Séra Skírnir stefnir Agnesi og þjóðkirkjunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. desember 2020 16:48 Allt stefnir í að biskup og Séra Skírnir takist á fyrir dómstólum. Vísir Fyrrverandi héraðsprestur á Suðurlandi hefur stefnt biskupi Íslands og þjóðkirkjunni og fer fram á tæplega tíu milljónir króna í miska- og skaðabætur. Hann telur þau bera ábyrgð á skaða sem hann hafi hlotið vegna færslu í embætti árið 2015, í kjölfar kvörtunar hans vegna eineltis, og svo brottrekstri úr kirkjunni fyrr á árinu. Mannlíf greindi frá þessu í gær .Skírni var vikið úr starfi í apríl fyrir brot á trúnaðarskyldu presta og starfs- og siðareglum þeirra. Það var vegna ummæla hans um konu sem sökuð er um skjalafals í bakvarðasveit á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. Héraðssaksóknari hefur ákveðið að ákæra ekki konuna og segist hún ætla í skaðabótamál við ríkið vegna handtökunnar. Sömuleiðis ætli hún að stefna fjölmiðlum og netverjum vegna umfjöllunar og orða um málið. Biskup sagði um trúnaðarbrot að ræða Séra Skírnir sagði í viðtali við Vísi, eftir að konan hafði verið handtekin, að hún hefði beitt svikum til þess að fá fjárhagsaðstoð úr líknarsjóði Lágafellskirkju árið 2013 þegar hann var prestur í sókninni. Konan hefði kært hann fyrir brot á persónuverndarlögum, ásamt starfsmanni Mosfellsbæjar, eftir að hann lét kanna hvort hún segði rétt frá. Skírnir sagðist hafa vitað af henni í bakvarðasveitinni eftir að sýnt var frá þyrlu Landhelgisgæslunnar flytja bakverði vestur í Bolungarvík. Hann hefði íhugað að láta lögreglu vita en látið það ógert. Hann hefði þó talað við Gylfa Ólafsson, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða og upplýsti hann um hver væri þar á ferð. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, sagði í kjölfarið að það blasti við sér að um trúnaðarbrot væri að ræða. „Prestar búa yfir þagnarskyldu og þarna er verið að rjúfa hana að mínum skilningi,“ sagði Agnes. Var ráðningarsambandi þjóðkirkjunnar við Skírni rift. Iðraðist brots síns Séra Skírnir óskaði í framhaldi eftir því að fá að snúa aftur til starfa. „Ég iðrast þess að hafa brotið trúnað gagnvart kirkjunni og skjólstæðingi mínum þarna um kvöldið, nú um daginn. Þetta var fljótfærni og gert í framhaldi af meinlausri fyrirspurn, ég las ekki yfir próförk fréttarinnar sem svo birtist og ég áttaði mig um seinan á að þetta væri alvarlegt mál,“ sagði í kröfubréfi Skírnis til biskups. „Fyrrnefnt brot mitt er tengt þessum kringumstæðum, og kannski flaut úr bikar mínum í símtalinu við blaðakonuna, þetta var ekki fyrir fram ákveðið brot,“ skrifaði Skírnir enn fremur. Biskup stóð við sitt en Skírnir var á launum hjá þjóðkirkjunni út skipunartíma sinn sem lauk í gær. Biskup og kirkjan beri sameiginlega ábyrgð Sigurður Kári Kristjánsson gætir hagsmuna Skírnis í málaferlunum við Agnesi biskup og Þjóðkirkjuna. Hann segir að honum virðist sem svo gott sem öll lög og allar þær reglur sem Þjóðkirkjunni og biskup hafi borið að fylgja við meðferð mála séra Skírnis hafi verið brotin. „Þetta mál er höfðað gegn Þjóðkirkjunni og biskupi persónulega þar sem þau bera sameiginlega ábyrgð á því tjóni sem Skírnir telur sig hafa orðið fyrir. Annars vegar hefur hann orðið fyrir tekjumissi vegna þessara aðgerða allra. Hins vegar telur hann að framganga biskups og kirkjunnar gagnvart honum hafi verið með þeim hætti að hann eigi rétt til miskabóta úr þeirra hendi,“ segir Sigurður Kári við Mannlíf. Þjóðkirkjan Dómsmál Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Mannlíf greindi frá þessu í gær .Skírni var vikið úr starfi í apríl fyrir brot á trúnaðarskyldu presta og starfs- og siðareglum þeirra. Það var vegna ummæla hans um konu sem sökuð er um skjalafals í bakvarðasveit á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. Héraðssaksóknari hefur ákveðið að ákæra ekki konuna og segist hún ætla í skaðabótamál við ríkið vegna handtökunnar. Sömuleiðis ætli hún að stefna fjölmiðlum og netverjum vegna umfjöllunar og orða um málið. Biskup sagði um trúnaðarbrot að ræða Séra Skírnir sagði í viðtali við Vísi, eftir að konan hafði verið handtekin, að hún hefði beitt svikum til þess að fá fjárhagsaðstoð úr líknarsjóði Lágafellskirkju árið 2013 þegar hann var prestur í sókninni. Konan hefði kært hann fyrir brot á persónuverndarlögum, ásamt starfsmanni Mosfellsbæjar, eftir að hann lét kanna hvort hún segði rétt frá. Skírnir sagðist hafa vitað af henni í bakvarðasveitinni eftir að sýnt var frá þyrlu Landhelgisgæslunnar flytja bakverði vestur í Bolungarvík. Hann hefði íhugað að láta lögreglu vita en látið það ógert. Hann hefði þó talað við Gylfa Ólafsson, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða og upplýsti hann um hver væri þar á ferð. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, sagði í kjölfarið að það blasti við sér að um trúnaðarbrot væri að ræða. „Prestar búa yfir þagnarskyldu og þarna er verið að rjúfa hana að mínum skilningi,“ sagði Agnes. Var ráðningarsambandi þjóðkirkjunnar við Skírni rift. Iðraðist brots síns Séra Skírnir óskaði í framhaldi eftir því að fá að snúa aftur til starfa. „Ég iðrast þess að hafa brotið trúnað gagnvart kirkjunni og skjólstæðingi mínum þarna um kvöldið, nú um daginn. Þetta var fljótfærni og gert í framhaldi af meinlausri fyrirspurn, ég las ekki yfir próförk fréttarinnar sem svo birtist og ég áttaði mig um seinan á að þetta væri alvarlegt mál,“ sagði í kröfubréfi Skírnis til biskups. „Fyrrnefnt brot mitt er tengt þessum kringumstæðum, og kannski flaut úr bikar mínum í símtalinu við blaðakonuna, þetta var ekki fyrir fram ákveðið brot,“ skrifaði Skírnir enn fremur. Biskup stóð við sitt en Skírnir var á launum hjá þjóðkirkjunni út skipunartíma sinn sem lauk í gær. Biskup og kirkjan beri sameiginlega ábyrgð Sigurður Kári Kristjánsson gætir hagsmuna Skírnis í málaferlunum við Agnesi biskup og Þjóðkirkjuna. Hann segir að honum virðist sem svo gott sem öll lög og allar þær reglur sem Þjóðkirkjunni og biskup hafi borið að fylgja við meðferð mála séra Skírnis hafi verið brotin. „Þetta mál er höfðað gegn Þjóðkirkjunni og biskupi persónulega þar sem þau bera sameiginlega ábyrgð á því tjóni sem Skírnir telur sig hafa orðið fyrir. Annars vegar hefur hann orðið fyrir tekjumissi vegna þessara aðgerða allra. Hins vegar telur hann að framganga biskups og kirkjunnar gagnvart honum hafi verið með þeim hætti að hann eigi rétt til miskabóta úr þeirra hendi,“ segir Sigurður Kári við Mannlíf.
Þjóðkirkjan Dómsmál Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira