Bíða þarf dagsbirtu til að meta tjónið á Seyðisfirði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. desember 2020 18:47 Rögnvaldur segir að bíða þurfi dagsbirtu til að meta tjónið á húsunum sem lentu í aurskriðunni. Davíð Kristinsson Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir eftir að aurskriður féllu meðal annars á hús á Seyðisfirði nú síðdegis. Hluti bæjarins hefur verið rýmdur og fjöldahjálparstöð opnuð. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir enn mikla óvissu um hve mikið tjónið sé í bænum. Þá megi búast við áframhaldandi skriðuföllum. Fjölda húsa þurfti að rýma fyrr í dag og standa þau öll við fimm götur í bænum. Rögnvaldur segir í kvöldfréttum Stöðvar 2 að ekki sé ljóst hve mörg hús hafi þurft að rýma. Þá hafi einhverjir leitað til fjöldahjálparstöðvar sem opnuð var en lang flestir hafi farið annað. „Samkvæmt mínum upplýsingum eru ekki margir þar, flestir hafa farið heim til vina eða ættingja og eru þar að bíða frekari frétta,“ segir Rögnvaldur. Veðurspár boða miklar rigningar næstu daga og hlýindi. Rögnvaldur segir því töluverða hættu á fleiri aurskriðum. „Við eigum von á því að það geti komið fleiri skriður, það er búið að rigna töluvert undanfarna daga. Það eru líka hlýindi sem þýðir að leysingar fylgja þessu og það er svipuð veðurspá fram undan þannig að það má búast við því að það geti orðið frekari skriður,“ segir Rögnvaldur. Ekki sé enn ljóst hve mikið eignatjón hafi orðið á Seyðisfirði. Myrkrið geri mönnum erfitt fyrir að meta slíkt. „Það þarf að meta aðstæður í björtu og það er ekki hægt að gefa út fyrr en á morgun og ofanflóðavaktin á Veðurstofunni er að vakta þetta og þar eru sérfræðingar sem eru að meta aðstæður og geta sagt til hvenær óhætt er að aflétta rýmingum,“ segir Rögnvaldur. Engar upplýsingar hafa borist almannavörnum um slys á fólki og gefa fyrstu upplýsingar til kynna að óverulegt tjón hafi orðið á eignum að sögn Rögnvaldar. „Það á eftir að meta það betur. Það verður líklega ekki hægt að gera það fyrr en birtir, þá sjáum við það betur,“ segir Rögnvaldur. Múlaþing Almannavarnir Aurskriður á Seyðisfirði Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir enn mikla óvissu um hve mikið tjónið sé í bænum. Þá megi búast við áframhaldandi skriðuföllum. Fjölda húsa þurfti að rýma fyrr í dag og standa þau öll við fimm götur í bænum. Rögnvaldur segir í kvöldfréttum Stöðvar 2 að ekki sé ljóst hve mörg hús hafi þurft að rýma. Þá hafi einhverjir leitað til fjöldahjálparstöðvar sem opnuð var en lang flestir hafi farið annað. „Samkvæmt mínum upplýsingum eru ekki margir þar, flestir hafa farið heim til vina eða ættingja og eru þar að bíða frekari frétta,“ segir Rögnvaldur. Veðurspár boða miklar rigningar næstu daga og hlýindi. Rögnvaldur segir því töluverða hættu á fleiri aurskriðum. „Við eigum von á því að það geti komið fleiri skriður, það er búið að rigna töluvert undanfarna daga. Það eru líka hlýindi sem þýðir að leysingar fylgja þessu og það er svipuð veðurspá fram undan þannig að það má búast við því að það geti orðið frekari skriður,“ segir Rögnvaldur. Ekki sé enn ljóst hve mikið eignatjón hafi orðið á Seyðisfirði. Myrkrið geri mönnum erfitt fyrir að meta slíkt. „Það þarf að meta aðstæður í björtu og það er ekki hægt að gefa út fyrr en á morgun og ofanflóðavaktin á Veðurstofunni er að vakta þetta og þar eru sérfræðingar sem eru að meta aðstæður og geta sagt til hvenær óhætt er að aflétta rýmingum,“ segir Rögnvaldur. Engar upplýsingar hafa borist almannavörnum um slys á fólki og gefa fyrstu upplýsingar til kynna að óverulegt tjón hafi orðið á eignum að sögn Rögnvaldar. „Það á eftir að meta það betur. Það verður líklega ekki hægt að gera það fyrr en birtir, þá sjáum við það betur,“ segir Rögnvaldur.
Múlaþing Almannavarnir Aurskriður á Seyðisfirði Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira