„Örugglega mjög erfitt fyrir marga bæjarbúa að upplifa þetta“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. desember 2020 11:54 Þórhallur Árnason er varðstjóri hjá lögreglunni á Austurlandi. Vísir/Egill Þórhallur Árnason, varðstjóri hjá lögreglunni á Austurlandi, segir að nú þegar fari að birta verði staðan metin á Seyðisfirði varðandi það hvort mögulegt sé að fara í hreinsunarstarf eftir aurskriðurnar tvær sem féllu á bæinn í nótt. Hann segir bæjarbúa taka einn dag í einu. Enn er töluvert vatnsveður í bænum og appelsínugul viðvörun í gildi vegna mikilla rigninga. Þá er hættustig almannavarna í gildi vegna skriðuhættu. Fjöldi húsa hefur verið rýmdur vegna skriðuhættu en seinni skriðan sem féll í nótt fór á einbýlishús og flutti það með sér tugi metra. Ekki er búið í húsinu að staðaldri svo það var mannlaust en auk þess var það inni á rýmingarsvæði við Austurveg og hafði lent í annarri skriðu fyrr í vikunni. Sunna Karen Sigurþórsdóttir, fréttamaður, og Egill Aðalsteinsson, myndatökumaður, hafa verið á ferð um Seyðisfjörð í morgun og ræddu við Þórhall skömmu áður en það tók að birta almennilega til nú undir hádegi. Hann sagði allar varúðarráðstafanir enn í gildi. Mikilvægt væri að gæta áfram fyllsta öryggis og bregðast við ef svo bæri undir. Aðspurður hvort óttast væri að fleiri skriður gætu fallið sagði Þórhallur ekki alveg vitað hvað væri í miðju Nautaklaufarinnar, þeim stað þaðan sem skriðurnar féllu í nótt. Það myndi koma betur í ljós í birtingu. Ljóst er að aðstæður í bænum eru erfiðar og tjónið töluvert þó enn eigi eftir að meta það. Vatn og aur hefur flætt inn í nokkur hús í bænum, eitt hús hefur færst úr stað eins og áður er getið og þá er vatnsflaumur, aur og grjót úti um allt á götum bæjarins. Þórhallur segir örugglega erfitt fyrir marga bæjarbúa að upplifa þessar hamfarir. „Ég held að fólk sé bara að vinna úr þessu eins og þetta er frá degi til dags. Þetta er örugglega mjög erfitt fyrir marga bæjarbúa að upplifa þetta og eins líka fólk sem hefur þurft að fara frá heimilum sínum og svo framvegis og öll þessi óvissa, og taka svo bara stöðuna eftir því sem tíminn líður,“ sagði Þórhallur. Aurskriður á Seyðisfirði hættustig Heldur hefur bætt í úrkomu á Seyðisfirði. Hreinsunarstarf gengur því hægt þar sem...Posted by Lögreglan á Austurlandi on Friday, December 18, 2020 Múlaþing Náttúruhamfarir Aurskriður á Seyðisfirði Veður Tengdar fréttir Húsið sem skriðan hreif með sér væntanlega ónýtt Einbýlishúsið Breiðablik á Seyðisfirði er væntanlega ónýtt eftir að aurskriða tók húsið með sér í nótt og flutti það til um fimmtíu metra. Þetta segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, í samtali við fréttastofu. 18. desember 2020 08:20 Gripið verði til viðeigandi ráðstafana og stuðnings vegna hamfaranna á Seyðisfirði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir ríkisstjórnina fylgjast vel með gangi mála á Seyðisfirði. Verið sé að leggja mat á umfang þess tjóns sem orðið hefur í aurskriðunum sem fallið hafa á bæinn í vikunni og áhrif þeirra á samfélagið og sveitarfélagið. 18. desember 2020 11:01 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Sjá meira
Enn er töluvert vatnsveður í bænum og appelsínugul viðvörun í gildi vegna mikilla rigninga. Þá er hættustig almannavarna í gildi vegna skriðuhættu. Fjöldi húsa hefur verið rýmdur vegna skriðuhættu en seinni skriðan sem féll í nótt fór á einbýlishús og flutti það með sér tugi metra. Ekki er búið í húsinu að staðaldri svo það var mannlaust en auk þess var það inni á rýmingarsvæði við Austurveg og hafði lent í annarri skriðu fyrr í vikunni. Sunna Karen Sigurþórsdóttir, fréttamaður, og Egill Aðalsteinsson, myndatökumaður, hafa verið á ferð um Seyðisfjörð í morgun og ræddu við Þórhall skömmu áður en það tók að birta almennilega til nú undir hádegi. Hann sagði allar varúðarráðstafanir enn í gildi. Mikilvægt væri að gæta áfram fyllsta öryggis og bregðast við ef svo bæri undir. Aðspurður hvort óttast væri að fleiri skriður gætu fallið sagði Þórhallur ekki alveg vitað hvað væri í miðju Nautaklaufarinnar, þeim stað þaðan sem skriðurnar féllu í nótt. Það myndi koma betur í ljós í birtingu. Ljóst er að aðstæður í bænum eru erfiðar og tjónið töluvert þó enn eigi eftir að meta það. Vatn og aur hefur flætt inn í nokkur hús í bænum, eitt hús hefur færst úr stað eins og áður er getið og þá er vatnsflaumur, aur og grjót úti um allt á götum bæjarins. Þórhallur segir örugglega erfitt fyrir marga bæjarbúa að upplifa þessar hamfarir. „Ég held að fólk sé bara að vinna úr þessu eins og þetta er frá degi til dags. Þetta er örugglega mjög erfitt fyrir marga bæjarbúa að upplifa þetta og eins líka fólk sem hefur þurft að fara frá heimilum sínum og svo framvegis og öll þessi óvissa, og taka svo bara stöðuna eftir því sem tíminn líður,“ sagði Þórhallur. Aurskriður á Seyðisfirði hættustig Heldur hefur bætt í úrkomu á Seyðisfirði. Hreinsunarstarf gengur því hægt þar sem...Posted by Lögreglan á Austurlandi on Friday, December 18, 2020
Múlaþing Náttúruhamfarir Aurskriður á Seyðisfirði Veður Tengdar fréttir Húsið sem skriðan hreif með sér væntanlega ónýtt Einbýlishúsið Breiðablik á Seyðisfirði er væntanlega ónýtt eftir að aurskriða tók húsið með sér í nótt og flutti það til um fimmtíu metra. Þetta segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, í samtali við fréttastofu. 18. desember 2020 08:20 Gripið verði til viðeigandi ráðstafana og stuðnings vegna hamfaranna á Seyðisfirði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir ríkisstjórnina fylgjast vel með gangi mála á Seyðisfirði. Verið sé að leggja mat á umfang þess tjóns sem orðið hefur í aurskriðunum sem fallið hafa á bæinn í vikunni og áhrif þeirra á samfélagið og sveitarfélagið. 18. desember 2020 11:01 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Sjá meira
Húsið sem skriðan hreif með sér væntanlega ónýtt Einbýlishúsið Breiðablik á Seyðisfirði er væntanlega ónýtt eftir að aurskriða tók húsið með sér í nótt og flutti það til um fimmtíu metra. Þetta segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, í samtali við fréttastofu. 18. desember 2020 08:20
Gripið verði til viðeigandi ráðstafana og stuðnings vegna hamfaranna á Seyðisfirði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir ríkisstjórnina fylgjast vel með gangi mála á Seyðisfirði. Verið sé að leggja mat á umfang þess tjóns sem orðið hefur í aurskriðunum sem fallið hafa á bæinn í vikunni og áhrif þeirra á samfélagið og sveitarfélagið. 18. desember 2020 11:01