Vormisserisumsóknir 60 prósent fleiri en í fyrra Atli Ísleifsson skrifar 4. desember 2020 09:04 Metfjöldi stundar nú nám við Háskóla Íslands eða tæplega 15.000 manns. Þeir verða fleiri á næsta ári. Vísir/Vilhelm Háskóla Íslands bárust hátt í 1.800 umsóknir um grunn- eða framhaldsnám fyrir komandi vormisseri og eru þær um 60 prósent fleiri en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skólanum og segir að reikna megi með að um 16 þúsund nemendur verði í skólanum á næsta ári. Háskóla Íslands bárust hátt í 1.800 umsóknir um grunn- eða framhaldsnám fyrir komandi vormisseri og eru þær um 60 prósent fleiri en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skólanum og segir að reikna megi með að um 16 þúsund nemendur verði í skólanum á næsta ári. „Háskóli Íslands hefur tekið inn nemendur í takmarkaðan hluta námsleiða í grunn- og framhaldsnámi á vormisseri ár hvert. Umsóknarfresti um grunnnám lauk 30. nóvember sl. og bárust skólanum alls 617 umsóknir. Það er um 50% fleiri umsóknir en á sama tíma í fyrra þegar þær voru 414. Framlengdum umsóknarfresti um framhaldsnám lauk 31. október en þó var hægt að sækja um innritun í tilteknar námsleiðir til viðbótarnáms á meistarastigi til 30. nóvember. Nú liggur fyrir að samanlagður fjöldi umsókna á framhaldsstigi er tæplega 1.150 en hann var tæplega 680 í fyrra. Fjölgun umsókna í framhaldsnámi nemur því nærri 70% milli ára og heildarfjölgun umsókna um nám við skólann á vormisseri nærri 60% á milli ára sem fyrr segir. Tekið skal fram að inni í þessum tölum eru ekki umsóknir um doktorsnám. Þessi mikli áhugi á námi við Háskóla Íslands kemur í kjölfar metfjölda umsókna sem skólanum barst í vor og helgast að líkindum af áhrifum kórónaveirunnar á íslenskt samfélag og atvinnulíf. Margir hafa kosið að sækja sér frekari menntun og efla þannig stöðu sína í því erfiða atvinnuástandi sem ríkir í landinu. Metfjöldi stundar nú nám við Háskóla Íslands eða tæplega 15.000 manns. Miðað við þann fjölda umsókna sem Háskólanum barst fyrir vormisseri má reikna með að nemendafjöldi við skólann verði vel í kringum 16 þúsund á nýju ári,“ segir í tilkynningunni. Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Háskóla Íslands bárust hátt í 1.800 umsóknir um grunn- eða framhaldsnám fyrir komandi vormisseri og eru þær um 60 prósent fleiri en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skólanum og segir að reikna megi með að um 16 þúsund nemendur verði í skólanum á næsta ári. „Háskóli Íslands hefur tekið inn nemendur í takmarkaðan hluta námsleiða í grunn- og framhaldsnámi á vormisseri ár hvert. Umsóknarfresti um grunnnám lauk 30. nóvember sl. og bárust skólanum alls 617 umsóknir. Það er um 50% fleiri umsóknir en á sama tíma í fyrra þegar þær voru 414. Framlengdum umsóknarfresti um framhaldsnám lauk 31. október en þó var hægt að sækja um innritun í tilteknar námsleiðir til viðbótarnáms á meistarastigi til 30. nóvember. Nú liggur fyrir að samanlagður fjöldi umsókna á framhaldsstigi er tæplega 1.150 en hann var tæplega 680 í fyrra. Fjölgun umsókna í framhaldsnámi nemur því nærri 70% milli ára og heildarfjölgun umsókna um nám við skólann á vormisseri nærri 60% á milli ára sem fyrr segir. Tekið skal fram að inni í þessum tölum eru ekki umsóknir um doktorsnám. Þessi mikli áhugi á námi við Háskóla Íslands kemur í kjölfar metfjölda umsókna sem skólanum barst í vor og helgast að líkindum af áhrifum kórónaveirunnar á íslenskt samfélag og atvinnulíf. Margir hafa kosið að sækja sér frekari menntun og efla þannig stöðu sína í því erfiða atvinnuástandi sem ríkir í landinu. Metfjöldi stundar nú nám við Háskóla Íslands eða tæplega 15.000 manns. Miðað við þann fjölda umsókna sem Háskólanum barst fyrir vormisseri má reikna með að nemendafjöldi við skólann verði vel í kringum 16 þúsund á nýju ári,“ segir í tilkynningunni.
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira