrið sem sjá má í niðurstöðum könnunarinnar er að andstaðan við bólusetningarskyldu verður meiri eftir því sem menntunarstig er hærra. Þannig er 31 prósent fólks sem er með framhaldsmenntun úr háskóla ósammála því að bólusetning gegn Covid-19 eigi að vera skylda. 51 prósent er fylgjandi skyldu. 20 prósent fólks með grunnskólapróf eru aftur á móti andsnúin bólusetningarskyldu á meðan 67 prósent þeirra eru fylgjandi. Þá er áhugavert að rýna í niðurstöðurnar með tilliti til stjórnmálaskoðana þeirra sem svöruð. Kjósendur Pírata og Vinstri grænna eru líklegastir til að styðja bólusetningarskyldu, eða 66 og 65 prósent. Mesta andstaðan hjá kjósendum Miðflokksins 63 prósent kjósenda Framsóknarflokksins eru fylgjandi og ellefu prósent á móti, 61 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins er fylgjandi bólusetningarskyldu og 25 prósent á móti. 31 prósent kjósenda Samfylkingarinnar eru á móti bólusetningarskyldu en 58 prósent eru henni fylgjandi og eru tölurnar svipaðar hjá stuðningsmönnum Flokks fólksins og Viðreisnar. Mesta andstaðan við að bólusetning gegn Covid-19 eigi að vera skylda er hjá kjósendum Miðflokksins. Á meðal þeirra eru 34 prósent á móti en 60 prósent fylgjandi. Könnunin var send á könnunarhóp Zenter rannsókna og var svartíminn frá 11. til 19. desember. Í hópnum voru 2.500 einstaklingar á Íslandi, átján ára og eldri og voru svör þeirra vegin eftir kyni, aldri og búsetu. Alls svaraði 1.331, eða 52,8 prósent. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Skoðanakannanir Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Sjá meira
Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag en bólusetning gegn Covid-19 hefst klukkan níu í dag þegar fjórir heilbrigðisstarfsmenn verða bólusettir. Fram hefur komið að fólk verði ekki skyldað í bólusetningu en stjórnvöld vonast til að sem flestir láti bólusetja sig til að ná upp hjarðónæmi gegn sjúkdómnum. Samkvæmt könnun Zenter rannsókna eru 34 prósent þeirra sem svar mjög fylgjandi því að gera bólusetningu að skyldu og 24 prósent eru frekar sammála. Tæplega fjórðungur er ósammála því að bólusetning gegn Covid-19 eigi að vera skylda; tíu prósent eru mjög ósammála og fjórtán prósent frekar ósammála. Þá eru fjórtán prósent sem segjast hvorki sammála né ósammála og fjögur prósent taka ekki afstöðu. Að því er segir í frétt Fréttablaðsins eru íbúar á landsbyggðinni líklegri en höfuðborgarbúar til þess að vera sammála því að bólusetningin eigi að vera skylda eða 65 prósent á móti 58 prósentum. Þá eru einstaklingar 65 ára og eldri líklegastir til að vera fylgjandi bólusetningarskyldu eða alls 70 prósent. Mesta andstaðan við bólusetningarskyldu er hins vegar í aldurshópnum 45 til 54 ára. Þar eru 30 prósent á móti en 53 prósent fylgjandi. Andstaðan meiri eftir því sem menntunarstig er hærra Eina mynstrið sem sjá má í niðurstöðum könnunarinnar er að andstaðan við bólusetningarskyldu verður meiri eftir því sem menntunarstig er hærra. Þannig er 31 prósent fólks sem er með framhaldsmenntun úr háskóla ósammála því að bólusetning gegn Covid-19 eigi að vera skylda. 51 prósent er fylgjandi skyldu. 20 prósent fólks með grunnskólapróf eru aftur á móti andsnúin bólusetningarskyldu á meðan 67 prósent þeirra eru fylgjandi. Þá er áhugavert að rýna í niðurstöðurnar með tilliti til stjórnmálaskoðana þeirra sem svöruð. Kjósendur Pírata og Vinstri grænna eru líklegastir til að styðja bólusetningarskyldu, eða 66 og 65 prósent. Mesta andstaðan hjá kjósendum Miðflokksins 63 prósent kjósenda Framsóknarflokksins eru fylgjandi og ellefu prósent á móti, 61 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins er fylgjandi bólusetningarskyldu og 25 prósent á móti. 31 prósent kjósenda Samfylkingarinnar eru á móti bólusetningarskyldu en 58 prósent eru henni fylgjandi og eru tölurnar svipaðar hjá stuðningsmönnum Flokks fólksins og Viðreisnar. Mesta andstaðan við að bólusetning gegn Covid-19 eigi að vera skylda er hjá kjósendum Miðflokksins. Á meðal þeirra eru 34 prósent á móti en 60 prósent fylgjandi. Könnunin var send á könnunarhóp Zenter rannsókna og var svartíminn frá 11. til 19. desember. Í hópnum voru 2.500 einstaklingar á Íslandi, átján ára og eldri og voru svör þeirra vegin eftir kyni, aldri og búsetu. Alls svaraði 1.331, eða 52,8 prósent.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Skoðanakannanir Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Sjá meira