Innlent

Vopnaðir piltar veittust að manni í undirgöngum og höfðu í hótunum

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Maðurinn varaði við piltunum í Facebook-hóp fyrir íbúa Garðabæjar.
Maðurinn varaði við piltunum í Facebook-hóp fyrir íbúa Garðabæjar. Vísir/Vilhelm

Íbúi í Garðabæ slapp með skrekkinn síðastliðið föstudagskvöld þegar að honum veittust tveir ungir piltar í undirgöngum og hótuðu honum með hnífi og hnúajárni. Maðurinn varaði við piltunum á Facebook-síðu íbúa Garðabæjar. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í samtali við fréttastofu að málið sé komið inn á borð lögreglu.

„ATH – Stórhættulegir piltar eru á ferð um bæinn!“ skrifar Úlfur Atlason, í færslunni á Facebook.

„Í kvöldgöngutúr í gær var ég að ganga í gegn um undirgöng, sem liggja undir Vífilsstaðaveg og við hlið Reykjanesbrautarinnar, þar sem tvær vespur þutu framhjá mér á ógnarraða. Seinni vespan stöðvaði við hliðina á mér og farþeginn stökk af. Hann hljóp að mér með stærðarinnar hníf og byrjaði að ógna mér með honum,“ skrifar Úlfur.

„Hann öskraði einhverja vitlausu og hélt hnífnum upp við mig. Þá kom farþegi af fyrri vespunni og þóttist ætla að kýla mig með hnúajárni. Sem betur fer varð ég ekki fyrir neinum meiðslum en þeir rændu mig heldur ekki,“ skrifar Úlfar í færslunni.

Hann hafi tilkynnt lögreglunni um málið og „vonast til að þeir nái þessum aumingjans leppalúðum áður en þeir skaða einhvern,“ líkt og hann orðar það



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×