Enski boltinn

Jón Daði lagði upp mark

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Jón Daði í leik með Millwall
Jón Daði í leik með Millwall vísir/getty

Íslenski landsliðsmaðurinn Jón Daði Böðvarsson lét að sér kveða í ensku B-deildinni í fótbolta í dag.

Jón Daði hóf leik í fremstu víglínu Millwall þegar liðið fékk Nottingham Forest í heimsókn. Fyrri hálfleikur var markalaus en strax í upphafi síðari hálfleiks dró til tíðinda.

Á 47.mínútu kom Tom Bradshaw heimamönnum í forystu eftir stoðsendingu frá Jóni Daða. Forystan entist Millwall stutt því Alex Mighten jafnaði fyrir Forest á 49.mínútu.

Jóni Daða var skipt af velli á 84.mínútu en fleiri mörk voru ekki skoruð og niðurstaðan 1-1 jafntefli. Millwall í 16.sæti deildarinnar.

Dagurinn var góður fyrir topplið Norwich sem styrkti stöðu sína á toppi deildarinnar með 2-0 sigri á Cardiff í hádeginu og hafa Kanarífuglarnir nú fimm stiga forystu á toppi deildarinnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.