Innlent

Íslendingar feitastir allra í OECD-löndunum

Jakob Bjarnar skrifar
Nú berast þau tíðindi frá OECD að Íslendingar séu þyngstir allra OECD-þjóða, og þó víðar væri leitað. Ekki skemmtlegar fréttir beinn inn í hátíðarhöldin þegar flestir gera vel við sig í mat og drykk.
Nú berast þau tíðindi frá OECD að Íslendingar séu þyngstir allra OECD-þjóða, og þó víðar væri leitað. Ekki skemmtlegar fréttir beinn inn í hátíðarhöldin þegar flestir gera vel við sig í mat og drykk. Getty

Samkvæmt súluriti sem OECD birtir á Facebooksíðu sinni eru Íslendingar á toppi lista yfir þá sem þyngri en góðu hófi gegnir.

Heldur eru það hryssingslegar jólakveðjurnar sem berast frá OECD alla leið hingað á norðurhjara, í miðja jólahátíðina þegar landsmenn hafa verið að gera vel við sig í mat og drykk. Kannski svelgist einhverjum á hangikjetsbitanum eða Mackintosh's-molanum við þessi tíðindi? En súluritið setja þau hjá OECD fram í samhengi við þá staðhæfingu að þeir sem eru of þungir séu útsettari fyrir því að fá Covid-19.

Á daginn kemur að Íslendingar tróna á toppi OECD þjóða sem eru of þungar. Íslendingar eru feitastir en á hæla þeim koma Möltubúar. Af Norðurlandaþjóðum er Finnar feitastir, að okkur undanskyldum en þeir eru í 6. sæti listans.

Danir eru í meðallagi þungir en Norðmenn og Svíar virðast samkvæmt súluritinu meðal þeirra grennstu. Neðstir á lista eru Rúmenar, Ítalir og Svisslendingar.

[#Bestof2020] Obesity is one condition that puts people at higher risk of catching COVID-19. Compare self-reported...

Posted by OECD on Mánudagur, 28. desember 2020


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.