Frumvarpið komi ekki alfarið í veg fyrir orkunýtingu á hálendinu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. desember 2020 13:31 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverifs- og auðlindaráðherra. Vísir/Vilhelm Bæjarfulltrúi á Akureyri segir alvarlegt ef lög um miðhálendisþjóðgarð komi í veg fyrir orkunýtingu á hálendinu. Umhverfisráðherra segir ekki rétt að frumvarpið komi alfarið í veg fyrir orkunýtingu. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra, Þórir Garðarsson, forstjóri GrayLine og Ingibjörg Isaksen, bæjarfulltrúi á Akureyri og stjórnarformaður Norðurorku, ræddu frumvarp um stofnun hálendisþjóðgarðs í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ingibjörg hefur efasemdir um frumvarpið. Meðal annars þurfi að hennar mati að huga betur að þörfinni fyrir orkunýtingu til framtíðar. „Ég skil þetta sem svo að allt hálendið verði sett í mjög strangan verndarflokk, landsvæði sem í raun og veru er sameign þjóðarinnar. Þetta er ekki sagt í frumvarpinu sjálfu en kemur fram í markmiðslýsingunni. Og við stofnun hálendisþjóðgarðs þá falla niður sérlög um Vatnajöklsþjóðgarðinn sem tóku mið af fjölbreyttri starfsemi og aðstæðum við stofnun þjóðgarðsins,“ sagði Ingibjörg. „Með þessu er svæðið sem er hentugast til að framleiða endurnýjanlega græna orku tekið úr sambandi og ef þú tekur orkuríkasta svæði landsins út fyrir sviga þá hlýtur maður að spyrja sig hverju er verið að fórna? Hverjar eru þarfir landsins?,“ spurði Ingibjörg. „Auk þess sem ég lít svo á að þetta takmarki bara verulega möguleika á nýtingu á gæðum hálendisins fyrir alla aðra starfsemi sem að þá lítur beint að rekstri þjóðgarðsins. Ég tel til dæmis okkur verða að virða rétt þeirra sveitarfélaga sem nú hafa skipulagsvald á svæðinu, landeigenda og svo ekki sé minnst á almenning,“ bætti hún við. Umhverfisráðherra segist ósammála því að verið sé að loka hálendinu. „Það kemur nú mjög skýrt fram í 18. grein frumvarpsins að almenningi er heimil för um þjóðgarðinn og dvöl þar,“ sagði Guðmundur Ingi. Ingibjörg ítrekaði áhyggjur sínar af takmörkunum á möguleikum orkunýtingar. „Það er verið að loka á orkunýtingu á hálendinu með þessu frumvarpi og ég tel að það sé bara mjög alvarlegt,“ sagði Ingibjörg. Þessu kvaðst ráðherra einnig ósammála. Hugmyndir sem þegar hafi komið fram um orkunýtingu komi til greina að skoða en aðrar og nýjar hugmyndir ekki. „Við klárum umfjöllun um það sem hefur komið fram en ekki meira. Þannig að það er ekki rétt að það sé verið að loka algjörlega á orkunýtingu. Frumvarpið gerir hins vegar ráð fyrir því að það sé reynt að beina henni inn á svæði sem þegar eru röskuð,“ sagði Guðmundur Ingi. Fréttin hefur verið uppfærð. Þjóðgarðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Hálendisþjóðgarður Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra, Þórir Garðarsson, forstjóri GrayLine og Ingibjörg Isaksen, bæjarfulltrúi á Akureyri og stjórnarformaður Norðurorku, ræddu frumvarp um stofnun hálendisþjóðgarðs í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ingibjörg hefur efasemdir um frumvarpið. Meðal annars þurfi að hennar mati að huga betur að þörfinni fyrir orkunýtingu til framtíðar. „Ég skil þetta sem svo að allt hálendið verði sett í mjög strangan verndarflokk, landsvæði sem í raun og veru er sameign þjóðarinnar. Þetta er ekki sagt í frumvarpinu sjálfu en kemur fram í markmiðslýsingunni. Og við stofnun hálendisþjóðgarðs þá falla niður sérlög um Vatnajöklsþjóðgarðinn sem tóku mið af fjölbreyttri starfsemi og aðstæðum við stofnun þjóðgarðsins,“ sagði Ingibjörg. „Með þessu er svæðið sem er hentugast til að framleiða endurnýjanlega græna orku tekið úr sambandi og ef þú tekur orkuríkasta svæði landsins út fyrir sviga þá hlýtur maður að spyrja sig hverju er verið að fórna? Hverjar eru þarfir landsins?,“ spurði Ingibjörg. „Auk þess sem ég lít svo á að þetta takmarki bara verulega möguleika á nýtingu á gæðum hálendisins fyrir alla aðra starfsemi sem að þá lítur beint að rekstri þjóðgarðsins. Ég tel til dæmis okkur verða að virða rétt þeirra sveitarfélaga sem nú hafa skipulagsvald á svæðinu, landeigenda og svo ekki sé minnst á almenning,“ bætti hún við. Umhverfisráðherra segist ósammála því að verið sé að loka hálendinu. „Það kemur nú mjög skýrt fram í 18. grein frumvarpsins að almenningi er heimil för um þjóðgarðinn og dvöl þar,“ sagði Guðmundur Ingi. Ingibjörg ítrekaði áhyggjur sínar af takmörkunum á möguleikum orkunýtingar. „Það er verið að loka á orkunýtingu á hálendinu með þessu frumvarpi og ég tel að það sé bara mjög alvarlegt,“ sagði Ingibjörg. Þessu kvaðst ráðherra einnig ósammála. Hugmyndir sem þegar hafi komið fram um orkunýtingu komi til greina að skoða en aðrar og nýjar hugmyndir ekki. „Við klárum umfjöllun um það sem hefur komið fram en ekki meira. Þannig að það er ekki rétt að það sé verið að loka algjörlega á orkunýtingu. Frumvarpið gerir hins vegar ráð fyrir því að það sé reynt að beina henni inn á svæði sem þegar eru röskuð,“ sagði Guðmundur Ingi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Þjóðgarðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Hálendisþjóðgarður Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira