Innlent

92% Íslendinga ætla í bólusetningu

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Íslendingar eru mjög jákvæðir í garð bólusetningar gegn Covid-19.
Íslendingar eru mjög jákvæðir í garð bólusetningar gegn Covid-19. epa/Pfizer

Yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga er jákvæður í garð bólusetningar gegn Covid-19 en í könnun Maskínu sögðust 61% þátttakenda örugglega ætla í bólusetningu og 31% líklega ætla í bólusetningu.

6% sögðust líklega ekki ætla í bólusetningu og 2% örugglega ekki.

Karlar voru vissari í afstöðu sinni en 66% sögðust örugglega ætla í bólusetningu samanborið við 56% kvenna. Þá sögðust 77% einstaklinga eldri en 60 ára örugglega ætla í bólusetningu en 55-60% þeirra sem eru yngri.

Svarendur voru 919 og tilheyra Þjóðgátt Maskínu. Um er að ræða tilviljunarúrtak úr Þjóðskrá; einstaklinga 18 ára og eldri, út um allt land. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu. Könnunin fór fram dagana 30. nóvember til 4. desember sl.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×