Segir faraldurinn á góðri niðurleið en fara þurfi mjög hægt í tilslakanir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. desember 2020 11:38 Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi. Almannavarnir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir helgina hafa verið nokkuð góða hvað varðar nýgreiningar kórónuveirusmita. Þróunin sé jákvæð en hann minnir á að færri sýni voru tekin um helgina en dagana á undan. „Þannig að tölur næstu daga munu skýra þetta kannski betur og þótt þróunin sé jákvæð þarf lítið að gerast til að við fáum aftur kipp í þróunina,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Hann hvatti áfram alla til að fá sýni tekið ef maður finnur fyrir minnstu einkennum. Þá sagði hann áhugavert að hlutfall jákvæðra sýna hjá fólki með einkenni væri líka að lækka; það væri nú komið undir eitt prósent en var þegar mest lét allt að fimm prósent. „Það er ljóst að faraldurinn er á góðri niðurleið og það er ánægjulegt að sjá hversu fáir eru utan sóttkvíar en við þurfum að fara varlega ef við ætlum ekki að fá uppsveiflu aftur,“ sagði Þórólfur. Núverandi sóttvarnaaðgerðir gilda til og með næsta miðvikudegi og ný reglugerð á því að taka gildi á fimmtudag þegar akkúrat tvær vikur eru til jóla. Þórólfur kvaðst ekki hafa sent ráðherra sínar endanlegu tillögur varðandi næstu aðgerðir en að hann myndi gera það í dag eða á morgun. Þess vegna væri ekki tímabært að ræða einstaka tillögur á þessari stundu. „Það er þó í mínum huga ljóst að við þurfum að fara mjög hægt í allar tilslakanir. Því biðla ég til allra að virða allar sóttvarnareglur sem mönnum eiga að vera tamar og ljósar. […] Við eigum að vera tilbúin að halda lágstemmda aðventu, lágstemmd jól og lágstemmd áramót og vera tilbúin til að hitta einungis okkar nánasta fólk og virða í hvívetna okkar einstaklingsbundnu sóttvarnir,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
„Þannig að tölur næstu daga munu skýra þetta kannski betur og þótt þróunin sé jákvæð þarf lítið að gerast til að við fáum aftur kipp í þróunina,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Hann hvatti áfram alla til að fá sýni tekið ef maður finnur fyrir minnstu einkennum. Þá sagði hann áhugavert að hlutfall jákvæðra sýna hjá fólki með einkenni væri líka að lækka; það væri nú komið undir eitt prósent en var þegar mest lét allt að fimm prósent. „Það er ljóst að faraldurinn er á góðri niðurleið og það er ánægjulegt að sjá hversu fáir eru utan sóttkvíar en við þurfum að fara varlega ef við ætlum ekki að fá uppsveiflu aftur,“ sagði Þórólfur. Núverandi sóttvarnaaðgerðir gilda til og með næsta miðvikudegi og ný reglugerð á því að taka gildi á fimmtudag þegar akkúrat tvær vikur eru til jóla. Þórólfur kvaðst ekki hafa sent ráðherra sínar endanlegu tillögur varðandi næstu aðgerðir en að hann myndi gera það í dag eða á morgun. Þess vegna væri ekki tímabært að ræða einstaka tillögur á þessari stundu. „Það er þó í mínum huga ljóst að við þurfum að fara mjög hægt í allar tilslakanir. Því biðla ég til allra að virða allar sóttvarnareglur sem mönnum eiga að vera tamar og ljósar. […] Við eigum að vera tilbúin að halda lágstemmda aðventu, lágstemmd jól og lágstemmd áramót og vera tilbúin til að hitta einungis okkar nánasta fólk og virða í hvívetna okkar einstaklingsbundnu sóttvarnir,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent