Örlítill grenjandi minnihluti Steingríms er mikill minnihluti Jakob Bjarnar skrifar 18. desember 2020 10:08 Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis birti snakillan pistil í Morgunblaðinu í dag. visir/vilhelm Athyglisverðar orðskýringar Steingríms J. Sigfússonar vekja athygli. „Ekki stendur hugur minn til þess að hefja ritdeilu við Guðna Ágústsson,“ segir Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis í grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. En að því sögðu hellir forseti þingsins sér yfir Guðna, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, þannig að ólíklegt er annað en Guðni vilji láta við svo búið standa. Steingrímur segir téða grein Guðna sem birtist í Morgunblaðinu í vikunni, sem snýst um umdeilt frumvarp um hálendið, í upphöfnum alhæfingastíl. Meintur þvættingur Guðna „Þó er það kannski ábyrgðarhlutur að láta ómótmælt slíku samsafni af rökleysum og þvættingi sem fram kemur í greininni þegar nafn manns kemur þar fyrir innan um í hrærigrautnum,“ skrifar Steingrímur gramur og heldur áfram að hella úr skálum reiði sinnar yfir Guðna: „Guðni hefur í skrifum sínum að undanförnu erfiðað nokkuð við að selja mönnum þá kenningu að hann sé sérstakur verndari bænda og landbúnaðarins. Eigum við þá kannski að skoða við tækifæri arfleifð hans sem landbúnaðarráðherra og breytingar á jarðalögum í hans tíð? Nóg um það en víkjum að því sem sannleikans vegna verður að lágmarki að leiðrétta í grein Guðna.“ Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis hellir sér yfir Guðna Ágústsson í grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag og segir jafnframt að misskilnings gæti varðandi umdeild ummæli hans um örlítinn grenjandi minnihluta.skjáskot Morgunblaðið En þó Steingrímur beini spjótum sínum að Guðna virðist tilgangur hans með greinarskrifunum ekki síst sá að reyna að hella olíu á öldur er varða ummæli hans um þá sem hafa lýst yfir andstöðu sinni við hið umdeilda hálendisfrumvarp. En grein hans gæti allt eins reynst olía á eldinn. Menn ekki að skilja þetta með minnihlutann rétt Þar talaði Steingrímur um að þar færi örlítill grenjandi minnihluti en þau ummæli féllu vægast sagt og víða í afar grýttan jarðveg. Fjölmargir hafa notað sérstakan ramma við einkennismyndir sínar á Facebook þar sem segir „Örlítill grenjandi minnihluti“ og svo mjög fór þetta fyrir brjóst fólks um land allt að stofnuð hefur verið sérstök síða undir þeirri yfirskrift. Steingrímur segir þetta örlítinn og smávægilegan misskilning. Hann hafi alls ekki verið að meina það eins og menn skilja: „Örlítið um málnotkun. Samkvæmt mínu norðlenska tungutaki eða málvitund þýðir orðið grenjandi minnihluti = mikill minnihluti. Samanber einnig grenjandi stórhríð eða grenjandi rigning, sem sagt mikið af hvoru tveggja. Hefur ekkert með grát að gera og vonandi hefur Guðni ekki misskilið það.“ Guðni Ágústsson fær það óþvegið frá forseta Alþingis.Alþingi Steingrímur segist alls ekki hafa verið að vísa til bænda, ekki útivistarhópa, ekki náttúruunnenda, sem unna hálendinu ... „þegar ég talaði um hinn „grenjandi“, sem sagt „mikla“, minnihluta í minni ræðu. Það er Guðni sem í sinni dæmalausu grein flytur þessa aðila á einu bretti yfir í þann minnihluta sem ég var að vísa til. Ég var að vísa til þeirra 10% þátttakenda í skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar 2018 sem lýstu sig andvíg eða mjög andvíg stofnun þjóðgarðs á hálendinu. Í sömu könnun lýstu um 63% sig hlynnt eða mjög hlynnt stofnun slíks þjóðgarðs.“ Hvort þeir aðrir en Guðni sem furðuðu sig á ræðu Steingríms og töldu orð hans blöskranleg taki þessar orðskýringar Steingríms góðar og gildar, eða hvort forseti Alþingis nær að beina athyglinni frá ræðu sinni og að Guðna, verður að koma í ljós. Alþingi Hálendisþjóðgarður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
„Ekki stendur hugur minn til þess að hefja ritdeilu við Guðna Ágústsson,“ segir Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis í grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. En að því sögðu hellir forseti þingsins sér yfir Guðna, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, þannig að ólíklegt er annað en Guðni vilji láta við svo búið standa. Steingrímur segir téða grein Guðna sem birtist í Morgunblaðinu í vikunni, sem snýst um umdeilt frumvarp um hálendið, í upphöfnum alhæfingastíl. Meintur þvættingur Guðna „Þó er það kannski ábyrgðarhlutur að láta ómótmælt slíku samsafni af rökleysum og þvættingi sem fram kemur í greininni þegar nafn manns kemur þar fyrir innan um í hrærigrautnum,“ skrifar Steingrímur gramur og heldur áfram að hella úr skálum reiði sinnar yfir Guðna: „Guðni hefur í skrifum sínum að undanförnu erfiðað nokkuð við að selja mönnum þá kenningu að hann sé sérstakur verndari bænda og landbúnaðarins. Eigum við þá kannski að skoða við tækifæri arfleifð hans sem landbúnaðarráðherra og breytingar á jarðalögum í hans tíð? Nóg um það en víkjum að því sem sannleikans vegna verður að lágmarki að leiðrétta í grein Guðna.“ Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis hellir sér yfir Guðna Ágústsson í grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag og segir jafnframt að misskilnings gæti varðandi umdeild ummæli hans um örlítinn grenjandi minnihluta.skjáskot Morgunblaðið En þó Steingrímur beini spjótum sínum að Guðna virðist tilgangur hans með greinarskrifunum ekki síst sá að reyna að hella olíu á öldur er varða ummæli hans um þá sem hafa lýst yfir andstöðu sinni við hið umdeilda hálendisfrumvarp. En grein hans gæti allt eins reynst olía á eldinn. Menn ekki að skilja þetta með minnihlutann rétt Þar talaði Steingrímur um að þar færi örlítill grenjandi minnihluti en þau ummæli féllu vægast sagt og víða í afar grýttan jarðveg. Fjölmargir hafa notað sérstakan ramma við einkennismyndir sínar á Facebook þar sem segir „Örlítill grenjandi minnihluti“ og svo mjög fór þetta fyrir brjóst fólks um land allt að stofnuð hefur verið sérstök síða undir þeirri yfirskrift. Steingrímur segir þetta örlítinn og smávægilegan misskilning. Hann hafi alls ekki verið að meina það eins og menn skilja: „Örlítið um málnotkun. Samkvæmt mínu norðlenska tungutaki eða málvitund þýðir orðið grenjandi minnihluti = mikill minnihluti. Samanber einnig grenjandi stórhríð eða grenjandi rigning, sem sagt mikið af hvoru tveggja. Hefur ekkert með grát að gera og vonandi hefur Guðni ekki misskilið það.“ Guðni Ágústsson fær það óþvegið frá forseta Alþingis.Alþingi Steingrímur segist alls ekki hafa verið að vísa til bænda, ekki útivistarhópa, ekki náttúruunnenda, sem unna hálendinu ... „þegar ég talaði um hinn „grenjandi“, sem sagt „mikla“, minnihluta í minni ræðu. Það er Guðni sem í sinni dæmalausu grein flytur þessa aðila á einu bretti yfir í þann minnihluta sem ég var að vísa til. Ég var að vísa til þeirra 10% þátttakenda í skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar 2018 sem lýstu sig andvíg eða mjög andvíg stofnun þjóðgarðs á hálendinu. Í sömu könnun lýstu um 63% sig hlynnt eða mjög hlynnt stofnun slíks þjóðgarðs.“ Hvort þeir aðrir en Guðni sem furðuðu sig á ræðu Steingríms og töldu orð hans blöskranleg taki þessar orðskýringar Steingríms góðar og gildar, eða hvort forseti Alþingis nær að beina athyglinni frá ræðu sinni og að Guðna, verður að koma í ljós.
Alþingi Hálendisþjóðgarður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira