Ætlar að huga að jólamatnum og „hygge sig“ Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 21. desember 2020 15:02 Hermann tók niður grímuna rétt á meðan hann veitti fréttastofu viðtal. Vísir Hermann Svavarsson Seyðfirðingur beið komu sonar síns á Hótel hérað í dag en til stendur að halda aftur á Seyðisfjörð í dag. Aur og drulla er í námunda við hús hans á Seyðisfirði sem stendur þó enn. „Ég hef haft það mjög gott. Þetta er Icelandair hótel og það er toppurinn,“ segir Hermann og greinilegt að glasið hans er frekar hálffullt en -tómt. Hann segist ekki kvíða því að snúa aftur á Seyðisfjörð í dag eftir eyðilegginguna. „Nei, ég geri það ekki,“ segir Hermann sem var þó farinn þegar stóra skriðan rann síðdegis á föstudag. Hann hafði þó fundið vel fyrir hreyfingunum í fjallinu. „Ég heyrði skruðningana í skriðunni þegar hún kom niður, en það sást ekki. Það var svo mikil þoka og myrkur. Það var svolítið ónotalegt. Þetta var einna líkast því að það væri stór þyrla að fljúga meðfram fjöllunum. Skellir og hristingur. Glamur. Miklar drunur og stóð lengi yfir. Ég þóttist vita hvað væri að ske,“ segir Hermann. „Ég tel mig búa á stað sem er nokkuð öruggur. Innanlega á Múlaveginum. Það var bara vatn sem flæddi þar fram hjá, niður götuslóða sem þar er. Niður að sjúkrahúsinu, eða elliheimilinu. Svo bara mold og drulla, engar skriður.“ Þeir feðgarnir ætla að renna á Seyðisfjörð seinni partinn. Hvað tekur við þá? „Ætli maður þurfi ekki að fara að athuga með jólamtinn, „hygge sig“ eins og Danir segja,“ segir Hermann á léttum nótum. Hann reiknar með því að þau verði þrjú eða fjögur um jólin. Eiginkona hans sé á sjúkrahúsi en verði vonandi útskrifuð. Hann sæki hana þá á Norðfjörð þar sem hún liggur inni. „Svo hefur þetta sinn gang.“ Hann merkir nokkuð gott hljóð almennt í Seyðfirðingum. Það sé helst þegar tilkynningar sem boðaðar séu að fólk verði pirrað. Óvissan sé vissulega leiðinleg. Aurskriður á Seyðisfirði Veður Múlaþing Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Hlýnar um helgina Veður Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
„Ég hef haft það mjög gott. Þetta er Icelandair hótel og það er toppurinn,“ segir Hermann og greinilegt að glasið hans er frekar hálffullt en -tómt. Hann segist ekki kvíða því að snúa aftur á Seyðisfjörð í dag eftir eyðilegginguna. „Nei, ég geri það ekki,“ segir Hermann sem var þó farinn þegar stóra skriðan rann síðdegis á föstudag. Hann hafði þó fundið vel fyrir hreyfingunum í fjallinu. „Ég heyrði skruðningana í skriðunni þegar hún kom niður, en það sást ekki. Það var svo mikil þoka og myrkur. Það var svolítið ónotalegt. Þetta var einna líkast því að það væri stór þyrla að fljúga meðfram fjöllunum. Skellir og hristingur. Glamur. Miklar drunur og stóð lengi yfir. Ég þóttist vita hvað væri að ske,“ segir Hermann. „Ég tel mig búa á stað sem er nokkuð öruggur. Innanlega á Múlaveginum. Það var bara vatn sem flæddi þar fram hjá, niður götuslóða sem þar er. Niður að sjúkrahúsinu, eða elliheimilinu. Svo bara mold og drulla, engar skriður.“ Þeir feðgarnir ætla að renna á Seyðisfjörð seinni partinn. Hvað tekur við þá? „Ætli maður þurfi ekki að fara að athuga með jólamtinn, „hygge sig“ eins og Danir segja,“ segir Hermann á léttum nótum. Hann reiknar með því að þau verði þrjú eða fjögur um jólin. Eiginkona hans sé á sjúkrahúsi en verði vonandi útskrifuð. Hann sæki hana þá á Norðfjörð þar sem hún liggur inni. „Svo hefur þetta sinn gang.“ Hann merkir nokkuð gott hljóð almennt í Seyðfirðingum. Það sé helst þegar tilkynningar sem boðaðar séu að fólk verði pirrað. Óvissan sé vissulega leiðinleg.
Aurskriður á Seyðisfirði Veður Múlaþing Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Hlýnar um helgina Veður Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira