Sóttvarnaaðgerðir séu ekki meira íþyngjandi fyrir íþróttamenn en aðra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. desember 2020 12:23 Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundinum í dag. Almannavarnir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, minnti á það á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag að þær sóttvarnaaðgerðir sem gripið hefur verið til hérlendis vegna kórónuveirufaraldursins séu ekki meira íþyngjandi fyrir íþróttamenn heldur en aðra. Töluvert mikillar óánægju hefur gætt á meðal íþróttafólks undanfarið vegna þess að æfingar og keppnir fullorðinna eru með öllu bannaðar. Hefur til dæmis verið bent á það að íþróttir séu stundaðar í löndunum í kringum okkur og þá hefur frjálsíþróttafólk bent á að auðvelta sé að viðhafa ítrustu sóttvarnaráðstafanir í einstaklingsíþróttum. Þórólfur svaraði þessari gagnrýni á fundinum í dag. „Því er til að svara að þær aðgerðir sem hafa verið hér í gangi undanfarið eru íþyngjandi fyrir nánast alla íbúa þessa lands. Þær hafa verið mjög íþyngjandi fyrir skólakerfið, aðila sem hafa atvinnu sína af ferðamennsku, alla listamenn landsins, einstaklinga í einyrkjastarfsemi, krár og skemmtistaði, verslanir, veitingastaði, sund- og líkamsræktarstaði og svo mætti lengi telja. Það er því ekki hægt að segja að aðgerðirnar hafi verið eitthvað sérstaklega meira íþyngjandi fyrir íþróttastarfsemi heldur en ofangreinda starfsemi og ég held að það sé hollt að hafa það í huga. Hins vegar hef ég fullan skilning á óþreyju íþróttamanna að hefja aftur æfingar og keppni og vonandi getur það gerst í náinni framtíð,“ sagði Þórólfur. Þá bætti hann við að það væri líka gott að hafa í huga að allar þessar íþyngjandi aðgerðir hefðu skilað því að tekist hefði að halda faraldrinum niðri. „Og erum núna með lægstu tíðni Covid-19 í Evrópu. En eins og áður hefur komið fram er alltaf verið að skoða hvort hægt sé að aflétta aðgerðum en vissulega eru skoðanir á því mismunandi en við munum reyna að feta þetta einstigi eins vel og við getum, að halda faraldrinum niðri og hafa eins lítið íþyngjandi aðgerðir í gangi eins og mögulegt er,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Töluvert mikillar óánægju hefur gætt á meðal íþróttafólks undanfarið vegna þess að æfingar og keppnir fullorðinna eru með öllu bannaðar. Hefur til dæmis verið bent á það að íþróttir séu stundaðar í löndunum í kringum okkur og þá hefur frjálsíþróttafólk bent á að auðvelta sé að viðhafa ítrustu sóttvarnaráðstafanir í einstaklingsíþróttum. Þórólfur svaraði þessari gagnrýni á fundinum í dag. „Því er til að svara að þær aðgerðir sem hafa verið hér í gangi undanfarið eru íþyngjandi fyrir nánast alla íbúa þessa lands. Þær hafa verið mjög íþyngjandi fyrir skólakerfið, aðila sem hafa atvinnu sína af ferðamennsku, alla listamenn landsins, einstaklinga í einyrkjastarfsemi, krár og skemmtistaði, verslanir, veitingastaði, sund- og líkamsræktarstaði og svo mætti lengi telja. Það er því ekki hægt að segja að aðgerðirnar hafi verið eitthvað sérstaklega meira íþyngjandi fyrir íþróttastarfsemi heldur en ofangreinda starfsemi og ég held að það sé hollt að hafa það í huga. Hins vegar hef ég fullan skilning á óþreyju íþróttamanna að hefja aftur æfingar og keppni og vonandi getur það gerst í náinni framtíð,“ sagði Þórólfur. Þá bætti hann við að það væri líka gott að hafa í huga að allar þessar íþyngjandi aðgerðir hefðu skilað því að tekist hefði að halda faraldrinum niðri. „Og erum núna með lægstu tíðni Covid-19 í Evrópu. En eins og áður hefur komið fram er alltaf verið að skoða hvort hægt sé að aflétta aðgerðum en vissulega eru skoðanir á því mismunandi en við munum reyna að feta þetta einstigi eins vel og við getum, að halda faraldrinum niðri og hafa eins lítið íþyngjandi aðgerðir í gangi eins og mögulegt er,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent