Innlent

Hangi­kjöt á boð­stólum 65 prósent lands­manna

Sylvía Hall skrifar
Hangikjötið er stór hluti af jólahefð margra.
Hangikjötið er stór hluti af jólahefð margra. MMR

Þeim fær fækkandi sem bjóða upp á hangikjöt á jóladag en þó verður það á boðstólum hjá meirihluta landsmanna, ef marka má niðurstöður könnunar MMR sem framkvæmd var um miðjan desember. Samkvæmt henni búast 65 prósent landsmanna við því að snæða hangikjöt í dag.

Könnunin var framkvæmd dagana 10. til 16. desember og var heildarfjöldi svarenda 947 einstaklingar yfir 18 ára aldri.

MMR

Frá því að mælingar hófust hefur þeim sem velja hangikjöt fækkað um átta prósentustig. Sífellt fleiri velja grænmetisfæði á jóladag og samkvæmt nýjustu könnun eru það fimm prósent allra landsmanna í ár, en þrettán prósent fólks undir þrítugu.

Konur voru líklegri til þess að velja grænmetisfæði í dag, eða um sjö prósent samanborið við tvö prósent karla.

Hangikjötið er vinsælast meðal stuðningsmanna Framsóknarflokksins og Miðflokksins, þar sem um það bil áttatíu velja hangikjöt. Það er ekki í jafn miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Samfylkingar og Pírata þar sem rúmlega helmingur fær sér hangikjötið í dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×