Innlent

Fleiri útköll vegna veðurs

Sylvía Hall skrifar
Slysavarnafélagið Landsbjörg
Slysavarnafélagið Landsbjörg Vísir/vilhelm

Fleiri björgunarsveitir hafa verið kallaðar út eftir hádegi vegna veðurs. Um foktjón er að ræða í öllum tilfellum en nokkrar beiðnir um aðstoð hafa meðal annars borist í Reykjavík.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg þar sem segir að nokkrar tilkynningar hafi verið vegna klæðninga og lausamuna. Útkall hafi borist á Kjalarnesi rétt fyrir hádegi vegna þakklæðningar sem var að fjúka af fjárhúsi í Kjós.

Þá hafa tvær björgunarsveitir verið kallaðar út í Reykjavík vegna foks á lausamunum og byggingarefni.

Skúr fauk á Drangsnesi um klukkan eitt og fór björgunarsveitarfólk á vettvang til að hefta fok á braki úr skúrnum og koma í veg fyrir frekara tjón vegna þessa.

Um svipað leyti var óskað eftir aðstoð björgunarsveitar vegna foks á lausamunum í Stykkishólmi.


Tengdar fréttir

Um tuttugu til­kynningar um foktjón

Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út í morgun vegna veðurs í Vestmannaeyjum og Suðurnesjabæ. Gul veðurviðvörun er í gildi og hefur vindur mælst hátt í fjörutíu metrar á sekúndu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×