Lífið

Svona voru tónleikar Birnis á Prikinu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Prikið er á Laugavegi.
Prikið er á Laugavegi. Vísir/Vilhelm

Prikið hefur boðið uppá plötusnúðasett í gluggum sínum undanfarin misseri og bætir nú um betur með röð tónleika í desembermánuði.

Fyrstur á svið er Birnir, en hann kemur fram í dag klukkan 16. Horfa má á útsendinguna hér að neðan.

Verður tónlist flutt innan úr gluggum neðri hæðar Priksins en hljóð verður borið fram á götu, gestir og gangandi hvattir til að doka við og njóta lifandi tónlistar.

Einnig verður viðburðinum streymt á netinu heim í stofu og á útvarpstöðinni FM 94,1 - Útvarp 101

Birni til halds og trausts verður plötusnúðurinn Snorri Ástráðs. Eru tónleikarnir hluti af verkefninu Sköpum Líf í lokun.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.