Segir faraldurinn á góðri niðurleið en fara þurfi mjög hægt í tilslakanir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. desember 2020 11:38 Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi. Almannavarnir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir helgina hafa verið nokkuð góða hvað varðar nýgreiningar kórónuveirusmita. Þróunin sé jákvæð en hann minnir á að færri sýni voru tekin um helgina en dagana á undan. „Þannig að tölur næstu daga munu skýra þetta kannski betur og þótt þróunin sé jákvæð þarf lítið að gerast til að við fáum aftur kipp í þróunina,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Hann hvatti áfram alla til að fá sýni tekið ef maður finnur fyrir minnstu einkennum. Þá sagði hann áhugavert að hlutfall jákvæðra sýna hjá fólki með einkenni væri líka að lækka; það væri nú komið undir eitt prósent en var þegar mest lét allt að fimm prósent. „Það er ljóst að faraldurinn er á góðri niðurleið og það er ánægjulegt að sjá hversu fáir eru utan sóttkvíar en við þurfum að fara varlega ef við ætlum ekki að fá uppsveiflu aftur,“ sagði Þórólfur. Núverandi sóttvarnaaðgerðir gilda til og með næsta miðvikudegi og ný reglugerð á því að taka gildi á fimmtudag þegar akkúrat tvær vikur eru til jóla. Þórólfur kvaðst ekki hafa sent ráðherra sínar endanlegu tillögur varðandi næstu aðgerðir en að hann myndi gera það í dag eða á morgun. Þess vegna væri ekki tímabært að ræða einstaka tillögur á þessari stundu. „Það er þó í mínum huga ljóst að við þurfum að fara mjög hægt í allar tilslakanir. Því biðla ég til allra að virða allar sóttvarnareglur sem mönnum eiga að vera tamar og ljósar. […] Við eigum að vera tilbúin að halda lágstemmda aðventu, lágstemmd jól og lágstemmd áramót og vera tilbúin til að hitta einungis okkar nánasta fólk og virða í hvívetna okkar einstaklingsbundnu sóttvarnir,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira
„Þannig að tölur næstu daga munu skýra þetta kannski betur og þótt þróunin sé jákvæð þarf lítið að gerast til að við fáum aftur kipp í þróunina,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Hann hvatti áfram alla til að fá sýni tekið ef maður finnur fyrir minnstu einkennum. Þá sagði hann áhugavert að hlutfall jákvæðra sýna hjá fólki með einkenni væri líka að lækka; það væri nú komið undir eitt prósent en var þegar mest lét allt að fimm prósent. „Það er ljóst að faraldurinn er á góðri niðurleið og það er ánægjulegt að sjá hversu fáir eru utan sóttkvíar en við þurfum að fara varlega ef við ætlum ekki að fá uppsveiflu aftur,“ sagði Þórólfur. Núverandi sóttvarnaaðgerðir gilda til og með næsta miðvikudegi og ný reglugerð á því að taka gildi á fimmtudag þegar akkúrat tvær vikur eru til jóla. Þórólfur kvaðst ekki hafa sent ráðherra sínar endanlegu tillögur varðandi næstu aðgerðir en að hann myndi gera það í dag eða á morgun. Þess vegna væri ekki tímabært að ræða einstaka tillögur á þessari stundu. „Það er þó í mínum huga ljóst að við þurfum að fara mjög hægt í allar tilslakanir. Því biðla ég til allra að virða allar sóttvarnareglur sem mönnum eiga að vera tamar og ljósar. […] Við eigum að vera tilbúin að halda lágstemmda aðventu, lágstemmd jól og lágstemmd áramót og vera tilbúin til að hitta einungis okkar nánasta fólk og virða í hvívetna okkar einstaklingsbundnu sóttvarnir,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira