Innlent

Þór­ólfur búinn að skila minnis­blaði

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur fengið minnisblað með tillögum Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis, sem stendur á bak við hana á mynd.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur fengið minnisblað með tillögum Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis, sem stendur á bak við hana á mynd. Vísir/vilhelm

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum að áframhaldandi sóttvarnaaðgerðum nú síðdegis. Þetta staðfestir Þórólfur í samtali við fréttastofu.

Núgildandi reglugerð, sem m.a. kveður á um tíu manna samkomubann, gildir til og með miðvikudeginum 9. desember og ný reglugerð tekur því gildi á fimmtudag. Ekki er vitað hvað felst í tillögunum sem Þórólfur skilaði ráðherra í dag en hann hefur sagt að fara þurfi hægt í tilslakanir.

„Það er þó í mínum huga ljóst að við þurfum að fara mjög hægt í allar tilslakanir. Því biðla ég til allra að virða allar sóttvarnareglur sem mönnum eiga að vera tamar og ljósar. […] Við eigum að vera tilbúin að halda lágstemmda aðventu, lágstemmd jól og lágstemmd áramót og vera tilbúin til að hitta einungis okkar nánasta fólk og virða í hvívetna okkar einstaklingsbundnu sóttvarnir,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna í dag.

Búast má við því að tillögur Þórólfs verði ræddar á ríkisstjórnarfundi í fyrramálið og efni þeirra kynntar fljótlega að honum loknum. Ekki er ljóst hversu lengi aðgerðirnar sem taka gildi á fimmtudag munu vara.


Tengdar fréttir

Mál­flutningur lýta­skurð­læknisins ekki í takt við raun­veru­leg vísindi

Sóttvarnalæknir segir málflutning lýtaskurðlæknis, sem fór hvorki í sóttkví né sýnatöku við komu til landsins um helgina, um kórónuveiruna alrangan. Margsannað sé að einkennalausir smiti út frá sér. Hann vonar að fólk taki ekki mark á orðum læknisins, sem ekki er lengur með lækningaleyfi á Íslandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×