Elísabet Ormslev er ekki þekkt fyrir að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Í sérstökum jólaþætti af Í kvöld er gigg heillaði hún salinn upp úr skónum með mögnuðum flutningi sínum á laginu All I Want For Christmas. Skjáskot
Mikið var um dýrðir í sérstökum jólaþætti af Í kvöld er gigg með Ingó Veðurguði á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Þátturinn var extra langur í þetta skipti og voru gestirnir mæðgurnar Helga Möller og Elísabet Ormslev, stórsöngvararnir Eyjólfur Kristjáns og Bjarni Ara ásamt söngkonunum Rósu Björgu Ómarsdóttur og Þórdísi Imsland.
Ingó skoraði á Elísabetu að syngja eitt af sínum uppáhalds jólalögum og það er óhætt að segja að hún hafi staðist áskorunina með mikilli prýði.
Hér má sjá magnaðan flutning Elísabetar á laginu All I Want For Christmas.
Klippa: All I Want For Christmas For You - Elísabet Ormslef
Fyrir áhugasama er hægt að nálgast alla þætti Í kvöld er gigg á Stöð 2 maraþon.
Það verður sannkölluð jólaveisla á Stöð 2 á annan í jólum þegar Ingó fær til sín góða gesti í sérstakan jólaþátt af Í kvöld er gigg. Þátturinn byrjar kl. 20:10 og verður hann extra langur í þetta skiptið.
Aldrei skal vanmeta mátt tónlistarinnar og sérstaklega ekki á tímum sem þessum. Í gærkvöldi í þættinum Í kvöld er gigg fékk Ingó til sín söngdívurnar fjórar þær Elísabetu Ormslev, Regínu Ósk, Jóhönnu Guðrúnu og Stefaníu Svavars.
Það er fátt sem toppar kröftugar ballöður og þá sérstaklega þegar þær eru í fallegum flutningi. Síðasti þáttur af Í kvöld er gigg var svo sannarlega ballöðuþáttur og gestirnir ekki af verri endanum.