Lífið

Sigldu í jóla­tré og sendu Gæslunni kveðju

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hér má sjá feril björgunarskipsins Gísla Jóns.
Hér má sjá feril björgunarskipsins Gísla Jóns. Landhelgisgæslan

Þegar varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar skoðuðu feril björgunarskipsins Gísla Jóns frá Ísafirði blasti við þeim heldur jólaleg sjón. Ferillinn myndaði jólatré úti á Ísafjarðardjúpi, enda stutt í hátíðirnar.

Frá þessu greinir Landhelgisgæslan á Facebook og segir að uppátæki áhafnarinnar á Gísla Jóns hafi verið til þess að senda öllum í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar jólakveðju með þökk fyrir samstarfið á árinu sem senn er liðið.

„Þetta skemmtilega framtak lýsir vel því frábæra samstarfi sem ríkir milli Landhelgisgæslu Íslands og Slysavarnafélagsins Landsbjargar,“ skrifar Landhelgisgæslan á móti og sendir áhöfninni á Gísla Jóns, sem og öllum öðrum sjófarendum, sínar bestu kveðjur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×