Segir faraldurinn á góðri niðurleið en fara þurfi mjög hægt í tilslakanir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. desember 2020 11:38 Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi. Almannavarnir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir helgina hafa verið nokkuð góða hvað varðar nýgreiningar kórónuveirusmita. Þróunin sé jákvæð en hann minnir á að færri sýni voru tekin um helgina en dagana á undan. „Þannig að tölur næstu daga munu skýra þetta kannski betur og þótt þróunin sé jákvæð þarf lítið að gerast til að við fáum aftur kipp í þróunina,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Hann hvatti áfram alla til að fá sýni tekið ef maður finnur fyrir minnstu einkennum. Þá sagði hann áhugavert að hlutfall jákvæðra sýna hjá fólki með einkenni væri líka að lækka; það væri nú komið undir eitt prósent en var þegar mest lét allt að fimm prósent. „Það er ljóst að faraldurinn er á góðri niðurleið og það er ánægjulegt að sjá hversu fáir eru utan sóttkvíar en við þurfum að fara varlega ef við ætlum ekki að fá uppsveiflu aftur,“ sagði Þórólfur. Núverandi sóttvarnaaðgerðir gilda til og með næsta miðvikudegi og ný reglugerð á því að taka gildi á fimmtudag þegar akkúrat tvær vikur eru til jóla. Þórólfur kvaðst ekki hafa sent ráðherra sínar endanlegu tillögur varðandi næstu aðgerðir en að hann myndi gera það í dag eða á morgun. Þess vegna væri ekki tímabært að ræða einstaka tillögur á þessari stundu. „Það er þó í mínum huga ljóst að við þurfum að fara mjög hægt í allar tilslakanir. Því biðla ég til allra að virða allar sóttvarnareglur sem mönnum eiga að vera tamar og ljósar. […] Við eigum að vera tilbúin að halda lágstemmda aðventu, lágstemmd jól og lágstemmd áramót og vera tilbúin til að hitta einungis okkar nánasta fólk og virða í hvívetna okkar einstaklingsbundnu sóttvarnir,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
„Þannig að tölur næstu daga munu skýra þetta kannski betur og þótt þróunin sé jákvæð þarf lítið að gerast til að við fáum aftur kipp í þróunina,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Hann hvatti áfram alla til að fá sýni tekið ef maður finnur fyrir minnstu einkennum. Þá sagði hann áhugavert að hlutfall jákvæðra sýna hjá fólki með einkenni væri líka að lækka; það væri nú komið undir eitt prósent en var þegar mest lét allt að fimm prósent. „Það er ljóst að faraldurinn er á góðri niðurleið og það er ánægjulegt að sjá hversu fáir eru utan sóttkvíar en við þurfum að fara varlega ef við ætlum ekki að fá uppsveiflu aftur,“ sagði Þórólfur. Núverandi sóttvarnaaðgerðir gilda til og með næsta miðvikudegi og ný reglugerð á því að taka gildi á fimmtudag þegar akkúrat tvær vikur eru til jóla. Þórólfur kvaðst ekki hafa sent ráðherra sínar endanlegu tillögur varðandi næstu aðgerðir en að hann myndi gera það í dag eða á morgun. Þess vegna væri ekki tímabært að ræða einstaka tillögur á þessari stundu. „Það er þó í mínum huga ljóst að við þurfum að fara mjög hægt í allar tilslakanir. Því biðla ég til allra að virða allar sóttvarnareglur sem mönnum eiga að vera tamar og ljósar. […] Við eigum að vera tilbúin að halda lágstemmda aðventu, lágstemmd jól og lágstemmd áramót og vera tilbúin til að hitta einungis okkar nánasta fólk og virða í hvívetna okkar einstaklingsbundnu sóttvarnir,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira