Innlent

Viðbrögð við bóluefni og Landsréttarmálið á Sprengisandi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10.
Sprengisandur hefst klukkan 10.

Viðbrögð hagkerfisins við tíðindum af bóluefni, nýsköpun og viðreisn efnahagslífsins, dómur yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu og staða eldri borgara er á meðal þess sem fjallað verður um á Sprengisandi á Bylgjunni á dag.

Þátturinn hefst klukkan tíu í beinni útsendingu á Bylgjunni en einnig má hlusta á þáttinn hér fyrir neðan.

Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, ætlar að velta fyrir sér hvernig hagkerfið bregst við tíðindum af bóluefnum gegn Covid19.

Viðskiptafræðingur ársins er Helga Valfells sem öðrum mönnum meira veit um nýsköpun og fjármögnun hennar. Við tökum stöðuna á þessum hugmyndum sem eru á sveimi um að við getum reist við efnahaginn með nýsköpunarfyrirtækjum

Birgir Ármannsson, Björn Leví Gunnarsson og Helga Vala Helgadóttir ætla að rökræða dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu, hvaða áhrif hefur hann og hvaða máli skiptir hann.

Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir, formaður Landsambands eldri borgara, verður síðasti gestur minn á morgun. Eldri borgarar senda nú Alþingi áskorun þar sem farið er fram á farið sé að lögum og ellilífeyrir hækkaður eins og þau kveða á um. Getur verið að það þurfi sérstaklega að fara fram á slíkt? Hvað stöðu lýsir það ef sú er raunin?



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×