Uppgreiðsluþóknunin leggist ofan á 200 milljarða fjárhagsbagga vegna ÍLS Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 11. desember 2020 19:01 Bjarni Benediktsson segir mikilvægt að tryggja hagsmuni neytenda. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir mögulegar greiðslur til þeirra sem greitt hafi uppgreiðslugjald vegna lána sinna hjá Íbúðalánasjóði leggjast ofan á um tvö hundruð milljarða fjárhagsbagga ríkisins vegna Íbúðalánasjóðs. Mikilvægt sé þó að tryggja fjárhagslega hagsmuni lántakenda sem hugsanlega hafi verið brotið á hjá sjóðnum. Héraðsdómur Reykjavíkur komst í síðustu viku að þeirri niðurstöðu að svokölluð uppgreiðsluþóknun Íbúðalánasjóðs hafi verið ólögmæt. Um er að ræða gríðarlega hagsmuni fyrir lántakendur sjóðsins, en árið 2018 höfðu hátt í fjórtán þúsund manns tekið húsnæðislán með skilmálum um uppgreiðslugjöld frá árinu 2005. Ríkið hefur áfrýjað dómnum en ef efra dómstig kemst að sömu niðurstöðu gæti ríkissjóður þurft að greiða út tugi milljarða. „Hérna eru auðvitað gríðarlegir hagsmunir fyrir þúsundir íslenskra heimila sem við erum að fjalla um,“ segir Bjarni. Vandi Íbúðalánasjóðs hafi verið töluverður undanfarin ár. „Þetta bætist ofan á önnur vandræði sem Íbúðalánasjóður hefur verið í. Heildarvandi ríkissjóðs vegna Íbúðalánasjóðs er í kringum 200 milljarðar.“ Það verði skellur ef niðurstaða efra dómstigs falli á sömu leið en að það muni þó ekki valda straumhvörfum í ríkisfjármálunum. „Maður hefur ekki leyfi til þess að horfa á þetta bara út frá stöðu ríkissjóðs. Maður verður að horfa á hinn enda málsins. Ef fólk á rétt á því að vera laust úr viðskiptum við Íbúðalánasjóð án þess að reiða þessi háu útgöngugjöld, þessi uppgreiðslugjöld, þá verðum við að veita þann rétt og það eru gríðarlegir fjárhagslegir hagsmunir fyrir þúsundir íslenskra heimila sem við verðum að tryggja,“ segir Bjarni. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi lán Íbúðalánasjóðs ólögmæt í síðustu viku, en um er að ræða lán sem voru veitt árin 2005 til 2013. Heimild sjóðsins til uppgreiðsluþóknunar var byggð á neyðarheimild sem átti að vera hugsuð til að forða áhlaupi og koma í veg fyrir að stórkostlegar uppgreiðslur gætu leitt til fjárþrots hans, en að mati dómsins var heimildin ekki geta verið grundvöllur að löglegri álagningu slíkra gjalda. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur komst í síðustu viku að þeirri niðurstöðu að svokölluð uppgreiðsluþóknun Íbúðalánasjóðs hafi verið ólögmæt. Um er að ræða gríðarlega hagsmuni fyrir lántakendur sjóðsins, en árið 2018 höfðu hátt í fjórtán þúsund manns tekið húsnæðislán með skilmálum um uppgreiðslugjöld frá árinu 2005. Ríkið hefur áfrýjað dómnum en ef efra dómstig kemst að sömu niðurstöðu gæti ríkissjóður þurft að greiða út tugi milljarða. „Hérna eru auðvitað gríðarlegir hagsmunir fyrir þúsundir íslenskra heimila sem við erum að fjalla um,“ segir Bjarni. Vandi Íbúðalánasjóðs hafi verið töluverður undanfarin ár. „Þetta bætist ofan á önnur vandræði sem Íbúðalánasjóður hefur verið í. Heildarvandi ríkissjóðs vegna Íbúðalánasjóðs er í kringum 200 milljarðar.“ Það verði skellur ef niðurstaða efra dómstigs falli á sömu leið en að það muni þó ekki valda straumhvörfum í ríkisfjármálunum. „Maður hefur ekki leyfi til þess að horfa á þetta bara út frá stöðu ríkissjóðs. Maður verður að horfa á hinn enda málsins. Ef fólk á rétt á því að vera laust úr viðskiptum við Íbúðalánasjóð án þess að reiða þessi háu útgöngugjöld, þessi uppgreiðslugjöld, þá verðum við að veita þann rétt og það eru gríðarlegir fjárhagslegir hagsmunir fyrir þúsundir íslenskra heimila sem við verðum að tryggja,“ segir Bjarni. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi lán Íbúðalánasjóðs ólögmæt í síðustu viku, en um er að ræða lán sem voru veitt árin 2005 til 2013. Heimild sjóðsins til uppgreiðsluþóknunar var byggð á neyðarheimild sem átti að vera hugsuð til að forða áhlaupi og koma í veg fyrir að stórkostlegar uppgreiðslur gætu leitt til fjárþrots hans, en að mati dómsins var heimildin ekki geta verið grundvöllur að löglegri álagningu slíkra gjalda.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Sjá meira