6% sögðust líklega ekki ætla í bólusetningu og 2% örugglega ekki.
Karlar voru vissari í afstöðu sinni en 66% sögðust örugglega ætla í bólusetningu samanborið við 56% kvenna. Þá sögðust 77% einstaklinga eldri en 60 ára örugglega ætla í bólusetningu en 55-60% þeirra sem eru yngri.
Svarendur voru 919 og tilheyra Þjóðgátt Maskínu. Um er að ræða tilviljunarúrtak úr Þjóðskrá; einstaklinga 18 ára og eldri, út um allt land. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu. Könnunin fór fram dagana 30. nóvember til 4. desember sl.