„Þetta eru ekki bara við sem erum svona leiðinlegir“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. desember 2020 18:03 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Egill Aðalsteinsson Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gerir engar athugasemdir við það að eigendur líkamsræktarstöðva íhugi að leita réttar síns vegna sóttvarnaaðgerða. Það sé réttur hvers manns að láta á það reyna telji hann sig hafa verið beittan misrétti. Hann segir að það séu ekki aðeins íslensk sóttvarnaryfirvöld sem meti áhættuna af því að halda líkamsræktarstöðvum opnum meiri en af því að hafa sundlaugar opnar, það geri alþjóðlegar stofnanir líka og við það sé stuðst. Eigandi líkamsræktarstöðva World Class telur þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að halda líkamsræktarstöðvum lokuðum af sóttvarnaástæðum vera ólögmæta og hefur sent ráðherrum erindi þess efnis. Fleiri eigendur líkamsræktarstöðva hafa jafnframt íhugað að skoða réttarstöðu sína. „Það er réttur hvers borgara, ef hann telur sig vera beittan misrétti, að láta reyna á það. Ég sé ekkert að því,“ sagði Þórólfur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Líkt og Vísir greindi frá í dag hefur mitrakningarteymi almannavarna rakið 36 bein Covid-19 smit til líkamsræktarstöðva. Heildarfjöldi afleiddra smita er 74. „Þetta eru það sem smitrakningarteymið hefur fundið. Við þurfum náttúrlega alltaf að taka svona tölum með ákveðnum fyrirvara, það er ekki eins og það sé hægt bara að mæla þetta nákvæmlega en samt hefur smitrakningarteymið verið ansi duglegt að rekja smitin og finna sameiginlega staði eða sameiginlega fleti þar sem fólk hefur smitast og þetta er niðurstaðan. Fannar Karvel, eigandi líkamsræktarstöðvarinnar Spörtu, benti á það í samtali við Reykjavík síðdegis að þegar að hóptímar voru leyfðir fyrr í haust hafi ekki þótt í lagi að opna búningsklefa. Nú standi hins vegar til að opna sundlaugarnar og búningsklefana þar sömuleiðis, það þyki honum skjóta skökku við. „Þessi umræða hefur alltaf komið upp í hvert skipti sem er slakað á eða hert á og það er eitthvert misræmi, þá eru menn að máta sig og verða óánægðir sumir hverjir og ég skil það bara fullkomlega,“ sagði Þórólfur, spurður hvort þetta misræmi geti ekki grafið undan málstaðnum. „En ef við skoðum bara af því við erum að tala hérna um sundlaugar og við erum að tala um líkamsræktarstöðvar, að þá eru þetta tölurnar sem við höfum hér úr smitrakningunni. Ef við kíkjum bara á hvað er að gerast í öðrum löndum og hvað segja þessar alþjóðlegu stofnanir eins og sóttvarnastofnun Evrópu og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og fleiri samtök, þar er alls staðar líkamsræktarstöðvum flokkað í hæsta áhættuflokk og sundstöðum töluvert neðar,“ útskýrir Þórólfur. Það sé meðal annars þar sem klórinn í sundlaugum drepur veiruna. „Þetta erum ekki bara við sem erum að flokka þetta svona þetta er gert bara á flestum öðrum stöðum sem við sjáum þannig að ég held að menn verði nú aðeins að líta á það líka. Þetta eru ekki bara við sem erum svona leiðinlegir,“ segir Þórólfur. Þórólfur var jafnframt spurður út í rannsóknir sem haldið hefur verið á lofti sem benda til þess að hverfandi líkur séu á smiti á þessum stöðum. „Ég er búinn að kynna mér fullt af rannsóknum og tilmælum sem að alþjóðastofnanir eru með og niðurstaðan er þessi og það passar við það sem við sjáum hér þannig að þetta er bara staðan eins og hún er,“ segir Þórólfur en viðtalið við hann í heild sinni má heyra í spilaranum hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Líkamsræktarstöðvar Sundlaugar Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Eigandi líkamsræktarstöðva World Class telur þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að halda líkamsræktarstöðvum lokuðum af sóttvarnaástæðum vera ólögmæta og hefur sent ráðherrum erindi þess efnis. Fleiri eigendur líkamsræktarstöðva hafa jafnframt íhugað að skoða réttarstöðu sína. „Það er réttur hvers borgara, ef hann telur sig vera beittan misrétti, að láta reyna á það. Ég sé ekkert að því,“ sagði Þórólfur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Líkt og Vísir greindi frá í dag hefur mitrakningarteymi almannavarna rakið 36 bein Covid-19 smit til líkamsræktarstöðva. Heildarfjöldi afleiddra smita er 74. „Þetta eru það sem smitrakningarteymið hefur fundið. Við þurfum náttúrlega alltaf að taka svona tölum með ákveðnum fyrirvara, það er ekki eins og það sé hægt bara að mæla þetta nákvæmlega en samt hefur smitrakningarteymið verið ansi duglegt að rekja smitin og finna sameiginlega staði eða sameiginlega fleti þar sem fólk hefur smitast og þetta er niðurstaðan. Fannar Karvel, eigandi líkamsræktarstöðvarinnar Spörtu, benti á það í samtali við Reykjavík síðdegis að þegar að hóptímar voru leyfðir fyrr í haust hafi ekki þótt í lagi að opna búningsklefa. Nú standi hins vegar til að opna sundlaugarnar og búningsklefana þar sömuleiðis, það þyki honum skjóta skökku við. „Þessi umræða hefur alltaf komið upp í hvert skipti sem er slakað á eða hert á og það er eitthvert misræmi, þá eru menn að máta sig og verða óánægðir sumir hverjir og ég skil það bara fullkomlega,“ sagði Þórólfur, spurður hvort þetta misræmi geti ekki grafið undan málstaðnum. „En ef við skoðum bara af því við erum að tala hérna um sundlaugar og við erum að tala um líkamsræktarstöðvar, að þá eru þetta tölurnar sem við höfum hér úr smitrakningunni. Ef við kíkjum bara á hvað er að gerast í öðrum löndum og hvað segja þessar alþjóðlegu stofnanir eins og sóttvarnastofnun Evrópu og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og fleiri samtök, þar er alls staðar líkamsræktarstöðvum flokkað í hæsta áhættuflokk og sundstöðum töluvert neðar,“ útskýrir Þórólfur. Það sé meðal annars þar sem klórinn í sundlaugum drepur veiruna. „Þetta erum ekki bara við sem erum að flokka þetta svona þetta er gert bara á flestum öðrum stöðum sem við sjáum þannig að ég held að menn verði nú aðeins að líta á það líka. Þetta eru ekki bara við sem erum svona leiðinlegir,“ segir Þórólfur. Þórólfur var jafnframt spurður út í rannsóknir sem haldið hefur verið á lofti sem benda til þess að hverfandi líkur séu á smiti á þessum stöðum. „Ég er búinn að kynna mér fullt af rannsóknum og tilmælum sem að alþjóðastofnanir eru með og niðurstaðan er þessi og það passar við það sem við sjáum hér þannig að þetta er bara staðan eins og hún er,“ segir Þórólfur en viðtalið við hann í heild sinni má heyra í spilaranum hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Líkamsræktarstöðvar Sundlaugar Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira