Mál Elísabetar á borði lögreglu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. desember 2020 10:24 Elísabet Guðmundsdóttir er ekki í tveggja vikna sóttkví þrátt fyrir að hafa ekki farið í skimun. Hún segist ekki taka þátt í þessari vitleysu. Mál Elísabetar Guðmundsdóttur lýtaskurðlæknis sem fór hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins er á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt heimildum fréttastofu. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segist í samtali við fréttastofu ekki geta tjáð sig um einstök mál en staðfestir að mál sé á borði lögreglunnar vegna brota á sóttvarnarlögum. Brot gegn sóttvarnalögum eða reglum settum samkvæmt þeim varða sektum eða fangelsi allt að þremur mánuðum. Elísabet Guðmundsdóttir lýtaskurðlæknir sem gagnrýnt hefur sóttvarnaraðgerðir íslenskra yfirvalda kom til landsins fyrir helgi eftir dvöl í Danmörku. Hún kaus að fara hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins og var mætt á mótmæli á Austurvelli klukkan 13 í gær. Elísabet sagði í samtali við fréttastofu í gær að endurtekið hafi átt að þvinga hana í skimun á Keflavíkurflugvelli. Þá hafi hún verið látin dúsa á bekk í klukkustund án þess að nokkuð væri að gera hjá tollvörðum og lögreglu. „Ég er bara að koma inn í landið. Það er enginn lagalegur grundvöllur til að þvinga fólk eitt né neitt. Ég er ekki í sóttkví og ég er ekki búin að fara í skimun,“ sagði Elísabet í samtali við fréttastofu í gær. Það hafi ekki verið fyrr en hún hafi hótað að ræða við lögfræðinga sína sem lögreglan á flugvellinum hafi hleypt henni í gegn. Hún lýsir komu sinni til landsins sem hryllingi. Dæmi eru um að fólk hafi verið sektað hér á landi um hundruð þúsunda króna fyrir að brjóta sóttvarnalög, til dæmis með því að vera ekki sóttkví eftir komu til landsins. Gagnrýnir aðgerðir Elísabet hefur vakið nokkra athygli undanfarnar vikur fyrir háværar athugasemdir við aðgerðir stjórnvalda. Hún flutti til Íslands frá Svíþjóð fyrir þremur árum, starfði hjá Íslenskri erfðagreiningu og tók svo við starfi klínísks skurðlæknis á brjóstamiðstöð Landspítalans. Í samtali við Vísi gagnrýnir hún aðgerðir á Keflavíkurflugvelli. Við komuna til Kaupmannahafnar hafi hún bara gengið inn í landið en hér hafi hún getað valið um tvær raðir; Skimunarröðina eða hina röðina þar sem lögreglumenn og tollarar bíði áberandi að hennar sögn. Reglur á landamærum af vefnum Covid.is er nokkuð skýrar. En þar segir að farþegar sem koma til Íslands geta valið á milli þess að fara í tvær sýnatökur vegna COVID-19 með 5 daga sóttkví á milli þar til niðurstaða seinni sýnatöku liggur fyrir, eða sleppa sýnatöku og sitja í 14 daga sóttkví frá komunni til landsins. Börn fædd árið 2005 eða síðar eru undanþegin sýnatöku og sóttkví og sama gildir um þá sem íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa staðfest með PCR-prófi að hafi áður fengið COVID-19 sýkingu og lokið einangrun, eða ef COVID-19 sýking hefur verið staðfest með mótefnamælingu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Tengdar fréttir Fór hvorki í skimun né sóttkví og var mætt á mótmælin í dag Elísabet Guðmundsdóttir lýtaskurðlæknir sem gagnrýnt hefur sóttvarnaraðgerðir íslenskra yfirvalda kom til landsins í gærkvöldi eftir dvöl í Danmörku. Hún kaus að fara hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins og var mætt á mótmæli á Austurvelli klukkan 13 í dag. 5. desember 2020 18:32 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segist í samtali við fréttastofu ekki geta tjáð sig um einstök mál en staðfestir að mál sé á borði lögreglunnar vegna brota á sóttvarnarlögum. Brot gegn sóttvarnalögum eða reglum settum samkvæmt þeim varða sektum eða fangelsi allt að þremur mánuðum. Elísabet Guðmundsdóttir lýtaskurðlæknir sem gagnrýnt hefur sóttvarnaraðgerðir íslenskra yfirvalda kom til landsins fyrir helgi eftir dvöl í Danmörku. Hún kaus að fara hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins og var mætt á mótmæli á Austurvelli klukkan 13 í gær. Elísabet sagði í samtali við fréttastofu í gær að endurtekið hafi átt að þvinga hana í skimun á Keflavíkurflugvelli. Þá hafi hún verið látin dúsa á bekk í klukkustund án þess að nokkuð væri að gera hjá tollvörðum og lögreglu. „Ég er bara að koma inn í landið. Það er enginn lagalegur grundvöllur til að þvinga fólk eitt né neitt. Ég er ekki í sóttkví og ég er ekki búin að fara í skimun,“ sagði Elísabet í samtali við fréttastofu í gær. Það hafi ekki verið fyrr en hún hafi hótað að ræða við lögfræðinga sína sem lögreglan á flugvellinum hafi hleypt henni í gegn. Hún lýsir komu sinni til landsins sem hryllingi. Dæmi eru um að fólk hafi verið sektað hér á landi um hundruð þúsunda króna fyrir að brjóta sóttvarnalög, til dæmis með því að vera ekki sóttkví eftir komu til landsins. Gagnrýnir aðgerðir Elísabet hefur vakið nokkra athygli undanfarnar vikur fyrir háværar athugasemdir við aðgerðir stjórnvalda. Hún flutti til Íslands frá Svíþjóð fyrir þremur árum, starfði hjá Íslenskri erfðagreiningu og tók svo við starfi klínísks skurðlæknis á brjóstamiðstöð Landspítalans. Í samtali við Vísi gagnrýnir hún aðgerðir á Keflavíkurflugvelli. Við komuna til Kaupmannahafnar hafi hún bara gengið inn í landið en hér hafi hún getað valið um tvær raðir; Skimunarröðina eða hina röðina þar sem lögreglumenn og tollarar bíði áberandi að hennar sögn. Reglur á landamærum af vefnum Covid.is er nokkuð skýrar. En þar segir að farþegar sem koma til Íslands geta valið á milli þess að fara í tvær sýnatökur vegna COVID-19 með 5 daga sóttkví á milli þar til niðurstaða seinni sýnatöku liggur fyrir, eða sleppa sýnatöku og sitja í 14 daga sóttkví frá komunni til landsins. Börn fædd árið 2005 eða síðar eru undanþegin sýnatöku og sóttkví og sama gildir um þá sem íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa staðfest með PCR-prófi að hafi áður fengið COVID-19 sýkingu og lokið einangrun, eða ef COVID-19 sýking hefur verið staðfest með mótefnamælingu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Tengdar fréttir Fór hvorki í skimun né sóttkví og var mætt á mótmælin í dag Elísabet Guðmundsdóttir lýtaskurðlæknir sem gagnrýnt hefur sóttvarnaraðgerðir íslenskra yfirvalda kom til landsins í gærkvöldi eftir dvöl í Danmörku. Hún kaus að fara hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins og var mætt á mótmæli á Austurvelli klukkan 13 í dag. 5. desember 2020 18:32 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Fór hvorki í skimun né sóttkví og var mætt á mótmælin í dag Elísabet Guðmundsdóttir lýtaskurðlæknir sem gagnrýnt hefur sóttvarnaraðgerðir íslenskra yfirvalda kom til landsins í gærkvöldi eftir dvöl í Danmörku. Hún kaus að fara hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins og var mætt á mótmæli á Austurvelli klukkan 13 í dag. 5. desember 2020 18:32