Bíða þarf dagsbirtu til að meta tjónið á Seyðisfirði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. desember 2020 18:47 Rögnvaldur segir að bíða þurfi dagsbirtu til að meta tjónið á húsunum sem lentu í aurskriðunni. Davíð Kristinsson Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir eftir að aurskriður féllu meðal annars á hús á Seyðisfirði nú síðdegis. Hluti bæjarins hefur verið rýmdur og fjöldahjálparstöð opnuð. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir enn mikla óvissu um hve mikið tjónið sé í bænum. Þá megi búast við áframhaldandi skriðuföllum. Fjölda húsa þurfti að rýma fyrr í dag og standa þau öll við fimm götur í bænum. Rögnvaldur segir í kvöldfréttum Stöðvar 2 að ekki sé ljóst hve mörg hús hafi þurft að rýma. Þá hafi einhverjir leitað til fjöldahjálparstöðvar sem opnuð var en lang flestir hafi farið annað. „Samkvæmt mínum upplýsingum eru ekki margir þar, flestir hafa farið heim til vina eða ættingja og eru þar að bíða frekari frétta,“ segir Rögnvaldur. Veðurspár boða miklar rigningar næstu daga og hlýindi. Rögnvaldur segir því töluverða hættu á fleiri aurskriðum. „Við eigum von á því að það geti komið fleiri skriður, það er búið að rigna töluvert undanfarna daga. Það eru líka hlýindi sem þýðir að leysingar fylgja þessu og það er svipuð veðurspá fram undan þannig að það má búast við því að það geti orðið frekari skriður,“ segir Rögnvaldur. Ekki sé enn ljóst hve mikið eignatjón hafi orðið á Seyðisfirði. Myrkrið geri mönnum erfitt fyrir að meta slíkt. „Það þarf að meta aðstæður í björtu og það er ekki hægt að gefa út fyrr en á morgun og ofanflóðavaktin á Veðurstofunni er að vakta þetta og þar eru sérfræðingar sem eru að meta aðstæður og geta sagt til hvenær óhætt er að aflétta rýmingum,“ segir Rögnvaldur. Engar upplýsingar hafa borist almannavörnum um slys á fólki og gefa fyrstu upplýsingar til kynna að óverulegt tjón hafi orðið á eignum að sögn Rögnvaldar. „Það á eftir að meta það betur. Það verður líklega ekki hægt að gera það fyrr en birtir, þá sjáum við það betur,“ segir Rögnvaldur. Múlaþing Almannavarnir Aurskriður á Seyðisfirði Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir enn mikla óvissu um hve mikið tjónið sé í bænum. Þá megi búast við áframhaldandi skriðuföllum. Fjölda húsa þurfti að rýma fyrr í dag og standa þau öll við fimm götur í bænum. Rögnvaldur segir í kvöldfréttum Stöðvar 2 að ekki sé ljóst hve mörg hús hafi þurft að rýma. Þá hafi einhverjir leitað til fjöldahjálparstöðvar sem opnuð var en lang flestir hafi farið annað. „Samkvæmt mínum upplýsingum eru ekki margir þar, flestir hafa farið heim til vina eða ættingja og eru þar að bíða frekari frétta,“ segir Rögnvaldur. Veðurspár boða miklar rigningar næstu daga og hlýindi. Rögnvaldur segir því töluverða hættu á fleiri aurskriðum. „Við eigum von á því að það geti komið fleiri skriður, það er búið að rigna töluvert undanfarna daga. Það eru líka hlýindi sem þýðir að leysingar fylgja þessu og það er svipuð veðurspá fram undan þannig að það má búast við því að það geti orðið frekari skriður,“ segir Rögnvaldur. Ekki sé enn ljóst hve mikið eignatjón hafi orðið á Seyðisfirði. Myrkrið geri mönnum erfitt fyrir að meta slíkt. „Það þarf að meta aðstæður í björtu og það er ekki hægt að gefa út fyrr en á morgun og ofanflóðavaktin á Veðurstofunni er að vakta þetta og þar eru sérfræðingar sem eru að meta aðstæður og geta sagt til hvenær óhætt er að aflétta rýmingum,“ segir Rögnvaldur. Engar upplýsingar hafa borist almannavörnum um slys á fólki og gefa fyrstu upplýsingar til kynna að óverulegt tjón hafi orðið á eignum að sögn Rögnvaldar. „Það á eftir að meta það betur. Það verður líklega ekki hægt að gera það fyrr en birtir, þá sjáum við það betur,“ segir Rögnvaldur.
Múlaþing Almannavarnir Aurskriður á Seyðisfirði Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira