Innlent

Vel brýndir hnífar skipta öllu máli í eldhúsinu

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Leðurbelti er notað í lokaferli brýningarinnar hjá Árna Bergþóri í Þorlákshöfn.
Leðurbelti er notað í lokaferli brýningarinnar hjá Árna Bergþóri í Þorlákshöfn. Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Hnífur er ekki sama og hnífur“, segir hnífabrýnslumaður í Þorlákshöfn, sem leggur áherslu á vel brýnda hnífa því hnífar, sem bíti illa séu miklu hættulegri en vel brýndir hnífar. Leðurbelti spilar stórt hlutverki við brýningu hnífa.

Árni Bergþór Hafdal Bjarnason, sem er frá Eskifirði og Guðný Sif Jóhannsdóttir, sem er frá Reykjavík búa í Þorlákshöfn með átta mánaða dóttur sína, Mædísi Dúu og tíkina Týru. Árni, sem er matreiðslumeistari er með brýningarþjónustu í Þorlákshöfn þar sem hann hefur nóg að gera við að brýna hnífa bæjarbúa og annarra, sem þurfa að láta brýna fyrir sig. Hnífarnir eru brýndir í sértilgerðri belta slípivél og Árni er líka góður í að stála.

Árni Bergþór, Guðný Sif og Mædís Dúa, sem eru mjög ánægð með að búa í Þorlákshöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Það þarf alltaf að taka mark á hvaða hníf maður er með. Hvernig gráðan á hnífnum liggur, er þetta hart stál eða mjúkt stál. Hnífur er alls ekki saman og hnífur, það er himin og hafa á milli ódýrra hnífa, sem þú kaupir út í Ikea og þessu flotta hnífa, sem þú kaupir hjá fagaðilum,“ segir Árni.

Árni segir það skipta öllu máli að eiga góða hnífa í eldhúsinu.

„Já, það er ekki bara upp á það að hnífurinn geti skorið hluti heldur er það líka upp á það að geta stjórnað hvert hnífurinn fer. Þá eru mun minni líkur á því að þú skerir þig. Aftur á móti ef þú ert með óbeitan hníf og ert að skera, þá er svo auðvelt fyrir hann að skauta af því sem þú ert að gera og þá getur þú lent í puttanum á þér. Aftur á móti ef þú skerð þig á flugbeittum hníf þá er það verra.“

Árni segir það ákveðin nördaskap að spá svona mikið í hnífa og brýningu þeirra en hann þreytist aldrei að brýna það fyrir fólki að vel brýndur hnífur skipti öllu máli þegar matreiðsla er annars vegar.

Leðurbeltið hans Árna hefur mikilvægu hlutverki að gegna við loka vinnslu brýningar.

„Já, því þar ertu að klára að slípa hnífinn, beltið er gríðarlega fínn slípimassi,“ segir Árni

Hnífar og stál á heimili Árna og Guðnýjar í Þorlákshöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×