Stóri Ben þarf að stappa stálinu í sína menn fyrir stórt próf í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2020 10:01 Það er óvenjulega mikil press á Ben Roethlisberger og félögum í Pittsburgh Steelers í dag þrátt fyrir að sæti í úrslitakeppninni sé tryggt. Getty/Bryan M. Bennett Fyrir aðeins nokkrum vikum leit lið Pittsburgh Steelers út fyrir að vera eitt besta lið NFL-deildarinnar. Nú 25 dögum eftir ellefta sigurinn í röð hefur ýmislegt breyst. Stöð 2 Sport sýnir tvo NFL-leiki beint í dag og í þeim fyrri þurfa umræddir leikmenn Pittsburgh Steelers að láta sverfa til stáls. Eftir þrjú töp í röð þar á meðal vandræðalegt tap fyrir einu lélegasta liði deildarinnar þarf eitthvað jákvætt að fara að gerast hjá lærisveinum Mike Tomlin í Pittsburgh Steelers. Úrslitakeppin nálgast óðfluga og þá þurfa liðin að vera í uppleið en ekki niðurleið. Tapið á móti Cincinnati Bengals í síðasta leik setti mikla pressu á Steelers menn. Þeir eru komnir inn í úrslitakeppnina en höfðu gert lítið úr hinum tapleikjunum á móti Washington Football Team og Buffalo Bills. Þriðja tapið í röð þýðir að miklu fleiri spekingar efast nú um raunverulegan styrkleika liðsins. Var kannski bara heppnin með þeim fram eftir öllum vetri eða er þetta hola sem þeir geta komist upp úr? Mótherjar dagsins eru annað lið með drauma um að komast inn og gera eitthvað í úrslitakeppninni. Lið Indianapolis Colts er inni eins og er eftir þrjá sigurleiki í röð en liðið er líka í harðri baráttu við Tennessee Titans um sigur í Suðurriðli Ameríkudeildarinnar. Pressan er hvað mest á Ben Roethlisberger, Stóra Ben, leikstjórnanda Pittsburgh Steelers, sem er á lokakaflanum á sínum ferli. Frammistaða síðustu vikna bendir til þess að endir sé nærri en hann og fleiri héldu en eitt aðalvandamálið er þó að úrvalslið útherja hans á miklum vandræðum með að grípa boltann. Ben Roethlisberger kallaði saman leikmannafund á Zoom í vikunni og þar ræddu menn málin. Ben sagði sjálfur að hann vildi gera sínum mönnum grein fyrir mikilvægi leiksins í dag. Indianapolis Colts liðið hefur unnið fimm af sex leikjum sínum og er eitt heitasta liðið í deildinni. Sigur á Steelers í dag tryggir liðinu sæti í úrslitakeppninni. Seinni leikur dagsins er síðan viðureign Dallas Cowboys og Philadelphia Eagles sem geta bæði endanlega lokað á möguleika hvors annars um að komast í úrslitakeppnina. Liðin eru bæði í Austurriðli Þjóðardeildarinnar þar sem toppliðið Washington Football Team er bara með sex sigra í fjórtán leikjum. Dallas er einum sigri á eftir en er verri innbyrðis eftir tvö töp á móti Washington Football Team á tímabilinu. Philadelphia Eagles er tveimur sigrum á eftir Washington en liðin mætast í lokaumferðinni. Leikir dagsins verða báðir sýndir á Stöð 2 Sport 2. Útsending frá leik Pittsburgh Steelers og Indianapolis Colts hefst klukkan 17.55 en útsending frá leik Dallas Cowboys og Philadelphia Eagles hefst klukkan 21.20. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Fleiri fréttir Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
Stöð 2 Sport sýnir tvo NFL-leiki beint í dag og í þeim fyrri þurfa umræddir leikmenn Pittsburgh Steelers að láta sverfa til stáls. Eftir þrjú töp í röð þar á meðal vandræðalegt tap fyrir einu lélegasta liði deildarinnar þarf eitthvað jákvætt að fara að gerast hjá lærisveinum Mike Tomlin í Pittsburgh Steelers. Úrslitakeppin nálgast óðfluga og þá þurfa liðin að vera í uppleið en ekki niðurleið. Tapið á móti Cincinnati Bengals í síðasta leik setti mikla pressu á Steelers menn. Þeir eru komnir inn í úrslitakeppnina en höfðu gert lítið úr hinum tapleikjunum á móti Washington Football Team og Buffalo Bills. Þriðja tapið í röð þýðir að miklu fleiri spekingar efast nú um raunverulegan styrkleika liðsins. Var kannski bara heppnin með þeim fram eftir öllum vetri eða er þetta hola sem þeir geta komist upp úr? Mótherjar dagsins eru annað lið með drauma um að komast inn og gera eitthvað í úrslitakeppninni. Lið Indianapolis Colts er inni eins og er eftir þrjá sigurleiki í röð en liðið er líka í harðri baráttu við Tennessee Titans um sigur í Suðurriðli Ameríkudeildarinnar. Pressan er hvað mest á Ben Roethlisberger, Stóra Ben, leikstjórnanda Pittsburgh Steelers, sem er á lokakaflanum á sínum ferli. Frammistaða síðustu vikna bendir til þess að endir sé nærri en hann og fleiri héldu en eitt aðalvandamálið er þó að úrvalslið útherja hans á miklum vandræðum með að grípa boltann. Ben Roethlisberger kallaði saman leikmannafund á Zoom í vikunni og þar ræddu menn málin. Ben sagði sjálfur að hann vildi gera sínum mönnum grein fyrir mikilvægi leiksins í dag. Indianapolis Colts liðið hefur unnið fimm af sex leikjum sínum og er eitt heitasta liðið í deildinni. Sigur á Steelers í dag tryggir liðinu sæti í úrslitakeppninni. Seinni leikur dagsins er síðan viðureign Dallas Cowboys og Philadelphia Eagles sem geta bæði endanlega lokað á möguleika hvors annars um að komast í úrslitakeppnina. Liðin eru bæði í Austurriðli Þjóðardeildarinnar þar sem toppliðið Washington Football Team er bara með sex sigra í fjórtán leikjum. Dallas er einum sigri á eftir en er verri innbyrðis eftir tvö töp á móti Washington Football Team á tímabilinu. Philadelphia Eagles er tveimur sigrum á eftir Washington en liðin mætast í lokaumferðinni. Leikir dagsins verða báðir sýndir á Stöð 2 Sport 2. Útsending frá leik Pittsburgh Steelers og Indianapolis Colts hefst klukkan 17.55 en útsending frá leik Dallas Cowboys og Philadelphia Eagles hefst klukkan 21.20. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Fleiri fréttir Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira