Stendur ekki til að „teppaleggja landið með vindmyllugörðum“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. desember 2020 16:05 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakokbsdóttir forsætisráðherra segir tækifæri liggja í vindorku og að mikilvægt sé að setja skýran ramma um þar um. Ekki standi þó til að „teppaleggja láglendi Íslands með vindmyllugörðum.“ Þetta kom fram í svari Katrínar við fyrirspurn Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Bergþór spurði Katrínu um orkustefnu ríkisstjórnarinnar í tengslum við frumvarp um hálendisþjóðgarð. „Iðulega þykir mér ekki fara saman hljóð og mynd þegar ríkisstjórnin setur fram sjónarmið sín og markmið, enda stýring málaflokka sennilega aldrei verið jafn aðskilin og nú,“ sagði Bergþór og vísaði til þess að markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda hefðu verið kynnt á svipuðum tíma og mælt var fyrir frumvarpi um stofnun hálendisþjóðgarðs. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins.vísir/vilhelm „Frekari orkunýting sem möguleg er samkvæmt frumvarpsdrögunum er smáræði í stóru myndinni, enda má reikna með því að svokallaður biðflokkur rammaáætlunar falli allur niður verði frumvarpið að lögum,“ sagði Bergþór og spurði hvort Katrín teldi það samræmast markmiðum um kolefnishlutleysi „að takmarka framleiðslu á grænni orku jafn mikið“ og frumvarpið bæri með sér. Katrín sagði spurningu Bergþórs bera með sér að hann teldi best að ná markmiðum í loftslagsmálum með því að leggja hálendið allt undir vatnsaflsvirkjanir. „Og ég er ekki sammála þeim forsendum,“ sagði Katrín. Samdráttur í losun snúist um að nýta orkuna öðruvísi. „Þar erum við ekki eingöngu að tala um rafmagn. Við erum líka að tala um aðra þætti, svo sem vetni, metan og fleira því það eru ólíkir orkugjafar sem þarf til þess að ná árangri í ólíkum greinum út frá orkuskiptum.“ Hér má sjá grænar útlínur af hálendisþjóðgarði samkvæmt frumvarpi. Gulu línurnar eru þegar friðlýst svæði. Miðað við virkjanir í nýtingarflokki í rammaáætlun blasi ekki við orkuþurrð. „Það er ekki eins og við séum að horfa fram á einhverja þurð þó að við afgreiðum hér með gleði frumvarp um miðhálendisþjóðgarð. Og annað af markmiðum þjóðgarðsins er beinlínis að endurheimta gróður og jarðveg sem getur þjónað markmiðum okkar um aukna kolefnisbindingu.“ Bergþór spurði Katrínu hvort hún sjái fyrir sér að„teppaleggja láglendi landsins með vindmyllurgörðum til að vinna á móti takmörkunum á hálendinu.“ Katrín sagði tækifæri liggja í vindorku þrátt fyrir að láglendið yrði ekki teppalagt. „Að sjálfsögðu munum við nýta vindorku með öðrum orkugjöfum. „Við gerum það til framtíðar. Það er mín sýn. Hún á ekki að þekja landið allt.“ Hálendisþjóðgarður Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkumál Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Þetta kom fram í svari Katrínar við fyrirspurn Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Bergþór spurði Katrínu um orkustefnu ríkisstjórnarinnar í tengslum við frumvarp um hálendisþjóðgarð. „Iðulega þykir mér ekki fara saman hljóð og mynd þegar ríkisstjórnin setur fram sjónarmið sín og markmið, enda stýring málaflokka sennilega aldrei verið jafn aðskilin og nú,“ sagði Bergþór og vísaði til þess að markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda hefðu verið kynnt á svipuðum tíma og mælt var fyrir frumvarpi um stofnun hálendisþjóðgarðs. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins.vísir/vilhelm „Frekari orkunýting sem möguleg er samkvæmt frumvarpsdrögunum er smáræði í stóru myndinni, enda má reikna með því að svokallaður biðflokkur rammaáætlunar falli allur niður verði frumvarpið að lögum,“ sagði Bergþór og spurði hvort Katrín teldi það samræmast markmiðum um kolefnishlutleysi „að takmarka framleiðslu á grænni orku jafn mikið“ og frumvarpið bæri með sér. Katrín sagði spurningu Bergþórs bera með sér að hann teldi best að ná markmiðum í loftslagsmálum með því að leggja hálendið allt undir vatnsaflsvirkjanir. „Og ég er ekki sammála þeim forsendum,“ sagði Katrín. Samdráttur í losun snúist um að nýta orkuna öðruvísi. „Þar erum við ekki eingöngu að tala um rafmagn. Við erum líka að tala um aðra þætti, svo sem vetni, metan og fleira því það eru ólíkir orkugjafar sem þarf til þess að ná árangri í ólíkum greinum út frá orkuskiptum.“ Hér má sjá grænar útlínur af hálendisþjóðgarði samkvæmt frumvarpi. Gulu línurnar eru þegar friðlýst svæði. Miðað við virkjanir í nýtingarflokki í rammaáætlun blasi ekki við orkuþurrð. „Það er ekki eins og við séum að horfa fram á einhverja þurð þó að við afgreiðum hér með gleði frumvarp um miðhálendisþjóðgarð. Og annað af markmiðum þjóðgarðsins er beinlínis að endurheimta gróður og jarðveg sem getur þjónað markmiðum okkar um aukna kolefnisbindingu.“ Bergþór spurði Katrínu hvort hún sjái fyrir sér að„teppaleggja láglendi landsins með vindmyllurgörðum til að vinna á móti takmörkunum á hálendinu.“ Katrín sagði tækifæri liggja í vindorku þrátt fyrir að láglendið yrði ekki teppalagt. „Að sjálfsögðu munum við nýta vindorku með öðrum orkugjöfum. „Við gerum það til framtíðar. Það er mín sýn. Hún á ekki að þekja landið allt.“
Hálendisþjóðgarður Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkumál Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira