Innlent

Ekki lengur óvissustig á Austurlandi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Vetraraðstæður hafa tekið við víðast hvar á Austurlandi.
Vetraraðstæður hafa tekið við víðast hvar á Austurlandi. Vísir/Vilhelm

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi og Veðurstofu Íslands aflýsir óvissustigi vegna skriðuhættu á Austurlandi.

Eftir umhleypingar síðustu daga taka nú við vetraraðstæður og ekki er talin víðtæk hætta á skriðuföllum á Austurlandi, að því er segir í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra.

Hættustig er þó enn í gildi á Seyðisfirði þar sem rýming er enn í gildi á ákveðnu svæði bæjarins, líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Frekari ákvarðanir vegna rýminga verður tekin síðar í dag.

Staðan á rýmingu á Seyðisfirði.Mynd/Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Tengdar fréttir

Mikilvægt að hefja framkvæmdir á Fjarðarheiði eins fljótt og hægt er

Vonskuveður var víðast hvar á landinu í dag og töluvert um foktjón. Þá var úrhellir á Seyðisfirði og Fjarðarheiði var lokuð bróðurpart dags. Sveitarstjóri Múlaþings segir gríðarlega mikilvægt að hefja framkvæmdir á Fjarðarheiði eins fljótt og auðið er.

Seyðfirðingar fleyta kertum í stað þess að skjóta upp flugeldum

Seyðfirðingar hyggjast koma saman við Lónið á áramótunum og fleyta þar kertum í stað þess að skjóta upp flugeldum. Margir eru hvekktir eftir drunurnar sem heyrðust í fjallinu eftir aurskriðurnar sem féllu á bæinn í síðustu viku og óttast að þeir muni endurupplifa áfallið.

Þúsundir ljós­mynda sem týndust í aur­skriðunum fundust ó­skemmdar

Þúsundir ljósmynda í eigu Tækniminjasafns Austurlands sem týndust í aurskriðunum á Seyðisfirði í síðustu viku fundust óskemmdar á Þorláksmessu. Hlé hefur verið gert á hreinsunarstarfi í bænum en því verður framhaldið eftir helgi. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að ástandið sé viðkvæmt en að vel sé fylgst með.

Fyrir/eftir myndband sýnir gapandi sárið í fjallinu

Þrívíddarmyndband sem starfsfólk verkfræðistofunnar Eflu sýnir glögglega hversu stór hluti fjallsins féll niður er stóra skriðan féll á þéttbýlið í Seyðisfirði síðastliðinn föstudag.

„Ég var skítlogandi hræddur eins og allir“

Bjarki Borgþórsson lögreglumaður og snjóeftirlitsmaður á Seyðisfirði lenti í skriðunni miðri og hélt að hann væri að upplifa sitt síðasta. Hann segir þetta afar áhugaverða lífsreynslu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×