Innlent

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við sóttvarnalækni um stöðu kórónuveirufaraldursins á þriðju helgi aðventu en fimm greindust með veiruna innanlands í gær.

Þá fjöllum við um nóvemberskýrslu Vinnumálastofnunar, sem sýnir að nær 21 þúsund voru atvinnulaus um síðustu mánaðamót. 

Við tökum einnig fyrir laxeldisverkefni í Ölfusi og fjöllum um niðurstöðu Hæstaréttar Bandaríkjanna, sem vísaði frá kröfu um að ógilda úrslit forsetakosninga í fjórum ríkjum.

Þetta og meira til í hádegisfréttum á slaginu tólf.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×