Innlent

Gísli á Uppsölum mest selda bók landsins - Illska kemur óvænt inn

Ingibjörg Reynisdóttir, höfundur bókarinnar um Gísla á Uppsölum.
Ingibjörg Reynisdóttir, höfundur bókarinnar um Gísla á Uppsölum.
Gísli á Uppsölum eftir Ingibjörgu Reynisdóttur var mest selda innbundna bókin á árinu samkvæmt samantekt Rannsóknaseturs verslunarinnar sem tók saman upplýsingar um mest seldu bækurnar.

Það verður að teljast nýmæli, en hingað til hefur Arnaldur Indriðason einokað toppsætið, með undantekningu þó, en þá skaust annar glæpasagnahöfundur upp fyrir hann, sem var Yrsa Sigurðardóttir.

Nú má Arnaldur hinsvegar sætta sig við annað sætið en í því þriðja er Kuldi eftir fyrrnefndu Yrsu.

Bók Arnaldar, Reykjavíkurnætur, berst aftur á móti á tveimur vígstöðvum þetta árið, því bókin er einnig í kilju. Þar er hún í fjórða sæti, en í því þriðja er óvæntur smellur Eiríks Arnar Norðdahl, Illska og er hún því vinsælasta íslenska skáldsagana í kilju hér á landi. Í fyrsta og öðru sæti eru svo bækurnar Fimmtíu dekkri skuggar og Fimmtíu gráir skuggar, sem hafa farið sigurför um allan heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×