Segir ríkisstjórnina keyra í gegn stefnu um málefni trans fólks án umræðu í samfélaginu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. desember 2020 18:30 „Ímyndarstjórnmál samtímans eru til þess fallin að fordæma og þagga niður alla umræðu um svona mál,“ segir Sigmundur. Vísir/Vilhelm „Ef fólk getur sjálft skilgreint kyn sitt fyrirvaralaust, hvað þýðir það þá t.d. um þátttöku fyrrverandi karla í íþróttum kvenna, aðgang að salernum, búningsklefum, kvennafangelsum o.s.frv.? Þessum spurningum sem mikið eru ræddar víða annars staðar var ósvarað þegar ríkisstjórn Íslands dreif málið í gegn.“ Þannig spyr Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, í pistli sem birtist á heimasíðu hans í dag. Þar fjallar hann meðal annars um stefnu ríkisstjórnarinnar í málefnum trans fólks. Sigmundur segir stjórnvöld hafa innleitt lög um kynrænt sjálfræði án nokkurrar umræðu í samfélaginu og án þess að áhrif málsins lægju fyrir. Nú eigi að halda áfram og fyrir liggi ný frumvörp þar sem meðala annars eigi að „taka orðin „móðir“ og „kvenmaður“ úr lögum. Orð sem þóttu jákvæð og falleg.“ Ríkisstjórn Íslands vilji leggja bann við aðkomu foreldra og lækna Upplagið að pistlinum er mál sem fór fyrir hæstarétt Bretlands, þar sem ung kona sagðist hafa verið látin fara í gegnum kynleiðréttingarferlið sem barn, sem hefði skaðað sig fyrir lífstíð. „Dómstóllinn tók undir þá afstöðu [Keiru Bell] að börn hefðu ekki þroska til að taka slíkar ákvarðanir og að ekki ætti að setja þau í þá stöðu. Í tilviki 16 og 17 ára barna væri eðlilegt að fara fram á dómsúrskurð áður en ráðist yrði í lyfjagjöf og aðgerðir sem enn er óljóst hvaða áhrif muni hafa til langs tíma,“ segir Sigmundur. Þá segir hann að ólíkt niðurstöðu dómstólsins um að börn skuli njóta leiðsagnar fullorðinna leggi „ríkisstjórn Íslands nú til að lagt verði bann við því að foreldrar eða læknar taki ákvörðun um aðstoð við börn sem fæðast með svokölluð ódæmigerð kyneinkenni.“ Umræddar aðgerðir hafi verið algengar og mörg hundruð börn fengið slíkar lækningar á undanförnum árum og áratugum. Fá bágt fyrir að spyrja spurninga „Ímyndarstjórnmál samtímans eru til þess fallin að fordæma og þagga niður alla umræðu um svona mál,“ segir Sigmundur og rekur það hvernig margir hafi fengið bágt fyrir að vekja upp spurningar um þróun mála, til dæmis femínistar sem séu uppnefndar „terfur“ en það stendur fyrir Trans Exclusionary Radical Feminist. „Meðal frægustu fórnarlamba slíkra árása er breski rithöfundurinn J.K. Rowling sem leyfði sér að minna á að til væri orð yfir þann hóp fólks sem hefur tíðir og gaf til kynna að það orð gæti verið „kona“. Rowling er í aðstöðu til að standa af sér þá miklu herferð sem rekin hefur verið gegn henni en aðrar konur hafa misst vinnuna og mátt þola útskúfun fyrir að ræða þessi mál.“ Þá vísar hann einnig til afstöðu LGB Alliance, sem bendi á að sum þeirra barna sem fólk vill meina að séu trans gætu orðið samkynhneigð og hamingjusöm. „Hví þá að setja þau í lyfjameðferð og aðgerð? Samtökin benda á að við séum aftur komin á þann stað að samkynhneigð krefjist leiðréttingar.“ Pistill Sigmundar í heild. Hinsegin Heilbrigðismál Málefni transfólks Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Sjá meira
Þannig spyr Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, í pistli sem birtist á heimasíðu hans í dag. Þar fjallar hann meðal annars um stefnu ríkisstjórnarinnar í málefnum trans fólks. Sigmundur segir stjórnvöld hafa innleitt lög um kynrænt sjálfræði án nokkurrar umræðu í samfélaginu og án þess að áhrif málsins lægju fyrir. Nú eigi að halda áfram og fyrir liggi ný frumvörp þar sem meðala annars eigi að „taka orðin „móðir“ og „kvenmaður“ úr lögum. Orð sem þóttu jákvæð og falleg.“ Ríkisstjórn Íslands vilji leggja bann við aðkomu foreldra og lækna Upplagið að pistlinum er mál sem fór fyrir hæstarétt Bretlands, þar sem ung kona sagðist hafa verið látin fara í gegnum kynleiðréttingarferlið sem barn, sem hefði skaðað sig fyrir lífstíð. „Dómstóllinn tók undir þá afstöðu [Keiru Bell] að börn hefðu ekki þroska til að taka slíkar ákvarðanir og að ekki ætti að setja þau í þá stöðu. Í tilviki 16 og 17 ára barna væri eðlilegt að fara fram á dómsúrskurð áður en ráðist yrði í lyfjagjöf og aðgerðir sem enn er óljóst hvaða áhrif muni hafa til langs tíma,“ segir Sigmundur. Þá segir hann að ólíkt niðurstöðu dómstólsins um að börn skuli njóta leiðsagnar fullorðinna leggi „ríkisstjórn Íslands nú til að lagt verði bann við því að foreldrar eða læknar taki ákvörðun um aðstoð við börn sem fæðast með svokölluð ódæmigerð kyneinkenni.“ Umræddar aðgerðir hafi verið algengar og mörg hundruð börn fengið slíkar lækningar á undanförnum árum og áratugum. Fá bágt fyrir að spyrja spurninga „Ímyndarstjórnmál samtímans eru til þess fallin að fordæma og þagga niður alla umræðu um svona mál,“ segir Sigmundur og rekur það hvernig margir hafi fengið bágt fyrir að vekja upp spurningar um þróun mála, til dæmis femínistar sem séu uppnefndar „terfur“ en það stendur fyrir Trans Exclusionary Radical Feminist. „Meðal frægustu fórnarlamba slíkra árása er breski rithöfundurinn J.K. Rowling sem leyfði sér að minna á að til væri orð yfir þann hóp fólks sem hefur tíðir og gaf til kynna að það orð gæti verið „kona“. Rowling er í aðstöðu til að standa af sér þá miklu herferð sem rekin hefur verið gegn henni en aðrar konur hafa misst vinnuna og mátt þola útskúfun fyrir að ræða þessi mál.“ Þá vísar hann einnig til afstöðu LGB Alliance, sem bendi á að sum þeirra barna sem fólk vill meina að séu trans gætu orðið samkynhneigð og hamingjusöm. „Hví þá að setja þau í lyfjameðferð og aðgerð? Samtökin benda á að við séum aftur komin á þann stað að samkynhneigð krefjist leiðréttingar.“ Pistill Sigmundar í heild.
Hinsegin Heilbrigðismál Málefni transfólks Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Sjá meira